Fálkinn - 23.05.1966, Blaðsíða 28
— í hópi hinna nýrri skálda er Vigfús Jóns-
son fyndnastur, en því miður stundum á kostn-
að velsæmisins.
— Uno von Troil:
Bréf frá íslandi (1777).
VIGFÚS frá Leirulæk hefur hlotið mikil og einkennileg
eftirmæli í sögunni. Hvort sem hann kemur fyrir sjónir
sem broslegur hrekkjalómur eða versti skálkur bregður
sagan yfir hann vinsamlegri verndarhulu sem bendir til að Fúsi
hafi haft nokkurn þann mann að geyma sem alþýðu var kær,
þrátt fyrir allt. Sagnir af Fúsa bera vitni sérstæðum og gáfuð-
um persónuleika sem þráttfyrir klæki sína og bellibrögð naut
talsverðrar virðíngar; en það er að jafnaði óljóst hvort heldur
uppreisnarmaður eða óknyttastrákur er að starfi í umsvifum
hans. Þær eyður sem í sögu hans standa hafa þjóðsögur keppzt
við að fylla, og án þeirra væri Fúsi ekki svipur hjá sjón. Þær
varðveita betur en nokkur æviferilsskýrsla þann hug sem sam-
tíð hans og eftirkomendur báru til þessa alræmda klækjarefs,
kraftaskálds og fjölkynngismanns: „Fúsi hafði mök mikil við
hulda vætti, álfa og púka og kölska sjálfan. Einu sinni sem oft-
ar vildi hann finna hann og leggur því af stað heiman að frá
Leirulæk og gengur út í flóa þangað til hann kemur að runna
einum. í miðjum runnanum var djúpur og dimmur pyttur; við
hann settist Fúsi og sat þar allan daginn. En er kvölda tók sér
hann hvar hausinn á kölska gægðist uppúr miðjum pyttinum,
Þá segir Fúsi: Þar kemur hann, glókollurinn . . .“
2.
Jón prestur Ormsson, Jónssonar prófasts í Gufudal, kvæntur
Jórunni Gísladóttur frá Fagradal, sat að Kvennabrekku í Dölum
fyrir og um miðja 17. öld, og þar er Vigfús sonur þeirra fæddur
um 1648; önnur börn þeirra voru Magnús, síðar prestur að
Kvennabrekku, faðir Árna handritamanns, Karítas, kona Þórð-
ar i Snóksdal Hannessonar lögréttumanns, og Jóhanna kona
séra Daða prests Steindórssonar í Gufudal. Öll voru systkini
þessi mannvænleg talin og líkleg til vegs og frama, en Fúsa er
svo lýst að hann „var afarvel viti borinn, en afar níðskár þeg-
ar í æsku og jafnan síðan, er furða mátti heita um svo vitran
mann“.
Það segir fyrst af Fúsa að eitt sinn þegar hann var lítill var
honum gefin prjónaklukka; þá kvað barnúnginn sína fyrstu
visu:
Nú er strákur kominn á kjól,
kvæðið gerir svo anza,
hann sér aldrei himnaból —
í helvíti mun dansa.
Þegar Vigfús hafði aldur til fór hann til náms í Hólaskóla,
en var þar aðeins tvö ár og mun ekki hafa orðið stúdent.
3
Séra Jón Ormsson andaðist 1657. Mjög er á huldu um hvað
dreif á daga Vigfúsar næsta kastið eftir dvöl hans á Hólum, en
þess ber að geta að um þessar mundir rann upp annar fífill úr
túni í Dölum, þarsem var Sigurður Dalaskáld, sonur Gísla Ólafs-
sonar á Bæ í Miðdölum, Hannessonar, Eggertssonar; sú ætt er
rakin til Eggerts Eggertssonar lögmanns í Víkinni í Noregi. Sig-
urður Gíslason var mjög á aldur við Fúsa, greindur, fróður, um-
svifasamur og gáskafullur. Svo afdrifaríkt varð það fyrir báða
er þeim laust saman, að skipti þeirra hafa til skamms tíma
verið í minnum höfð um Vesturland. Báðir voru ófyrirleitnir
og illyrtir, og svo er um flesta samkveðlínga þeirra að vafa-
samt er hvort þeir feingju inni með þá í Fálkanum. Óvild þessi
hefur þó varla verið stöðug og sá grunur læðist að manni að
sumpart hafi þessar „deilur“ þeirra verið hálfkæríngsgaman
tveggja bræðra í andanum sem svo vel hafi komið saman lát-
um, en umhverfi þeirra síðan túlkað það sem ógnarheift manna,
sem báðir voru grunaðir um galdur og ákvæði einsog altítt var
um skynuga menn í þá daga.
Sigurður Gíslason mun hafa búið að Bæ eftir föður sinn; um
Fúsa er allt óljósara. Sumar sagnir telja að hann hafi og búið að
Bæ í fyrstu, unz hann fluttist til Leirulækjar. Þær heimildir
sem helzt er á byggjandi telja að hvorki hafi hann kvænzt né
átt afkvæmi; en munnmælasagnir eru á öðru máli; í þeim á
Fúsi konu og dóttur, og hyggja sumir að þær séu til orðnar úr
ráðskonu og fósturbarni. Að minnsta kosti eru miður fríðir
bveðlíngar eignaðir Fúsa um þær báðar tvær. Þegar Fúsi missti
konu sína á hann að hafa kveðið vísu þessa, sem sver sig prýði-
lega í ætt við annað sem honum er eignað:
Nú ljómar mín, mín
mín hjá herra sín sín
þarsem dýrðin skín skín
skín hún svo fín fín,
skín hún sem skoffín.
Og þegar dóttirin var manni heitin á Fúsi að hafa ort ýmis-
legt óþvegið, og þetta loks í brúðkaupinu:
Situr nú á brúðbekk
býður ástar fram smekk,
hennar skál í dag drekk,
drós var aldrei mér þekk.
4.
Frá fyrstu erjum Sigurðar og Fúsa er svo sagt að eitt sinn
á únglíngsárum voru þeir saman til róðra og var skipað andóf.
Þá kvað Sigurður í kerskni:
Við erum setztir andóf í,
eigum litlar náðir;
gerum okkur gaman úr því,
glókollarnir báðir.
ÞORSTEINN ERA HAMRI t<5k saman . . . Teikning HARALDUR GUÐBERGSSON
28 FÁLKINN