Fálkinn


Fálkinn - 23.05.1966, Blaðsíða 7

Fálkinn - 23.05.1966, Blaðsíða 7
SVART IIQFÐl SEGIR fyrst koma í hugann af skáldsagnahöfundum. Stórkostlegar sagnfræðilegar bækur hafa komið út erlendis á undanförnum árum, en íslenzkir útgefendur vita ekki að þær eru til. Þetta eru þó metsölubækur um allan heim. Þótt þeir með aðgerða- leysi sínu í þessum efnum bindi á ósvífinn hátt fyrir augu mik- ils fjölda lesenda, vantar ekki að útgefendur telja sig stóra menningarmenn. Fyrir utan þýdda dótið, sem lengi vel voru læknabækur, unz læknabókaiðnaðurinn fluttist inn í landið, fyr- ir tilverknað útgefenda og uppeldi, og koma hér út árlega kem- ur marklaus þjóðlegur fróðleikur, sem er raunar mestur á því sviði, að hann er okkur til skammar, eins og upprifjunin á öllum þessum barneignamálaferlum sannar, og síðast en ekki sízt skal telja andatrúarbækurnar, sem komust upp í sjö í fyrra. Út á þessa starfsemi sína halda svo útgefendur, að þeir geti krafið ríkið um eftirgjöf á skatti á pappír til bókagerðar. Það er vitan- lega fráleitt. Það ætti frekar að auka skattinn á bókapappír og nota mismuninn til að verðlauna þær sárafáu bækur, sem út koma hér á ári hverju og eru okkur ekki til beinnar vanvirðu. Orsök og afleiðing Með því að halda almennum lesanda einangruðum að mestu frá mannsæmandi lesefni, hefur þessum iðjuhöldum menningar- innar, bókaútgefendum, tekizt að koma sér upp hópi rithöf- unda, sem gerir ekki annað en framleiða handa þeim lélegar skemmtibækur, sem falla alveg í þann smekk, sem hér ríkir. Með því að ota fram góðum bókum væru þeir meira og minna að eyðileggja þann markað, sem þeir hafa fyrir þriðja flokks bókmenntir. Þeir benda gjarnan á það með stolti, að skemmti- sagnaiðnaðurinn fari vaxandi innan lands. Hefðu þeir ginhvern tíma gert eitthvað í því að afla fólki góðra skemmtisagna, myndu íslenzku sögurnar í dag ekki hafa orðið verri en þær. Útgefendur fá í höfuðið í dag nákvæmlega þá tegund skemmti- sagna af innlendum vettvangi, sem þeir hafa verið að sá til á undanförnum áratugum. Þeim er alveg sama á meðan þeir græða, en menningarlegt tap okkar í heild er ómælanlegt. Menningarsjóður, sem ætti að geta hamlað eitthvað á móti þeirri blindu, sem útgefendur halda almenningi í, og ekki er rofin nema þegar út koma bækur eftir þá sárafáu góðu höfunda, sem hér eru, er píndur til að gefa út hverja kjaftæðisbókina á fætur annarri, af því einhver vandræðahöfundurinn á pólitíska aðstandendur. Undan er skilin bók eins og Rómaveldi. Þar tókst Menningarsjóði í fyrsta sinn í langan tíma að gera góðverk á íslenzkum lesendum. Þeir sem stjórna útgáfu Menningarsjóðs lesa mér vitanlega aldrei erlenda bók, og það er raunar ráð- gáta hvernig Rómaveldi rak á fjörur þeirra. Ýmsir aðrir út- gefendur hafa ekki heyrt á erlenda bókatitla minnzt að því er virðist, ef undan eru skildir þriðja flokks reyfarar, sem þeir eru ákaflega fundvísir á og skilja mjög vel og selja í dýru bandi fyrir hver jól. Að borga frá sér vitið Hvenær sem útgefandi heyrir að einhver annar útgefandi hef- ur hækkað greiðslur fyrir handrit, er sá sem hækkar talinn hafa bilazt. Skelfingin innan þessarar iðnaðarstéttar við það að fá á sig þannig orð er slík, að allt þykir sjálfsagt að borga vel nema höfundarlaun og svo pappírsskattinn til ríkisins. Prentsmiðjurn- ar fá sitt, stundum fyrir vinnubrögð, sem kosta mikla uppsetn- ingu, og bókbandið fær sitt, þótt íslenzka bókbandið sitji stund- um eftir í hendi manns að lestri loknum. Þetta stafar allt af því að útgefendur skilja iðnaðarmenn. Höfundarnir eru aftur á móti einhver leiðindalýður, sem misjafnlega vel gengur að selja bækur eftir. Kunn eru orð SAM um kerlingabækurnar. En kerlingarnar eru ekki öfundsverðar. Yfirleitt seljast bækur þeirra vel. Sjálfar vita þær ekkert hver upplög eru prentuð af bókum þeirra. Yfirleitt heyrir til undantekninga ef skriflegur samningur fæst gerður við útgefanda. í flestum tilfellum mega þeir ekki heyra minnzt á prósentugreiðslur af sölu. Að vísu eiga þeir sér nokkra afsökun í því efni, vegna fáránlegs sölu- kerfis. Þeir lána sem sagt bækurnar til sölu, og fá rhest af þeim ekki greitt fyrr en nokkrir mánuðir eru liðnir, stundum ár. Þetta þýðir að þeir greiða fasta upphæð í höfundarlaun. Og þeir borga ekki frá sér vitið. Þar við liggur útgáfuheiður þeirra. En máltækið segir: Guð borgar fyrir hrafninn og kannski verða kerlingarnar að una við þær greiðslur einar um sinn. Svar: Þakka þér fyrir bréfið, Anna. Nei, þaS er ekki endilega nauðsyn- legt, ef þig langar til að geyma blað- ið. Svarið áttu að senda til Fálkans, merkt H.S.H. Fálkinn, pósthólf 1411, Reykjavík. Gaman aö þér skuli falla blaðið Kossiun Kæri Fálki! Ég var að lesa greinina „Æskan og Nóttin“ 1 15. tölublaði 25. apríi. Þar rakst ég á mynd sem hét „Koss- inn“. Nú langar mig að spyrja þig, hvar og hvenær hún er tekin, og hvort hún er ný eða gömul. Elcki vildir þú vera svo góður að birta svar einhvers staðar í blaðinu fyrir mig og helzt sem fyrst. Svo þakka ég þér fyrir skemmti- legt og gott lesefni og margar góðar myndir. Með fyrirfram þökk, áskrifandi Sigr. Sig. Svar: Myndin var tekin fyrir skömmu í Reykjavík á skemmtistað, en eins og þú tókst eftir var staðar- ins ekki getið með myndinni, og þá er yfirleitt ekki venja að geta slíkra hluta síðar. Slik sjón sem sú er myndin sýnir er annars ekkert sjald- gæf á skemmtistöðum, og fyrir því naumast furða þótt lendi á síðum blaðanna. Hárgreiðslunám Kæri Fálki. Mig langar til að vita hvort þú getur gefið mér einhverjar upplýs- ingar um Iðnskólann á Akureyri. Ég hef mikinn áhuga á að komast þang- að en ég hef bara unglingapróf og veit ekki hvort það nægir. Mig lang- ar til að læra hárgreiðslu. Hvað þarf maður að vera lengi i skólanum til að vera útskrifaður og geta sett upp stofu sjálfur. Svo vil ég þakka þér Fálki minn fyrir skemmtilegar sög- ur og annað efni í blaðinu. Með fyr- irfram þökk. S.G. Svar: Unglingapróf hlýtur að nægja. Samtímis veru þinni í Iðn- skólanum á Akureyri þarftu að ráða þig til náms á hárgreiðslustofu, námstíminn er 3 ár, og að þeim tíma liðnum getur þú farið að vinna sjálf- stætt, en ekki fyrr en 3 árum eftir það færðu meistarabréf, og þá get- ur þú farið að taka lærlinga sjálf. Hárgreiðslustofu með mörgum hár- greiðslukonum getur þú ekki sett upp fyrr en þú hefur fengið meist- arabréfið. PÖST HÖLF 1411 FALKINN 7

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.