Fálkinn


Fálkinn - 23.05.1966, Blaðsíða 47

Fálkinn - 23.05.1966, Blaðsíða 47
ÞJÓÐSÖGUR FRÁ AFRÍKU ÖTR76GÐ HDSDÝRANNA 1 fyrndinni lifðu allir fuglar og dýr á himnum. Einu sinni var mikil rigning og kuldi. Það var svo kalt, að öll dýrin skulfu. Fuglarnir sögðu þá við hundinn: „Farðu niður og sæktu eld til að hlýja okkur við." Hundurinn fór niður, en þeg- ar hann sá nóg af beinum og fiski á víð og dreif um jörðina, gleymdi hann að fara með eld- inn til skjálfandi fuglanna. Fuglarnir og dýrin biðu, en þegar hundurinn kom ekki aft- ur, sendu þau hanann til að biðja hundinn að flýta sér upp með eldinn. Þegar haninn kom niður sá hann nóg af baunum, hnetum, maís og öðru góðgæti, svo hann sagði hundinum ekki að fara upp með eldinn, né heldur fór hann upp með hann sjálfur. Þess vegna er það, að stund- um á kvöldin, heyrir þú fugl syngja: „Nsusu akende bombo! Nsusu akende bombo! „Það þýð- ir: „Haninn er orðinn þræll! Haninn er orðinn þræll." Þetta er ástæðan fyrir því, að fuglarnir spotta hanann og hundinn og úthúða þeim, af því, að þeir skildu vini sína eftir skjálfandi í kuldanum en veltu sér sjálfir í allsnægtum og hlýju. ÞEGAR DÝRIN FENGU LIT. Það er sagt að markötturinn hafi málað öll dýrin. Markött- urinn sagði „Ef einhver vill drepa hafur og færa mér kjötið af honum, skal ég mála hann svo hann fái lit. Hýenan heyrði hvað hann sagði, svo fór hún og drap haf- ur. Hún át sjálf kjötið, en færði markettinum beinin. BANGSI OG LISTA- VERKIÐ „Dódó, af hverju á þessi mynd að vera?“ spurði Bangsi hikandi. „Umm-humm ... ja . . .“ hyrjaði Dódó og hugsaði sig um í óðaönn. „Að mínu áliti skiptir ekki höfuðmáli hvað hún á að tákna, heldur áhrifin sem henni fylgja“. Hann taldi sig hafa mikið vit á list, svo að hann hóf langa ræðu um myndlist að fornu og nýju. „Þetta er þá sjaldgæf og dýrmæt mynd?“ sagði Bangsi þegar Dódó varð að þagna í bili til að draga andann. „Nú fer ég að skilja af hverju þorpararnir ætl- nðu að stela henni!“ „Ekki er það ólík- legt“, anzaði Dódó og dró seiminn. „Án Markötturinn sagði: „Leggstu niður”. Hýenan kraup niður, og markötturinn málaði á hana ljóta díla og sagði: „Ef einhver prettai mig, geri ég eins við hann". Hlébarðinn fór á veiðar og drap hafur og færði markettin- um hann ófleginn. Marköttur- inn sagði honum að krjúpa nið- ur og málaði hann í fallegum lit og sagði: „Ef einhver heldur orð sín við mig, mun ég gera eins við hann". ÞEGAR DÝRIN FENGU RÓFUR. Það er sagt, að skaparinn hafi skapað dýrin rófulaus. Dag nokkurn kallaði skaparinn á þau og sagði þeim að velja sér rófu, ^sem væri hverju þeirra við hæfi. Fyrsti dýrahópurinn kom, hann valdi sér lengstu og falleg- ustu rófurnar. Annar hópurinn kom, þau dýr fengu laglegar róf- ur. Síðastir komu hérarnir, sem voru mjög latir. Þeir báðu hin dýrin að taka frá handa sér róf- ur. Dýrin völdu sjálfum sér beztu og fallegustu rófurnar, en tóku frá stuttar og ljótar rófur handa hérunum. Ef þú vilt einhvern hlut vel gerðan, þá gerðu hann sjálfur. Vilborg Dagbjartsdóttir þýddi. efa er peningalegt gildi hennar töluvert, og það mun hafa freistað þessara skugga- legu náunga“. Nú heyrðist hinn verstl gauragangur úr skorsteininum, og kol- svört fígúra kom í ljós sveipuð sótskýi. „Góðan daginn, signori", sagði hún. ..Ég er sóthreinsarinn!" FÁLKINN 47

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.