Fálkinn


Fálkinn - 23.05.1966, Blaðsíða 21

Fálkinn - 23.05.1966, Blaðsíða 21
hjálpa honum, og við fórum að ná í hann. Og þarna lá hann bak við hús, ungi stúdentinn, með húfuna skakka á höfðinu, rós í hnappagatinu og allur útgubbaður. Heldur var það nú hryggi- leg sjón. „Við ókum honum heim, en þegar þangað kom þorðu félagar hans ekki að fara inn með hann, svo að það lenti á mér að knýja dyra. Það var kona sem opnaði hurðina og ég spurði, hvort þessi piltur ætti þarna heima. Henni brá í brún og spurði hvort eitthvað væri að, hélt vafalaust, að hann hefði orðið fyrir slysi. Ég sagði, að það væri svo sem ekkert alvarlegt, en hún elti mig út að bílnum. Og þegar hún sá þennan unga son sinn á hans heiðursdegi svona ömurlega útleikinn varð henni svo mik- ið um, að hún féll alveg saman. Þetta var ekkja sem átti ekki önnur börn en þennan pilt, hún hafði neitað sér um allt og fórn- að öllu til að geta kostað hann í skóla og uppfyllt þann draum sinn að gera hann að menntuðum manni. Til þessarar stóru stundar hafði hún hlakkað í mörg ár, og þetta var gleðin sem henni veittist. .Hverjir geta gert svona — farið svoná með drenginn minn?1 sagði hún grátandi. ,Er þetta þá menningin sem maður er búinn að vinna fyrir og berjast fyrir í öll þessi ár?‘ „Ég get enn viknað þegar ég minnist þessa atviks, það var svo átakanlegt. Hefði það nú ekki verið munur ef ungi stúd- entinn hefði getað glaðzt vínlaust í hópi vina sinna og félaga og farið síðan heim og haldið upp á kvöldið með móðurinni sem hafði af fórnfýsi sinni gert honum fært að ná þessum áfanga? Hann hafði aldrei smakkað vín áður og vonandi aldrei síðan, en þarna brá áfengið skugga yfir dag sem annars hefði verið tóm gleði. „Nei, drykkjan felur ekki í sér gleði, hún er flótti frá lífinu og fölsk lækning. Maður losnar ekki við þunglyndi og ama með því að drekka, það hverfur í bili, en kemur aftur helmingi verra þegar áhrif vínsins fara að þverra. ,Ég vona, að ég hafi skemmt mér,‘ heyrði ég mann einu sinni segja. ,Ég eyddi. tíu þúsund krónum, en ég man ekki nokkurn skapaðan hlut eftir kvöldinu'. „Árásarkennd er sterk í drukknum manni, þó að hann sé mesta gæðablóð ódrukkinn. Vínið er deyfandi og lokar fyrir alla siðferðiskennd, glæpir og lögbrot fylgja drykkjunni, menn fá sér tvo—þrjá snafsa til að þora — allt mögulegt sem þeir i myndu aldrei vilja gera allsgáðir gera þeir óhikað eftir góðan sjúss. Og þeir verða svo dæmalaust stórir karlar. Skrifstofu- maðurinn verður strax að fulltrúa þegar hann er búinn að inn- byrða mátulega mikið, fulltrúinn að forstjóra, forstjórinn ... ja, hann á þá allt heila klabbið. Menn eru óánægðir við sjálfa sig undir niðri og láta það svo bitna á einhverjum öðrum þegar þeir eru orðnir ölvaðir. „Nú kemur til dæmis maður í bílinn til mín, hann er það sem kallað er mjúkur, og hann segir við mig: ,Elsku vinur, mér líkar vel við þig, djöfull keyrir þú vel, ég vil alltaf keyra með þér, elsku vinur, o.s.frv. Svo heldur hann áfram að drekka, og smám saman verður hann vondur. ,Af hverju ferðu þessa leið, þú ert að fara krók, þú ætlar að svindla á mér, helvítið þitt‘. Og það getur orðið erfitt að losna við hann með góðu. „Einn pantaði bíl og sagði mér að keyra sig til Þingvalla. ,Ég ætla að njóta fegurðarinnar og sögunnar,” sagði hann. ,Þið þessir bílstjórar kunnið ekkert að njóta lífsins, þið hugsið ekki um neitt nema bílinn og peningana. En ég ber virðingu fyrir sögu okkar og menningu og náttúrunni og fegurðinni, og nú setla ég til Þingvalla að njóta lífsins.' En þegar við komum til Þingvalla var hann dauður af drykkju, svo að það var ekki um annað að gera en keyra hann gftur til Reykjavíkur. Þegar hann lpksins vaknaði hélt hann að ég væri að gabba sig og hefði alls Framhald á bls. 40. UNDARLEGIR HLUTIR OHAPPABÍLLINN ÞETTA var vandaður bíll og áður en lauk átti hann þátt í dauða tuttugu milljóna manna. Bíll- inn var skjannarauður og tók sex farþega og hon- um hafði verið ekið innan við 200 mílur, þegar hann flutti tvo keisaralega farþega á stefnumót við dauðann. í raun- inni hafði hann verið smíðaður sérstaklega fyrir þá og heimsókn þeirra til höfuðborgar Bosníu, Sarajevo. Þetta var 28. júní 1914. Stjórnmálaástandið í Evrópu var þrung- ið svo mikilli spennu, að allt sem til þurfti var ofurlítill neisti í púðurtunnuna. Franz Ferdinand erkihertogi og kona hans, greifafrúin af Hohenburg, stigu upp í þennan spánnýja skjannarauða vagn, sem átti eftir að aka þeim um strætin í Sarajevo. Af einhverri ástæðu, sem aldrei hefur verið skýrð, sneru þau ekki til baka þegar sprengju var varpað á eftir bíln- um. Sprengjan kom í hliðina á honum og kastaðist af honum út á götuna. Sprengingin særði fjóra af fylgisvein- um erkihertogans, þar sem þeir riðu á eftir bílnum. Eftir að séð hafði verið um að hinir særðu fengju tilhlýðilega umönnun, héldu erkihertogahjónin áfram för sinni um hina litlu borg. Hér komum við að öðru óskýranlegu atviki. Bílstjórinn, sem var gagnkunnugur i borginni, fór út af hinni fyrir- fram ákveðnu leið og ók rauða bílnum inn í lokaða götu. Ungur maður sem veifaði skammbyssu og æpti ókvæðis- orð, stökk út úr anddyri einu við þröngt strætið og upp á gangbretti bílsins. Þaðan skaut hann hverju skotinu á fætur öðru af dauðafæri á hjónin. Þau voru látin um það bil, sem lífvörðum þeirra hafði tekizt að berja árásar- manninn í götuna. Morð erkihertogahjónanna varð neistinn, sem hleypti fyrri heimsstyrjöldinni af stað og í henni misstu tuttugu milljónir manna lífið. En á bak við þann harmleik allan, hélt rauði bíllinn áfram að vera örlagavaldur allra þeirra, sem komust í nána snertingu við hann. Viku eftir að stríðið brauzt út í Evrópu, náði Potiorek hershöfðingi, en hann var yfir fimmta austurríska hern- um, landsstjórabústaðnum í Sarajevo á sitt vald og þar með var hann orðinn eigandi álagabílsins og hann þurfti ekki að bíða lengi. Tuttugu og einum degi síðar beið hann gífurlegan ósigur við Valievo, var rekinn frá herstjórn og sendur heim til Vínar. Þar varð hann geðveikur og lézt að lokum á geðveikrahæli. Við bílnum tók einn af fyrrver- andi foringjum Potioreks, austurrískur höfuðsmaður. Hann og álögin á bílnum áttu samleið skömmu síðar. Hann ók á miklum hraða á tvo króatíska bændur og drap þá báða, brunaði á tré og var dauður þegar hann var dreginn út úr brakinu. Höfuðsmaðurinn átti bílinn í níu daga. Eftir að friður hafði verið saminn varð hinn nýskipaði landsstjóri Jógóslavíu eigandi bílsins. Hann lét gera hann upp í fyrsta flokks ástand og lenti í fjórum slysum á jafn- mörgum mánuðum. í síðasta slysinu missti hann hægri handlegginn. Landsstjórinn skipaði svo fyrir að eyðileggja skyldi bílinn, vegna hinna illu álaga, sem á honum virtust hvíla og voru orðin svo þekkt, að ólíklegt virtist að nokkur maður dirfðist að aka honum framar. En kaupandi gaf sig fram, maður nokkur sem kallaði sig Doktor Srkis og hló að allri hjátrú og vitleysu. Hann fékk bílinn fyrir sama og ekkert og þar sem hann gat ekki með nokkru Framhald á bls. 39. FALKINN 21

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.