Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.05.1998, Blaðsíða 30

Stúdentablaðið - 01.05.1998, Blaðsíða 30
ó StúdentablaÖíð 3 0 Húsmóðir í vesturbænum skrifar: * ■■■ ins og vel flestir landsmenn vakna ég á ■■■ morgnana, fæ mér kaffibolla og fer ekki út úr húsi fyrr en ég hef flett í gegnum Morgunblaðið. Það er svo margt sem má læra á lestri blaðanna. Oft eru á síð- um þeirra gómsætar uppskriftir, útsöluaug- lýsingar, sjónvarpsdagskráin og krassandi slúðursögur af fræga fólkinu í Hollywood. Það kemur nú líka fyrir að ég líti á karlasíð- urnar og erfitt hefur verið að komast hjá því upp á síðkastið því á þeim eru nú aðal slúð- ursögurnar. Til að vera gjaldgeng í sauma- -klúbbana verður maður aðeins að fylgjast með. Annars er nú verið að ferma núna svo fátt annað er rætt en kaffiveitingar og annað tilheyrandi. Og svo er blessað vorið komið og þá fyllist fæðingadeildin af yndislegu nýju lífi. En með þessa veiðiþörf karlmanna. Þenn- an stóra hluta af karlmennskuímyndinni. Þeir koma saman í hópum. Skipuleggja hveija ferð.Velja veiðisvæði og veitingar, því meira því betra, mest best. Til að koma á réttri stemmningu eru rifjaðar upp góðar og gamlar veiðisögur og í minningunni hefur frammistaðan og aflinn aukist að magni ,stærð og ágæti. Svo slá þeir á bak hver öðr- j_um og aka á staðinn á upphækkuðu, sérút- búnu, fjallabílunum sínum. Þegar á staðinn , er komið eru veiðarfærin dregin upp. Þá myndast hin gamalkunna sturtu- klefastemmning. Sá sem hefur stærstu ■ stöngina þykir oft manna mestur. Reynslan hefur hins vegar sýnt að veiðarfæri og veiði- geta fara ekki alltaf saman. En smálax er betri en enginn lax og ekki geta allir verið stórlaxar. Á sama hátt koma þeir saman í heimahús- um víðsvegar um bæinn um hverja helgi. Innbyrða þær veitingar sem hafðar eru með- ferðis, þvi meira því betra, mest best. Rædd- ir eru þeir staðir sem helst koma til greina miðað við aflagæði. Sagðar sögur af góðri og slæmri veiði á hinum og þessum stöðum og að sjálfsögðu miðaðst gæði veiðanna við eig- in fammistöðu og eigin getu. En þar spilar n stærð veiðarfæranna stóran þátt. I allri þess- ari umræðu kemur aldrei upp sá möguleiki að bráðin geti einnig verið veiðimaður. Hún er í þeirra augum aðeins saklaust fórnar- lamb aðstæðna. Fer einungis eftir gömlum hefðum og reglum sem ríkt hafa frá upphafi. Af hverju er konan ekki viðurkenndur veiðimaður? Vantar hana réttu græjurnar? Hefur hún enga öngla? Nei, því konan stundar ekki stangveiði heldur fluguveiði. Tækni hennar felst í fáguðum sveiflum. Hún stendur í ánni í klofháum stigvélum, einbeitt og ögrandi og fylgist vel með væntanlegri veiði. Hún lítur ekki við tittunum og dregur því ekki inn í hveiju kasti eins og stangveiði- maðurinn. Ef lítið ber í veiði og hana fer að svengja dregur hún inn þann vænsta sem er á ferli þann daginn. Hún hefur séð hann áð- ur en finnst hann ekki fýsilegur fýrr en garnirnar fara að gaula. Hann hefur lengi reynt að ná flugunni og þegar hann bítur á er hann fullviss um ágæti eigin veiðigetu. Það er ekki fýrr en hann liggur slepjulegur og slægður á grillinu sem hann áttar sig á eigin stöðu. Það var ekki hann sem var að veiða heldur var hann veiddur. Grillaður. Þrátt fyrir stórglæsilega og fágaða veiði- tækni er konunni brigslað um fall á eigin bragði. En hversu sannfærandi er hann, fiskurinn, syndandi um segjandi stórbokka- sögur með grillför og gaffalstungur á hreistruðum skrokknum? í hópi vel mat- reiddra laxa gildir reglan, grófari grillför, glæstari árangur. Það virðist vera þegjandi samkomulag í þeirra röðum um gamlar reglur og hefðir varðandi veiðar. En hvað gerist nú? Er karlaveldið að hrynja innanfrá? Verður veiðireynsla konunnar metin að verðleikum? Er okkar tími kominn? Stúdentablaðið sigrar í spurn- ingakeppni fj ölmiðlanna Spurningakeppni fjölmiðlanna er haldin ár hvert um páska. Stúd- entablaðið sendi lið til keppninnar í fyrsta sinn. Liðið skipuðu þeir Björn Ingi Hrafiisson og Stefán Pálsson sem hafa haldið utan um tölvuskrif, fréttaöflun og prófarkalestur fyrir blaðið í vetur. Árangur þeirra drengja var með afbrigðum góður þar sem þeir sigruðu keppnina og þar með öll liðin sem þeir lentu á móti. Sigurvegarar síðustu tveggja ára, Morgunblaðið, slógu þeir út í undanúrslitum og fféttastofu Sjón- varps sigruðu þeir í úrslitunum. t NÁMSMANNASTYRKIR Námsmannalínufélagar munið að umsóknarfrestur til að sækja um námsstyrk rennur út 1. maí Veittir verða 12 styrkir hver að upphæð 125.000 krónur Styrkirnir skiptast þannig: * útskriftarstyrkir til nema í Háskóla íslands * útskriftarstyrkir til nema á háskólastigi/ sérskólanema * styrkir til námsmanna erlendis Einungis félagar í Námsmannalínunni eiga rétt á að sækja um þessa styrki Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á vef Búnaðarbankans www.bi.is og í öllum útibúum bankans NÁMS LÍNAN Á Umsóknir þurfa að berast fyrir 1. maí til Búnaðarbanki íslands hf. Markaðsdeild, Austurstræti 5 155 Reykjavík UMieiqejiiíppjj

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.