Fréttablaðið - 03.10.2009, Blaðsíða 89
LAUGARDAGUR 3. október 2009 53
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Laugardagur 3. október
➜ Tónleikar
22.00 Ljótu hálfvitarnir verða með
tónleika á Græna hattinum við Hafn-
arstræti á Akureyri. Húsið verður opnað
kl. 21.
23.00 Hvanndalsbræður verða með
tónleika á Deluxe við Hafnarstræti 54 í
Reykjanesbæ.
➜ Opnanir
14.00 Steingrímur Eyfjörð opnar sýn-
ingu í Listasal Mosfellsbæjar í Kjarna
við Þverholt. Opið virka daga kl. 12-19
og laugardaga kl. 12-15.
15.00 Bryndís Kondrup opnar sýning-
una „Staðsetningar“ á Café Karólínu við
Kaupvangsstræti á Akureyri. Opið mán.-
fim. kl. 11.30-01, fös. og lau. kl. 11.30-03
og sum kl. 14-01.
15.00 Listasalur Garðabæj-
ar að Garðatorgi 7, verður
formlega opnaður í dag
og um leið opnar
Laufey Jensdóttir þar
sýninguna „Brot-
hætt“. Opið alla daga
kl. 13-18. Aðgangur er
ókeypis.
➜ Hláturjóga
10.30 Ásta Valdimarsdóttir verður
með opinn kynningartíma í hláturjóga
í heilsumiðstöðinni Maður lifandi við
Borgartún 24.
➜ Fundir
14.00 Aðalfundur Vina Indlands verður
haldinn í Múltí Kúltí við Ingólfsstræti 8.
➜ Kvikmyndir
16.00 Kvikmyndasafn Íslands sýnir
mynd leikstjórans Michelangelo Ant-
onioni „Il Deserto Rosso“ (Rauða eyði-
mörkin). Sýningin fer fram í Bæjarbíói
við Strandgötu 6 í Hafnarfirði. Nánari
upplýsingar á www.kvikmyndasafn.is
➜ Knut Hamsun
Í Norræna húsinu við Sturlugötu verða
sýndar tvær kvikmyndir sem byggðar eru
á skáldsögum Knut Hamsun en tilefnið
er 150 ára fæðingarafmæli rithöfundar-
ins. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.
Nánari upplýsingar á www.nordice.is.
15.00 Makens grøde (1921), leikstj.
Gunnar Sommerfeldt
17.00 Pan (1995), leikstj. Henning
Carlsen
➜ Írsk Menningarhátið
Írsk menningarhátíð í Kópavogi 2.-11.
október. Nánari upplýsingar á www.
kopavogur.is.
17.00 Píanóleikarinn John O‘Conor
heldur tónleika í Salnum við Hamra-
borg.
23.00 Mummi Hermanns flytur írsk
dans- og sönglög á Cafe Catalinu við
Hamraborg.
00.00 Eyjakvöld á
Skemmtistaðnum Spot
við Bæjarlind þar sem
hljómsveitin Hrafnar
leikur írsk dans- og
sönglög.
00.00 Dansleikur með
Pöpum og Gylfa Ægis
á Players við Bæjarlind.
➜ Sýningar
Í Tré og list stendur yfir sýningin
„Hennar fínasta púss“ sem er sýning
á upphlutssettum, skyrtum, svuntum
og slifsum. Einnig er þar sýning á
gömlum vefstól og íslenskum vefnaði,
það elsta frá 1875-1880. Tré og list er
staðsett að bænum Forsæti III í Flóa-
hreppi í Árnessýslu. Nánari upplýs-
ingar og akstursleiðbeiningar á www.
treoglist.is.
Hörður Lárusson hefur opnað sýn-
ingu á Mokka við Skólavörðustíg 3a.
Opið daglega kl. 9-18.30.
Libia Castro og Ólafur Ólafsson hafa
opnað sýningu í Suðsuðvestur að
Hafnargötu 22 í Reykjanesbæ. Opið
um helgar kl. 14-17.
➜ Dansleikir
Októberfest verður í Hvíta húsinu við
Hrísmýri á Selfossi. Fram koma Vinir
vors og blóma og dj Micka Frurry.
Dúettinn Glymur skipaður þeim Gunn-
hildi Júlíusdóttur og Sigurjóni Alexand-
erssyni, verður á Draumakaffi við Háholt
í Mosfellsbæ.
➜ Leikrit
14.00 Lýðveldisleikhúsið sýnir dans-
og söngleikinn „Út í kött“ í Gerðubergi
(Gerðuberg 3-5). Hér er á ferðinni ævin-
týraleikrit um ferðalag tveggja krakka
um tölvu- og ævintýraheima.
14.00 og 16.00 GRAL-leikhópurinn
sýnir barna- og fjölskylduleikritið „Horn
á höfði“ í húsnæði leikhópsins við
Hafnargötu 11 í Grindavík. Nánari upp-
lýsíngar á www.midi.is.
19.30 Kómedíuleikhúsið sýnir verkið
„Heilsugæslan“ eftir Lýð Árnason í Arn-
ardal við Skutulsfjörð. Nánari upplýsing-
ar á www.komedia.is.
➜ Málþing
15.00 Málþing um Op-listina verður
haldið á Kjarvalsstöðum við Flókagötu.
Framsögumenn á málþinginu verða
Þóra Þórisdóttir, Árni Kristinsson og
JBK Ransu. Allir velkomnir.
➜ Bækur
13.00 Í Bókasafni Seltjarnarness á
Eiðistorgi stendur yfir Listavika. Nánari
upplýsingar á www.seltjarnarnes.is/
bokasafn. Í dag kl. 13 verður boðið upp
á sögustund fyrir yngstu börnin.
Sunnudagur 4. október
➜ Tónleikar
14.00 Tóney í Gerðubergi (Gerðubergi
3-5). Tónlistardagskrá fyrir börn og
fullorðna. Aðgangur er ókeypis og allir
velkomnir.
20.00 Nathalía Druzin Halldórsdóttir
mezzósópran og Hrönn Þráinsdóttir
píanóleikari flytja aríur og píanóverk frá
17. og 18. öld á tónleikum í Laugarnes-
kirkju við Sólheima.
20.00 Tríó Reykjavíkur flytur verk
eftir Haydn, Mendelssohn og Mozart á
tónleikum í Hafnarborg við Strandgötu
í Hafnarfirði.
➜ Opnanir
11.00 Aðalheiður S. Eysteinsdóttir
opnar sýninguna „Réttardagur 50 sýn-
inga röð“ hjá Kunstraum Wohnraum
við Ásgötu 2 á Akureyri. Opið sunnudag
kl. 11-13.
➜ Félagsvist
14.00 Félagsvist
verður spiluð í
Breiðfirðinga-
búð að Faxafeni
14. Allir vel-
komnir.
➜
Kvikmyndir
15.00 Rússneska kvikmyndin „4“
frá 2005 verður sýnd í MÍR-salnum
við Hverfisgötu 105. Aðgangur er
ókeypis.
➜ Dansleikir
Dansleikur Félags eldri borgara í
Reykjavík og nágrenni fer fram að
Stangarhyl 4 frá kl. 20-23.30. Borgartríó
leikur fyrir dansi.
➜ Málþing
13.30 Málþing verður haldið í Nor-
ræna húsinu við Sturlugötu undir yfir-
skriftinni „Knut Hamsun - mikilvægur og
umdeildur“. Enginn aðgangseyrir og allir
velkomnir. Nánari upplýingar á www.
nordice.is.
➜ Dans
14.00 Íslenski dansflokkurinn verður
með fjölskyldusýningu í Borgarleikhús-
inu þar sem sýnd verða brot úr fimm
verkum. Ókeypis fyrir börn 12 ára og
yngri.
➜ Leiðsögn
14.00 Steingrímur
Eyfjörð og Dagný Heið-
dal leiða gesti um sýn-
inguna „Falinn fjársjóður:
Gersemar í þjóðareign?“
sem stendur nú yfir í
Listasafni Íslands við Frí-
kirkjuveg. Opið alla daga
nema mánudaga kl. 11-17.
14.00 Haukur Snorrason ljósmyndari
spjallar við gesti um ljósmyndasýningu
sína sem nú stendur yfir í Gallerí Fold
við Rauðarárstíg. Síðasta sýningarhelgi.
Opið lau. kl. 11-16 og sun. kl. 14-16.
14.00 Í Þjóðminjasafni Íslands við
Suðurgötu verður boðið upp á barna-
leiðsögn um safnið. Opið alla daga
nema mánudaga kl. 11-17.
15.00 Guðjón Ketilsson verður með
leiðsögn um sýningu sína „Hlutverk“
sem nú stendur yfir í Listasafni ASÍ við
Freyjugötu 41. Opið alla daga nema
mánudaga kl. 13-17.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is