Fréttablaðið - 03.10.2009, Blaðsíða 104
68 3. október 2009 LAUGARDAGUR
skipta um dekk
Umfelgun og ný dekk á góðu verði
Umfelgun og jafnvægisstilling á 4 fólksbíladekkjum á 12–16 tommu
stálfelgum 6.458 kr. Kauptu vetrardekkin hjá Max1 á góðu verði.
Spyrðu okkur hvað við getum gert meira fyrir þig.
Við erum góðir í að gera hlutina fljótt og vel og ódýrt – skoðaðu: www.max1.is
Reykjavík, sími 515 7190: Bíldshöfða 5a,
Bíldshöfða 8, Jafnaseli 6, Knarrarvogi 2.
Hafnarfjörður: Dalshrauni 5 (opnar á næstunni).
Akureyri, sími 462 2700: Tryggvabraut 5.
Sparaðu, láttu
Ný vetrardekk
Dekkjaskipti
hjá Max1
Opið í dag
frá 9 til 13
á öllum Max
1
stöðvum
Lokað í Knar
rarvogi
FYRIRLIÐI FÓTBOLTALEIKJANNA ER LENDIR 01.10.09
10. HVERVINNUR!
FULLT AF AUKAVINNINGUM
TÖLVULEIKIR · DVD MYNDIR · FULLT AF PEPSI MAX OG MARGT FLEIRA!
Vinningar afhentir í ELKO Lindum. 199 kr/skeytið. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb.
ÓL 2016 Tilkynnt var í gær við
hátíðlega athöfn í Kaupmannahöfn
að Ólympíuleikarnir árið 2016 yrðu
haldnir í Rio de Janeiro en fjórar
borgir börðust um að fá að verða
gestgjafar.
Tíðindunum var fagnað af um
það bil fimmtíu þúsund manns sem
voru saman komin fyrir framan
risaskjá á Copacabana-ströndinni
í Rio í gær.
„Heimurinn hefur viðurkennt
að tíminn sé kominn fyrir Brasil-
íu og Rio de Janeiro er tilbúin. Þið
eigið ekki eftir að sjá eftir atkvæði
ykkar,“ sagði Luiz Inacio Lula da
Silva, forseti Brasilíu, við tilefn-
ið.
Þetta verður í fyrsta skiptið
sem Ólympíuleikarnir fara fram í
Suður-Ameríku.
Í lokin stóð valið á milli Rio
de Janeiro í Brasilíu og Madríd
á Spáni eftir að Tókýó í Japan og
Chicago í Bandaríkjunum heltust
úr lestinni.
Fyrir fram var búist við því að
baráttan stæði á milli Rio de Jan-
eiro og Chicago en þrátt fyrir að
forsetahjónin bandarísku, Bar-
ack og Michelle Obama, væru við-
stödd til þess að tala máli Chicago
í Kaupmannahöfn í gær var hún
fyrsta borgin af fjórum til þess
að falla úr leik. Þar á eftir féll svo
fallöxin á Tókýó og loks Madríd.
Það verður nóg að gera hjá Bras-
ilíumönnum í að skipuleggja stór-
mót því lokakeppni heimsmeistara-
mótsins í fótbolta árið 2014 verður
einnig haldin þar í landi.
Knattspyrnugoðsögnin Pelé tók
virkan þátt í kynningarstarfi fyrir
Brasilíu bæði fyrir HM árið 2014
og Ólympíuleikana árið 2016. - óþ
Í gær varð ljóst hvaða borg vann kapphlaupið um hlutverk gestgjafa á ÓL 2016:
Ólympíuleikar árið 2016 í Rio
FAGNAÐARLÆTI Fólk streymdi út á götur og torg í Rio de Janeiro í Brasilíu í gær
þegar ljóst varð að Ólympíuleikarnir árið 2016 myndu fara fram í borginni.
NORDIC PHOTOS/AFP
FÓTBOLTI Samstarf Björgólfs Tak-
efusa og Guðmundar Benedikts-
sonar reyndist KR gjöfult í Pepsi-
deild karla í sumar. Björgólfur
varð markahæsti leikmaður deild-
arinnar og aðeins Matthías Vil-
hjálmsson úr FH lagði upp fleiri
mörk í deildinni en Guðmundur.
Matthías var með ellefu stoðsend-
ingar en Guðmundur tíu, rétt eins
og Gunnar Örn Jónsson, félagi
hans í KR.
Þeir Björgólfur og Guðmundur
voru þó aldrei betri en þegar þeir
voru saman í byrjunarliði KR. Það
gerðist þó ekki í nema sjö leikjum í
sumar en óhætt er að segja að leik-
menn KR hafi verið á skotskónum
í þeim leikjum. Alls skoruðu þeir
27 mörk í þeim og áttu þeir Björ-
gólfur og Guðmundur beinan þátt
í 21 þeirra.
„Ég var búinn að bíða eftir
að fá vera í byrjunarliðinu með
Guðmundi í nokkurn tíma og við
fengum loksins tækifæri til þess
þegar við mættum Víði í bikarn-
um,“ sagði Björgólfur í samtali við
Fréttablaðið. „Ég vissi auðvitað vel
hversu góður hann er enda hefur
hann verið drjúgur við að skora
sjálfur og skapa mörk fyrir aðra.
Það er mjög auðvelt að spila með
svo góðum fótboltamönnum,“ bætti
hann við.
Guðmundur tók í svipaðan
streng og lofaði samstarfið við
Björgólf í sumar.
„Ég kunni einstaklega vel við að
spila með honum enda góður knatt-
spyrnumaður. Ég hefði viljað fá
að spila fleiri leiki með honum en
fékk því miður ekki að ráða því,“
sagði Guðmundur. „En Björgólfur
er alvöru sóknarmaður sem kann
leikinn. Það er auðvelt að finna
hann. Maður getur nánast lesið
hugsanir góðra leikmanna og það
eru forréttindi að spila með slíkum
leikmönnum.“
Það vill þó oft vera þannig að
tveir góðir sóknarmenn virðast
einfaldlega ekki ná saman. „Maður
hefur svo sem séð það gerast
marg oft,“ sagði Guðmundur. „Það
þarf að vera ákveðið samspil til
staðar og það var það svo sannar-
lega hjá okkur.“
Björgólfur sagði að flestir sókn-
armenn ættu auðvelt með að spila
með Guðmundi. „Það skiptir í raun
engu hver hefði spilað með honum
– hann hefði staðið sig vel.“
Guðmundur er nú hættur hjá
KR og tekinn við þjálfun Selfoss
þar sem hann mun sennilega spila
einnig, ef heilsan leyfir. Hann á
langan leikmannaferil að baki og
hefur spilað með mörgum góðum
sóknarmönnum í gegnum tíðina.
„Á mínu fyrsta tímabili hjá KR
spilaði ég með Mihajlo Bibercic
sem mér fannst ganga mjög vel.
Mér gekk líka vel að spila með
Ríkharði Daðasyni sem og Bjarka
Gunnlaugssyni árið 1999,“ sagði
Guðmundur.
„Hjá Val fékk ég einnig að spila
með mörgum góðum eins og Helga
Sigurðssyni, Garðari Gunnlaugs-
syni og Matthíasi Guðmundssyni.
Mér hefur yfirleitt gengið vel að ná
saman við mína félaga enda lítið
vesen á mér,“ sagði hann í léttum
dúr. - esá, óój
Bjuggu til 21 mark í sjö leikjum
Björgólfur Takefusa og Guðmundur Benediktsson voru langatkvæðamestir þegar þeir voru saman í byrj-
unarliði KR í leikjum liðsins í sumar. Þótt það hafi aðeins gerst í sjö leikjum sköpuðu þeir 21 mark alls.
ÖFLUGIR Í SÓKNINNI Þeir Björgólfur Takefusa, til vinstri, og Guðmundur Benediktsson voru báðir á skotskónum þegar KR tók á
móti Fylki í sumar. Það dugði þó ekki til þar sem gestirnir unnu leikinn, 4-2. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
FORMÚLAN Englendingurinn Jen-
son Button hjá Brawn-liðinu
getur landað sínum fyrsta meist-
aratitli í Formúlu 1 á sunnudag
þegar keppt verður á Suzuka-
brautinni í Japan. Button er með
fimmtán stiga forskot á Rubens
Barrichello, liðsfélaga sinn hjá
Brawn-liðinu, þegar aðeins þrjár
keppnir eru eftir.
Button nægir því að vera fimm
stigum fyrir ofan Barrichello um
helgina til þess að verða meist-
ari en hann viðurkennir að hann
finnur fyrir mikilli pressu.
„Þetta er erfitt því það eru svo
margir hlutir sem geta gerst um
helgina. Það er mikil pressa á
mér en draumurinn er að vinna
titilinn um helgina,“ segir Button.
- óþ
Jenson Button:
Finnur fyrir
pressunni
BUTTON Getur landað sínum fyrsta
Formúlu 1-titli í Japan um helgina.
NORDIC PHOTOS/AFP
21 MARK Í SJÖ LEIKJUM
Björgólfur Takefusa og Guðmundur
Benediktsson voru bestir þegar þeir
voru báðir í byrjunarliði KR í sumar.
Saman í byrjunarliði KR:
Björgólfur 10 mörk, 2 stoðsendingar
Guðmundur 3 mörk, 6 stoðsendingar
Árangur KR 5 sigrar, 2 töp
Markatala KR 27-16
Í hinum leikjum KR:
Björgólfur 6 mörk, 3 stoðsendingar
Guðmundur 1 mark, 4 stoðsendingar
Árangur KR 10 sigrar, 3 jafntefli, 2 töp
Markatala KR 31-15