Fréttablaðið - 03.10.2009, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 03.10.2009, Blaðsíða 52
 3. OKTÓBER 2009 LAUGARDAGUR2 ● bleika slaufan Þeir sem áttu frumkvæði að stofn- un Krabbameinsfélagsins og allir sem á eftir hafa komið eiga mikl- ar þakkir skildar fyrir mikið hug- sjónastarf. Það er starfi þessa fólks að þakka og góðri heilbrigð- isþjónustu að margir merkir sigr- ar hafa unnist, enda hefur Krabba- meinsfélagið alla tíð notið mikill- ar og verðskuldaðrar virðingar meðal fólksins í landinu. Þjóðin kann sannarlega að meta allt sem gert hefur verið, hvort sem það er á sviði fræðslu, stuðnings við sjúk- linga, vísindarannsókna eða leitar- starfs. Og leitin að krabbameini í leghálsi og brjóstum hefur bjargað mörgum mannslífum. Ég fagna því að tekist hefur að búa Leitarstöð Krabbameins- félagsins fullkomnustu tækjum sem völ er á til að greina krabba- mein í brjóstum á byrjunarstigi. Íslenskar konur eiga að vera dug- legar að nýta sér þá þjónustu sem þeim stendur til boða. Og minn- umst þess að árangur af leit og meðferð þessa sjúkdóms hér á landi er á heimsmælikvarða. Það er mikil lífsreynsla að greinast með krabbamein. Þegar ég sjálf fékk þessa frétt flaug mér fyrst í hug: Hvers vegna ég? En síðan um leið: Hvers vegna ekki ég? Þetta getur hent okkur öll. Ég fór í aðgerðina 1. febrúar 1977 og þann dag ár hvert þakka ég fyrir að vera enn á þeirri ferð í lífinu sem raun ber vitni. Ég hvet Íslendinga til að leggja félaginu lið, nú sem áður, með því að kaupa Bleiku slaufuna og bera hana með stolti. Vigdís Finnbogadóttir, verndari Krabbameinsfélags Íslands. ÁVARP VIGDÍSAR FINNBOGADÓTTUR Getur hent okkur öll M YN D /Ó M A R Ó SK A RS SO N Sannkölluð tæknibylting varð hjá Leitarstöð Krabbameins- félags Íslands á síðasta ári þegar gömlu röntgenvélunum var skipt út fyrir stafrænan myndbúnað. „Nýju tækin voru geysilega dýr en sem betur fer tókst okkur að safna fyrir þeim áður en efnahagshrunið dundi yfir, og erum við afar þakklát þeim mörgu sem lögðu okkur lið,“ segir Guðrún Agnarsdóttir, for- stjóri Krabbameinsfélags Íslands. Stafrænu myndirnar fara beint inn á tölvur til úrlestrar og hægt er að lesa úr myndunum hvar sem er á jarðarkringlunni. Betri og ná- kvæmari myndir nást af brjóstum ungra kvenna og þéttum brjóstvef, auk þess sem tækjabúnaðinum fylg- ir lítil mengun miðað við framköllun áður. „Þetta hefur þýtt algjöra byltingu í verklagi og verkferlum hjá starfs- fólki á Leitarstöðinni. Ferlið er ekki bara stafrænt, heldur líka rafrænt; nú er enginn pappír og allt fer inn í tölvukerfi.“ Allur ágóði af sölu Bleiku slauf- unnar í ár fer til styrktar leitarstarfi Krabbameinsfélagsins en það á stór- an þátt í þeim frábæra árangri sem Íslendingar hafa náð í baráttunni við krabbamein. „Til að byrja með hefur rekstr- arkostnaður nýju tækjanna verið hærri en með gamla laginu, en hann mun lækka töluvert með tímanum,“ segir Guðrún. „Heilbrigðisráðuneyt- ið hefur hins vegar ekki séð sér fært að auka fjármagn til leitarinnar og dregið hefur verið úr framlagi eins og víðast í heilbrigðisþjónustunni. Við urðum því að endurskipuleggja alla verkferla en höfum haft það að leiðarljósi að skerða ekki þjónustu og segja ekki upp starfsfólki. Það hefur verið mjög erfitt og ekki alltaf gengið upp.“ Leitarstöðinni hefur meðal ann- ars verið lokað tvo daga í viku því það sýndi sig að nýju tækin gátu annað sama fjölda skoðana á þrem- ur dögum og þau gömlu gerðu á fimm dögum. Einnig var tekin upp sú nýbreytni að bjóða upp á legháls- krabbameinsskoðun á fjögurra ára fresti, í stað tveggja áður, fyrir þær konur sem eru orðnar fertugar og hafa að minnsta kosti fimm eðlileg leghálsstrok, þar af tvö á síðustu sex árum. GRÍÐARLEGUR ÁRANGUR AF LEITARSTARFI Landsbyggðarkonur eru mun dug- legri en kynsystur þeirra á höfuð- borgarsvæðinu að mæta í skoðun og hefur Guðrún nokkrar áhyggjur af því að mæting virðist vera að dala í kreppunni. Hvetur hún konur til að mæta í skoðun og minnir jafnframt á að mörg stéttarfélög niðurgreiði kostnað. „Ef konur mæta reglulega í skoðun ber það árangur í grein- ingu snemma – með minni lýtum og auknum lífslíkum. Tæplega níutíu prósent kvenna hér á landi eru á lífi fimm árum eftir greiningu brjósta- krabbameins og tæplega áttatíu prósent tíu árum eftir greiningu. Hvergi annars staðar sem ég þekki til er boðið upp á þessar skoðanir vegna legháls- og brjóstakrabba- meinsleitar í einni heimsókn, ekki einu sinni í nágrannalöndum okkar, þannig að þetta er einstakt tilboð sem konur ættu hiklaust að nýta sér.“ - bn Leitarstarf á tímamótum „Hvergi annars staðar sem ég þekki til er boðið upp á þessar skoðanir vegna legháls- og brjóstakrabbameinsleitar í einni heimsókn. Ekki einu sinni meðal nágrannaþjóða okkar á Norðurlöndum eru konur kallaðar í reglulega skoðun með þessum hætti,“ segir Guðrún. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Bleika svítan hefur verið sérstak- lega innréttuð fyrir októbermánuð í tilefni af Bleiku slaufunni og við erum stolt af því að geta lagt þessu málefni lið,“ segir Gaute Birkeli, hótelstjóri Radisson SAS Hótel 1919. Hótelið er baðað bleikri birtu í okt- óber til stuðnings átaki Bleiku slauf- unnar og er fólki velkomið að heim- sækja hótelið og skoða lýsinguna að innan jafnt sem utan. Að þessu tilefni mun hótelið bjóða gestum sínum upp á að gista í bleiku svít- unni en ágóðinn af leigu hennar rennur til styrktar átakinu. „Í fyrra var Ráðhúsið lýst upp með bleikum ljósum og var lýsing- in þá sem og nú í höndum nemenda í lýsingarhönnun við Tækniskólann og hafa mörg fyrirtæki stutt okkur vel, sér í lagi Luxor,“ segir Guðjón L. Sigurðsson, lýsingarhönnuð- ur hjá VST rafteikningu og kenn- ari nemendanna, lýsinguna kjörið verkefni fyrir verðandi ljósahönn- uði. Margir átti sig ekki á því hve mikil vinna er lögð í verkefnið en nemendur sýni mikinn metnað og útsjónarsemi til að draga það fal- legasta fram í arkítektúr og hönn- un húsanna jafnt að innan sem utan. „Þetta er líklega viðamesta verkefni sem við höfum farið í og það skemmtilegasta,“ segir Guð- jón og segir gleðilegt að geta lagt fram vinnu við jafn áhugavert verk og þetta, auk þess sem það sé gert til að vekja athygli á verðugu mál- efni. Þá ætla forsvarsmenn hótels- ins að bjóða sigurvegurum golf- mótsins Bleika Toppbikarsins að gista í svítunni. Sú keppni er fjár- öflunarverkefni Krabbameins- félagsins og minnir konur á ár- vekni um eigin heilsu og mætingu í brjóstakrabbameinsleit. - kdk Fallegt í bleikum bjarma Á Radisson SAS Hótel 1919 verður sérstakur bleikur matseðill í boði. Útgefandi: Krabbameinsfélag Íslands Heimilisfang: Skógarhlíð 8, 105 Reykjavík Vefsíða: www.krabb.is Netfang: krabb@krabb.is Ritstjóri Gústaf Gústafsson Ábyrgðarmaður: Guðrún Agnarsdóttir Auglýsingar: Fréttablaðið/Hlynur Þór Steingrímsson. Sími 5125439. ● UPPHAF BLEIKU SLAUFUNNAR Víða um heim er októbermánuður tileinkaður baráttunni gegn brjósta- krabbameini, og hefur bleika slaufan hefur verið tákn þeirrar baráttu í tæp tuttugu ár. En hvert er upphaf bleiku slaufunnar? ■ Árið 1991 efndi Stofnun Susan G. Komen til árlegs hlaups í New York til styrktar fólki sem hafði lifað af brjóstakrabbamein. Bleikum slaufum var dreift til þátt- takenda hlaupsins sem tákn um árvekni gagnvart brjóstakrabbameini. ■ Árið 1992 ákvað hin bandaríska Charlotte Hayley að búa til ferskjulitaðar slaufur sem hún seldi ásamt korti með upplýsingum um brjóstakrabbamein og stöðu rannsókna í heilbrigðiskerfinu. ■ Síðar sama ár unnu ritstjórinn Alexandra Penney og gestaritstjórinn Evelyn Lauder (varaforstjóri Estée Lau- der) að októberútgáfu heilsutímaritsins Self, sem að þessu sinni var tileinkuð brjóstakrabbameini. Þeim leist vel á hugmynd Hayley um að hafa ferskjulita slaufu sem tákn samstöðu og baráttu gegn brjóstakrabbameini. Hayley leit þó á framtak sitt sem grasrótarhreyfingu og vildi ekki tengjast fyrirtækjum. Því varð slaufan bleik í höndum Penney og Lauder og er nú alþjóðlegt tákn fyrir baráttu gegn brjóstakrabbameini. TÆKNISKÓLINN ÞAKKAR EFTIRTÖLDUM AÐILUM: Ensó AM-Events Luxor Adam og Eva Osram Rafkaup N1 Álnabær S. Guðjónsson Dengsi Pfaff Smith og Norland Lumex Atli Hilmar Hrafnsson Gísli Gíslason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.