Fréttablaðið - 03.10.2009, Blaðsíða 71

Fréttablaðið - 03.10.2009, Blaðsíða 71
fjölskyldan 5 Stefna á endurfundi sem fyrst Þá var stefnan tekin til Cindyar sem tók bræðrum sínum fagnandi. „Þetta var ótrúlegt við þekktumst án þess að hafa hist, við náðum ótrúlega vel saman, lukum setn- ingum fyrir hina og hlógum og fífluðumst sem aldrei fyrr.“ Eftir viku dvöl hjá henni fóru systkinin þrjú til Tommyar − sem hafði kannski kviðið endurfund- unum mest, en þeir gengu vel þegar að þeim kom. Eftir þessa vel heppnuðu og óvenjulegu fjöl- skylduferð þá hafa systkinin tengst enn frekari böndum. „Við tölum stundum þrjá til fjóra tíma saman á Skype-inu,“ segir Elfar sem er nú í óðaönn við að skipu- leggja næsta hitting, sem verður að öllum líkindum næstu jól. „Þetta er mjög skemmtilegt, það er kannski algengara hjá fólki að það missi fullorðna ættingja eftir því sem að það eldist, hjá mér er það öðruvísi, fjölskyldan mín nán- asta hefur bara stækkað ótrúlega mikið,“ segir Elfar og hlær og segir í gríni systur sínar sem hann ólst upp með séu hreinlega orðnar afbrýðisamar. Hann segir það óneitanlega hafa þurft kjark til þess að stíga fyrsta skrefið í átt til að hafa upp á hálf- systkinunum, en það hafi sannar- lega verið þess virði. - sbt NETIÐ Góð ráð fyrir fjöl- skylduna Allir vilja eiga góðar og notalegar stundir með fjölskyldunni þegar vinnu og skóla sleppir. Þreyttir foreldrar eru hins vegar ekki endilega alltaf mjög hugmyndaríkir. Á síðunni www.bestfamilya- dvice.com er að finna fjölda ráða fyrir fjölskyld- una, til dæmis á sviði fjölskylduafþreyingar. Á síðunni er líka ótal margt fleira sem foreldrar geta nýtt sér; uppskriftir, upplýsingar um sjúkdóma, ráðleggingar um uppeldi og fleira. Netráð fyrir þau yngstu Saft, Samfélag, fjölskyld, tækni, hafa gefið út bækling sem dreift verður í 1. til 4. bekk grunnskóla. Í honum er að finna ráð til foreldra barna í fyrstu bekkjum grunn- skólans. Þau eru góð og þörf og benda foreldrum meðal annars á að gera samkomulag við barnið um netnotkun á heimilinu og ræða þá áhættu sem fylgir því að hitta netvin. Foreldrar eru áminntir um að skoða efni á Netinu með gagnrýnum hætti og ekki síst að fylgjast með netnotkun barnsins síns. ---- Nánari umfjöllun www. saft.is/oruggnetnotkun/ fyrirforeldra/netheilraedi AFMÆLI BARNASÁTTMÁLANS Tíu ungmenni á aldrinum 14-16 ára sjá um að kynna Barnasáttmálann fyrir börnum, ungmennum og fullorðnu fólki næstu fimmtudaga. Fjallað verður um áhrif og þýðingu sáttmálans fyrir börn heimsins og spjallað við fjölmarga aðila á öllum aldri um mismunandi ákvæði sáttmálans og fjölbreytt málefni sem þeim tengjast. Þættirnir eru á dagskrá klukkan 15.25 á fimmtudögum og endurteknir kl. 20.40 á laugardögum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.