Fréttablaðið - 03.10.2009, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 03.10.2009, Blaðsíða 42
4 fjölskyldan Hann sendi einfaldlega öllum sem báru nafnið Cindy Huse bréf og spurði hvort að það gæti verið að viðkomandi væri dóttir Stefáns og ef svo væri hvort að hún myndi vilja gerast vinkona sín. Það skipti engum togum, ein konan, hin 22 ára Cindy svaraði nokkrum dögum síðar. „Dan hringdi í mig í einum grænum og ég hringdi heim til hennar, fyrst talaði ég við móður hennar og svo Cindy, sem var feimin í fyrstu en svo náðum við saman.“ Enn einn hálfbróðir Cindy lumaði aldeilis á viðbótar- upplýsingum fyrir sinn nýfengna hálfbróður. Það var enn einn hálf- bróðir í spilinu. Sá hét Tommy Bronstad og það var sama sagan, enn var leitað á náðir Facebook til að komast í samband. Elfar segir að í kjölfar þess að systkinin voru öll komin í sam- band fyrir tilstuðlan tækninn- ar þá var stefnan tekin á það að hittast. „Við vorum búin að vera í sambandi í næstum ár og spennan var orðin mjög mikil. Svo áttum við Dan báðir frí í ágúst síðast- liðnum og ákváðum að kíla á það.“ Elfar býr í Lúxemborg og Dan í London en þeir ákváðu að hittast í Noregi enda búa hin systkinin þar. „Þar hittumst við í fyrsta sinn í tuttugu ár og það var ótrúlegt, við þekktumst náttúrulega ekki neitt en samt var strax eins og við þekktumst afar vel, það var sami húmorinn í gangi til dæmis.“ Eftir stutta dvöl hjá móður Dans í Osló var sest upp í bíl og ekið til Haugasund, til óundirbúins fundar við föður þeirra. „Ég hringdi bara í hann þegar ég var komin í bæinn, sagði við hann að ég væri á ferð með félaga mínum og hvort við ættum ekki að hittast. Hann var til í það og þegar að því kom þá kynnti ég bara félagann sem son hans.“ Elfar segir frá öllum þessum stór- viðburðum léttur í skapi, enda er hann hress maður og er ekkert að dramatísera málið. Hann segir þá feðga hafa haft gott af kynn- unum en þeir dvöldu sólarhring hjá Stefáni. FRAMHALD AF FORSÍÐU Fjölskyldublaðið veit um nokkur dæmi þess að fólk hafi tekið fyrsta skrefið að kynnum við fjölskyldu- meðlimi í gegnum samskipasíðuna Facebook. Árný Ingvarsdóttir sálfræðingur segir það tvímælalaust auðveldara og þægilegra fyrsta skref í áttina að því að hafa samband að senda línu með tölvupósti eða skeyti á samskiptasíðu heldur en að hafa samband í gegnum síma eða augliti til auglitis. „Ef fyrsta skrefið að samskiptum er tekið með þeim hætti er hægt að móta það sem maður ætlar að segja í sínu örugga umhverfi, heima. Hinn aðilinn fær líka tíma til þess að melta bréfið og svara því.“ Árný bendir einnig á að auðveldara er að takast á við skriflega höfnun en munnlega. Léttara fyrsta skref Tommy sóttur heim Elfar með Tommy og Cindy. Sami húmorinn Elfar, Dan og Cindy bregða á leik. Þrátt fyrir að hafa hist fyrst nýverið þá ná hálfsystkinin mjög vel samam. Feðgar Stefán og Dan þegar þeir hittust í fyrsta sinn. ATHUGASEMDIR Foreldrar stálpaðra unglinga ættu að fara sparlega í athugasemdir við færslur unglinganna á Facebook – ef þeir vilja halda netvinskapnum það er að segja. fjölskyldur eru af öllum stærðum og gerðum...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.