Fréttablaðið - 03.10.2009, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 03.10.2009, Blaðsíða 24
24 3. október 2009 LAUGARDAGUR M eðferðin fólst í því að ég fékk stofnfrumu- sprautu tvisvar á dag. Síðan var endurhæfing fyrir fætur og neðri part líkamans fyrir hádegi og æfingar fyrir efri part eftir hádegi. Nokkrum sinn- um var svo stofnfrumum spraut- að beint í eða við mænu, bakvöðva eða á svæðið þar sem ég er sködd- uð,“ segir Þuríður Harpa Sigurð- ardóttir. Hún er nýkomin heim til Íslands eftir níu vikna stífa meðferð hjá indverska lækninum Geeta Shroff. Hún sérhæfir sig í að nota fósturstofnfrumur í lækn- ingaskyni. Lömuð um fertugt Þuríður lamaðist fyrir neðan brjóst stuttu eftir fertugsafmæli sitt, í apríl árið 2007. Hún er vön hestakona og var í útreiðatúr með manni sínum þegar slysið varð. „Ég ætlaði að henda mér af hross- inu, því ég réði ekkert við það. Við stefndum á klettana í Hegra- nesinu, ég var í nýjum hnakki sem var ekki orðinn bældur, sem hjálpaði ekki til. Ég var búin að losa mig við ístöðin og ætlaði að lenda á grúfu í mýrlendinu. En einmitt þegar ég ætlaði að kasta mér sekkur hryssan ofan í mýrina með þeim afleiðingum að ég kast- ast yfir mig. Þetta var í raun og veru lítil bylta, en ég lenti beint á hryggnum á grjótnibbu sem þarna var. Þetta gat eiginlega ekki verið klaufalegra. Ég fann það um leið að ég var lömuð, þar sem ég lá þarna í vaffi, með fæturna við hliðina á höfðinu á mér.“ Þuríður var flutt með sjúkra- flugi á Borgarspítalann. Hún fór hins vegar ekki í uppskurð fyrr en daginn eftir. „Síðan er ég búin að kynna mér málin og komast að því að þegar maður lendir í svona skaða myndast vökvi í mænunni sem skemmir. Mín tilfinning er sú að það hefði átt að taka mig beint í uppskurð til að létta á þrýstingn- um. Svo hefði líka átt að kæla mig strax eftir slysið, það hefði kannski hjálpað til. Erfiðasta stundin Við tók endurhæfing á Grensási, þaðan sem Þuríður Harpa sneri til baka heim í hjólastól sex mán- uðum seinna. Það var erfiðasta stund lífs hennar. Endurhæfing- in á Grensási var góð en miðað- ist öll við að Þuríður Harpa átti að læra að bjarga sér í hjólastól. Engin von var talin á að hún fengi aftur máttinn. „Ég gat ekki þolað að vera úrskurðuð úr leik á þenn- an hátt. Og ég vildi ekki hlusta á það að ég væri lömuð og ætti bara að lifa við það. Mér finnst ekki mannúðlegt að læknar segi svona við fólk. Það má ekki taka af því alla von.“ Á meðan hún var í endurhæfing- unni fór hún því að leita að lækn- ingasögum fólks í svipaðri stöðu og rakst þá á sögur fólks sem leit- að hafði ásjár indverska læknisins Geetu Shroff. „Ég fylgdist lengi með henni og kynnti mér hennar aðferðir vel og fullvissaði mig um að þetta gæti ekki gert mér nema gott. Maður fer ekki út í svona lagað „af því bara“. Stofnfrumur úr fósturvísum Læknirinn Geeta vinnur með stofnfrumur úr fósturvísi eins og fyrr segir, sem fer fjarri að ríki nokkur sátt um í læknasamfélag- inu, eða samfélagi manna, ef því er að skipta. „Læknar eru algjör- lega á móti þessu,“ segir Þuríð- ur. „Þeim finnst Geeta og henn- ar samstarfsfélagar hafa stytt sér leið, því ekki hafi komið nógu miklar sannanir út úr rannsókn- um þeirra og þau geti ekki svarað nógu vel fyrir þær aðferðir sem þau beita. Að frumurnar séu tekn- ar úr fóstri er svo siðferðislegt mál sem engin sátt ríkir um. En í dag eru vísindamenn um allan heim að rækta stofnfrumur úr svínum og öpum til að setja í fólk. Ég er ekki viss um að mér þyki það neitt betra siðferði. Og þeir eru ekki að fá eins góðar niður- stöður heldur að mínu mati.“ Þuríður hefur fulla trú á aðferð- um Geetu og er viss um að lækn- ingar með stofnfrumum séu fram- tíðin. „Þetta er það sem koma skal, ég er handviss um það. Ef lækn- ar eða lyfjafyrirtæki meðtaka þetta ekki þá er það fólkið sjálft sem er haldið ólæknandi sjúk- dómum sem hlýtur að gera kröfu. Mér finnst auðvitað að Íslending- ar eigi að vera brautryðjendur á þessu sviði.“ Varð vitni að kraftaverkum Doktor Geeta er ófrjósemislækn- ir og starfaði sem slíkur áður en hún sneri sér að stofnfrumu- rannsóknum. Árið 2000 fékk hún til liðs við sig tvo gjafa, karl og konu, sem hún valdi með tilliti til erfðafræði og sjúkdómasögu. Frá þeim fékk hún fósturvísi. Úr honum voru teknar stofnfrumur sem hafa síðan verið ræktaðar úr stofnfrumulínum á rannsóknar- stofu. Fólk með alls konar kvilla leitar til læknisins. „Þarna var mikið af fólki með vöðvarýrnun- arsjúkdóma, taugasjúkdóma og sykursýki. Og líka fólk sem hafði lamast, sem eru erfiðustu tilfell- in,“ útskýrir Þuríður. Hún segir kraftaverkin hafa orðið beint fyrir augunum á henni úti í Indlandi. „Þarna voru til dæmis hjón með barn sem hafði haft sjö óvirk svæði í heilanum. Það gekk ekki, hló ekki eða tjáði sig á nokkurn hátt. Þegar ég fór gekk barnið um á spelkum og hló, og var farið að sýna virkni í þess- um heilasvæðum. Þetta er bara eitt af mörgu ótrúlegu sem ég sá þarna.“ Finnur fyrir sjálfri sér Eftir því sem Þuríður best veit er hún fyrsta manneskjan á Norður- löndunum til þess að reyna með- ferð á borð við þessa. En hún er viss um að fleiri muni fylgja í kjöl- farið, enda hafi meðferðin farið fram úr hennar allra björtustu vonum. „Ég trúi því að þó ég gangi ekki óstudd muni ég komast á fæt- urna aftur. Ég reiknaði ekki með því að koma heim og geta gengið í göngugrind með spelkur. Ég get gert það í dag. Ég nota vissa tækni en til þess þarf ég að lyfta mjöðm- unum. Ég er að fá styrk og jafn- vægi í mjaðmirnar sem ég hafði alls ekki áður en ég fór.“ Þegar hún gerir æfingar liggj- andi út af, með hæl upp við hné getur hún líka fært fæturna frá einni hlið yfir til annarrar. „Þetta gat ég alls ekki áður. Stað- an hjálpar auðvitað en ef ég væri ekki komin með einhverja virkni í mjaðmir og innra læri gæti ég þetta ekki. Ég finn nú samdrátt í vöðvum og þó ég sjái ekki vöðvana hnyklast finn ég að virknin er byrjuð. Ég sem sagt finn nú að ég er með líkama fyrir neðan brjóst. Ég tek fram að ég er leikmaður og það sem ég segi hér frá er sam- kvæmt mínum skilningi á þessu ferli sem meðferðin byggist á.“ Ólýsanlega þakklát Þuríður Harpa býr á Sauðárkróki og mun því halda áfram æfingum sínum á endurhæfingarstöðinni þar. Hún stefnir á að fara aftur út til Indlands fljótlega eftir áramót- in. „Ég verð að halda áfram. Sumir myndu kannski halda því fram að það sé endurhæfingin sem hefur gert mér svona gott. Ég svara því þá til að þá sé sú endurhæfing ótrúlega góð. Mér er í raun alveg sama hvort það eru stofnfrum- urnar eða endurhæfingin sem er að hjálpa mér, en auðvitað fer það þetta tvennt saman.“ Finnur mátt í lömuðum líkama Þegar Þuríður Harpa Sigurðardóttir lamaðist fyrir neðan brjóst var henni tjáð að hún myndi aldrei fá mátt í neðri hluta lík- amans aftur. Hún sætti sig ekki við þann dóm og fór sjálf að leita lækningaleiða. Sú leit leiddi hana til indverska læknisins Geeta Shroff sem notar fósturstofnfrumur í lækningaskyni. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir hitti Þuríði þegar hún var nýkomin heim eftir níu vikna stífa meðferð á Indlandi. Hún segir dvölina í Indlandi hafa farið fram úr sínum björtustu vonum. Stofnfrumur eru ósérhæfðar, frumstæðar frumur sem geta bæði fjölgað sér og sérhæfst í sérstakar frumugerðir. Í þriggja til fimm daga fósturvísi, svokallaðri kímblöðru, mynda um þrjátíu frumur innri frumumassa sem þroskast síðan og breytast í þær hundruð sérhæfðra frumugerða sem þarf til að mynda fullvaxta lífveru. Það sem gerir stofnfrumur sérstakar er að hægt er að fá þær til að verða að frumum með sérhæfð hlutverk, með því að rækta þær við tiltekin lífeðlisfræðileg skilyrði. Vísindamenn hafa lengi bundið vonir við að geta rækt- að stofnfrumur og stýrt þroskun þeirra í sérhæfðar frumur og vefi sem nýta mætti til að meðhöndla sjúkdóma og áverka. Sjúkdóma eins og parkinsonveiki, sykursýki og hjartasjúkdóma mætti meðhöndla með því móti. Vísindamenn vinna með tvenns konar stofnfrumur, fósturstofnfrumur og fullorðinsstofnfrumur, sem hafa ólíka eiginleika. Fyrir um áratug tókst vísindamönnum fyrst að einangra stofnfrumur úr fósturvísum manna. Fósturvísarnir sem hafa orðið til í þessum tilgangi hafa allir verið ræktaðir utan legs konu og gefnir til rannsókna með upplýstu samþykki gefenda. Mörgum spurningum varðandi sérhæfingu stofnfruma er enn ósvarað og almennt er talið að rannsóknir á þeim séu of stutt á veg komnar til að þær sé hægt að nota í lækningaskyni. Inn í málið blandast svo sú siðferðislega spurning hvort menn hafi rétt á að kveikja líf til að slökkva það aftur, en andstæðingar fóstureyðinga eru upp til hópa mjög á móti tilraunum með stofnfrumur úr fósturvísum. Heimild: Vísindavefur Háskóla Íslands HVAÐ ERU STOFNFRUMUR? Þuríði er ofarlega í huga þakk- læti til allra þeirra fjölmörgu sem hafa aðstoðað hana. Ferðin til Ind- lands kostaði sex og hálfa milljón, sem hún hefði ekki getað greitt án hjálpar. „Ég hef fengið hjálp frá ættingjum, vinum, Skagfirðing- um, bæði börnum og fullorðnum. Svo ég tali ekki um allt það góða fólk sem hefur hjálpað mér sem ég þekki ekki neitt. Börnin í Skaga- firði hafa verið með endalausar tombólur og hafa safnað hundruð- um þúsunda í sumar.“ Börnin í Skagafirði létu ekki þar við sitja heldur unnu þau verkefn- ið Óskastein í skólanum í vor. Þau tíndu ellefu steina hvert, pökk- uðu þeim í öskjur og eru þeir nú til sölu í Rammagerðinni, Isis í Kringlunni og Nýprenti á Sauðár- króki sem og á heimasíðunni oska- steinn.com. „Þessir krakkar gera þetta af svo mikilli einlægni. Ég á varla til orð til að lýsa því hvað ég er þeim, og öllum hinum sem hafa aðstoðað mig, þakklát.“ Hægt er að fylgjast með Þuríði Hörpu og lesa ítarlega ferðasögu hennar á www.oskasteinn.com. ÞURÍÐUR HARPA SIGURÐARDÓTTIR Hún á sér þann draum heitastan að geta staðið aftur upp úr hjólastólnum. Og eftir að hún komst í kynni við indverska lækninn Geetu Shroff, sem notar stofnfrumur úr fósturvísi í lækningaskyni, er hún viss um að henni takist það. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V A LL I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.