Fréttablaðið - 03.10.2009, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 03.10.2009, Blaðsíða 26
26 3. október 2009 LAUGARDAGUR É g leit ofan af efsta dekki 120 feta snekkj- unnar og horfði á sólsetrið við Mið- jarðarhaf. Það var föstudagskvöld í lok maí við upphaf hinnar árlegu Formúlu 1 helgar í Mónakó, lík- lega eins mesta glamúr viðburðar heims. Fyrir framan mig voru um 80 manns, þeirra á meðal sumir ríkustu manna Bretlands, sem horfðu upp til mín með eftirvænt- ingu. Þeir voru að bíða eftir að ég syngi Tom Jones lagið Delilah. Það hafði orðið einkennislag mitt, það eina sem ég kunni. Ég hafði sung- ið það fyrir fimm manns og fyrir 1500 manns, í veiðikofum, einka- þotum, í slöngubát og í farþega- flugvél. Í þetta sinn þekkti ég ekki megnið af áhorfendunum, þeir voru flestir nær allsgáðir og það sem verra var, söngvarinn var það líka. Mér var það fullkomlega ljóst að söngur minn byggðist frekar á styrk en gæðum. Það síðasta sem ég vildi gera var að hefja upp raust mína við þessar aðstæður. Eftir að lagvilltir félagar mínir hófu að syngja bakraddir óumbeðnir gaf ég eftir. Það var ef til vill vegna þess að ég var óvanalega allsgáður að söngurinn reyndist bara þokka- lega góður. Félagar mínir og við- skiptavinir voru yfir sig hrifnir. En hvernig í veröldinni hafði það gerst að ég væri að syngja Delilah á lystisnekkju í Suður-Frakklandi fyrir hóp milljarðamæringa? Rúm- lega áratug áður hafði ég ætlað mér að verða sagnfræðikennari á Íslandi. En veislugleðin var við völd, sérstaklega á Íslandi, og það virt- ist nánast viðeigandi að syngja á snekkju í Mónakó. Um þessar mundir þaut íslenska hagkerfið áfram eins og hraðlest. Við urðum vitni að meiri fjármunamyndun en nokkru sinni áður í sögunni. Pabbi í sérsaumuðum Armani- fötum Hin sterka króna bjó til falsk- an kaupmátt og leiddi til neyslu- sprengingar. Fólk fékk ekki nóg af flatskjáum og nýjum bílum. Eldri kynslóðin hristi höfuðið yfir unga fólkinu sem keypti nuddpotta, trampólín og súkkulaðigosbrunna. Sala á kampavíni jókst um 82 pró- sent milli ára. Meira var selt í verslun Bang & Olufsen í Reykja- vík en í nokkurri annarri versl- un danska fyr- irtækisins utan verslunarinnar í nýríkri Moskvu. Þótt ótrúlegt sé voru fleiri Range Rover bílar seldir á Íslandi árið 2006 en sam- anlagt annars stað- ar á Norðurlöndun- um! Þegar ég var fimmtán ára hafði ég einu sinni farið í frí til útlanda. Venju- leg fjölskylda fór nú einu sinni til tvisvar á ári til útlanda. Ég hefði átt að kveikja á því að eitt- hvað óvenjulegt væri á seyði þegar ég fór í kvöldmat heim til foreldra minna og pabbi tók á móti mér í sérsaum- uðum Armani jakkafötum. Fram til þessa hafði pabbi einkum verið þekktur fyrir að girða bindið ofan í buxurnar og kaupa einungis skó ef þeir voru á útsölu. Hann lét sér það í léttu rúmi liggja þótt skórn- ir væru oftast nokkrum númerum of stórir – frægustu kaup hans áttu sér stað er við bjuggum um tíma í Noregi á áttunda áratugnum. Þá keypti hann skauta á flóamarkaði sem voru heilum fjórum númer- um of stórir á hann. Sparnaðurinn við þessi góðu kaup hvarf snarlega þegar hann þurfti að kaupa fimm pör af ullarsokkum til að geta notað skautana. Slík var sala Armani á Íslandi að fyrirtækið hóf að senda hingað klæðskera frá Ítalíu til að sauma jakkaföt eftir máli. Bróðir minn hafði farið með pabba í búð- ina og keypt handa honum jakkaföt. Þetta voru mikil viðbrigði. Áramótaveislurnar Fáir á Íslandi hefðu heyrt mín getið ef ekki væri fyrir síðustu tvær ára- mótaveislurnar sem ég hélt í Lond- on árin 2006 og 2007. Þessar veislur áttu sér langan aðdraganda og byrj- uðu í Kópavogi. Ég bauð um 60 manns í fyrstu veisluna sem hald- in var heima hjá mér í Mánalind í janúar 2003. Flestir gestanna voru æskuvinir og fjölskylda en þarna voru einnig vinnufélagar og nokkr- ir viðskiptavinir. Allir skemmtu sér vel og vinir mínir úr Breiðholtinu þrýstu mjög á mig að halda næstu veislu í London en ég var þá nýflutt- ur út. Sú veisla var heldur ekki stór í sniðum. Ég bauð um 80 manns á veitingahús í London. Veislan tókst frábærlega vel. Ég varð því fljótt áhugasamur að skipuleggja nýja veislu að ári. Hún fór fram í jan- úar árið 2005 og nú komu rúmlega hundrað manns á veitingastaðinn Oxo Towers þar sem hápunktur- inn var óvænt flugeldasýning yfir Thames ánni á miðnætti. Nokkrum vikum eftir að ég flutti til Bretlands árið 2003 var mér boðið á góðgerðarsamkomu í náttúrugripasafninu í London. Mér fannst þetta vera einhver magnað- asti staður sem ég hafði komið á. Hét ég því að halda einhvern tíma veislu þarna. Það gerði ég síðan árið 2006. Þá hafði ég búið í tæp þrjú ár í London svo að ég bauð rúmlega 200 manns og þetta var í fyrsta sinn sem ekki einungis Íslend- ingum var boðið heldur einnig mörg- um breskum sam- starfsmönnum og viðskiptavinum. Dálæti mitt á „Delilah“ var þá orðið vel þekkt. Þegar viðstadd- ir sáu fjölmenna hljómsveit ganga á svið þótti mörgum sem fullmikið væri lagt í undirspilið miðað við söng- hæfileika gestgjafans. Ég fór upp á svið til þeirra, gekk að hljóðnemanum og sagði: „Í staðinn fyrir ódýru íslensku útgáfuna skulum við gera þetta í alvöru og fá besta söngvara heims!“ Sir Tom Jones spígspor- aði upp á svið. Marg- ir gestanna héldu að þetta væri einhver eft- irherma og einn bresk- ur vinur minn sagði mér síðar að hann hefði hlustað á ein fimm lög áður en hann áttaði sig á að þetta væri sjálfur Tom Jones. Ég hitti meist- arann baksviðs fyrir uppákomuna og þegar ég var að útskýra með hvaða orðum ég myndi kynna hann, hrökk upp úr mér: „Í staðinn fyrir ódýru íslensku útgáfuna, hér er ódýra velska útgáfan!“ Steinrunn- in andlitin á fylgdarliði hans gáfu til kynna að þarna hefði ég geng- ið of langt. Í laxveiði með sjónvarpskokknum Gordon Ramsay Í júlí var ég orðinn mjög bjartsýnn á framtíðina og skipulagði laxveiði- ferð til Íslands með hópi viðskipta- vina okkar. Ég og Henrik Gustafs- son höfðum reynt að skipuleggja ferð fyrir helstu viðskiptavini okkar í Bretlandi í nokkur ár en einhvern veginn hafði aldrei orðið neitt úr því. En nú tókst okkur loks að setja saman góðan hóp sem við fórum með í tveggja daga veiðiferð í Laxá í Kjós. Þó svo að með okkur í för hafi verið nokkuð þekktir viðskipta- menn var það koma hins fræga kokks, Gordon Ramsey [svo!], sem vakti mesta athygli í Reykjavík. Gordon hafði verið viðskiptavin- ur S&F í nokkur ár og hafði sterk tengsl við Iain Stewart, fram- kvæmdastjóra einkabankaþjón- ustu okkar. Iain hafði aðstoðað Gor- don snemma á ferli hans og er hans getið í ævisögu kappans. Ég hafði einungis rekist á Gordon einu sinni áður en kom að laxveiðiferðinni, þegar við Iain hittum hann ásamt Chris Hutcheson, sem var bæði við- skiptafélagi hans og tengdafaðir, á hádegisverðarfundi fyrr um árið. Þar ræddum við um hvernig við gætum þróað viðskiptasamband okkar frekar. Gordon er geðþekkur maður með mikla kímnigáfu en er frekar ör og með snert af athyglisbresti. Áður en ferðin hófst voru gestirn- ir beðnir um að senda upplýsing- ar um hæð sína og skóstærð svo að við gætum útvegað þeim rétta stærð af vöðlum. Þegar upplýsing- arnar komu frá Gordon hélt ég að um að mistök væri að ræða – hann hafði skrifað að hann notaði skó- stærð 50. Við erum um það bil jafn háir en ég nota bara skó í stærð 43 þannig að þetta leit undarlega út. En upplýsingarn- ar reyndust rétt- ar. Eftir allmikla leit tókst okkur að finna vöðlur sem pössuðu á Gordon þó að vöðluskórnir líktust helst trúðaklossum. Við fórum með gestina út á lífið á föstudagskvöldinu áður en veiðin hófst. Þegar ég pantaði borðið á Sjávarkjallaranum fannst mér sanngjarnt að láta framkvæmda- stjórann vita að Gordon yrði einn af gestunum. Maturinn var mjög ljúffengur en þjónarnir voru ansi hreint taugaóstyrkir í nálægð við kokkinn fræga. Kaldhæðnisleg kímnigáfa hans varð síðan til þess að diskarnir skulfu enn frekar í höndum þeirra. Eftir matinn fórum við á Café Oliver þar sem við dvöld- um til fimm um morguninn. Þegar við komum þangað beindist athygli margra gestanna fljótlega að borð- inu okkar, sérstaklega vegna veru Gordons. Þótt hann hafi þá ekki verið mjög þekktur á Íslandi – ég þreyttist ekki á að útskýra fyrir honum að allir vissu hver Jamie Oli- ver væri en hann væri óþekktur – þekktu hann nógu margir til að það fréttist fljótt að það væri einhver frægur við borðið okkar. Hispurs- lausar íslenskar ungmeyjar sýndu Bretunum því mikla athygli sem sumir í hópnum áttu ekki að venj- ast. Einn af gestunum okkar sagði við þetta tækifæri: „Það hefur ekki verið reynt jafnmikið við mig síðan ég var síðast á súlustað!“ Laxveiðiferðin var sérlega vel heppnuð fyrir utan veiðina sjálfa. Það var óvenju mikið sólskin, logn og 25 gráðu hiti, sem er frábært ef þú vilt ná þér í lit en skelfilegt ef þú ætlar að ná þér í lax. En útsýnið í Hvalfirði á slíkum dögum er ótrú- legt og var gestunum okkar nokk- ur huggun þó veiðin væri lítil. Einn gestanna var hins vegar himinlif- andi með veiðina þótt hún væri lítil. Það var reyndasti veiðimaðurinn í hópnum, Ray Kelvin sem stofnaði og á meirihluta í tískuvöruverslun- arkeðjunni Ted Baker. Þrátt fyrir að Ray væri mikill stangveiðimað- ur hafði hann aldrei veitt sjóbirting og var því alsæll þegar honum tókst að landa einum slíkum á öðrum degi. Til að gera honum ferðina enn minnisstæðari bauðst Gordon til að elda sjóbirtinginn með því að ofnbaka hann í blautu dagblaði – sem var aðferð sem Ray mælti ein- dregið með. Á meðan hann horfði á Gordon elda fyrsta sjóbirtinginn sinn í veiðiskálanum leit hann út yfir sólsetrið í Hvalfirði, leit svo á mig og vitnaði í þekkta auglýs- ingu með því að segja: „ef Carls- berg skipulegði veiðiferðir væru þær svona!“ Seinna um kvöldið fórum við í keppni í sjómanni. Eins og allt- af tapaði ég mjög fljótlega. Þrátt fyrir að keppnin hafi verið jöfn við nokkra íslenska félaga mína stóð Gordon uppi sem sigurveg- ari – upphandleggsvöðvar hans höfðu greinilega styrkst við potta- og pönnuburð. Ég var síðan minnt- ur á þessa niðurlægingu nokkrum vikum síðar þegar ég fékk persónu- legt bréf frá Gordon þar sem hann hæðnislega baðst afsökunar á því að hafa unnið. Frá íslensku laxveiðiánni fór ég með Þórdísi á frönsku Rívíeruna þar sem við hittum gamla æsku- félaga úr Breiðholtinu og fórum í siglingu um Miðjarðarhafið sem ég hafði skipulagt. Fyrir gamla skóla- félaga var þessi ferð draumi líkust. Síðasta dag ferðarinnar fórum við í hádegisverðarboð á La Voile Rouge, eitt frægasta strandveitingahúsið í St. Tropez. Andrúmsloftið bar sann- arlega keim af því að árið var 2007. Ef til vill var það rússneski millj- arðamæringurinn sem sat í hásæti með kórónu á höfðinu og drakk Chateau Lafite af stút. Jafnvel gæti það hafa verið þjónninn sem var klæddur í köngulóarmannsbúning og hélt á 20 lítra Melchizedek flösku af kampavíni sem hann spúði yfir gestina. Eða kannski var það þegar ég sá gömlu „villingana“ úr Breið- holtinu drekka tekíla skot með fyrr- um stjórnarformanni eins stærsta banka Bretlands. Hver sem ástæðan var þá hvarf- laði þarna að mér að þetta minnti eflaust á síðustu daga Rómarveld- is. Raulaði fyrir milljarðamæringa Bók Ármanns Þorvaldssonar, fyrrum bankastjóra Kaupthing Singer & Friedlander í Bretlandi, Frozen Assets, kom út í Bret- landi í gær. Íslensk útgáfa bókarinnar sem ber heitið Ævintýraeyjan − Uppgangur og endalok fjármálaveldis kemur út hérlendis næsta fimmtudag en þá er eitt ár liðið frá falli Kaupþings. Í köflunum hér að neðan má sjá að á ýmsu hefur gengið í góðærinu. TOM JONES Hann söng í veislu Ármannsson Þorvaldssonar í Lundúnum. ÁRMANN ÞORVALDSSON Forstjóri Kaupthing Singer & Friedlander er nýbúinn að gefa út bókina Ævintýraeyjan – uppgangur og endalok fjármálaveldis. FRÉTTABLAÐIÐ/ÚR SAFNI Hispurslausar íslenskar ungmeyj- ar sýndu Bretunum því mikla athygli sem sumir í hópnum áttu ekki að venjast. RANGE ROVER Seldist eins og heitar lummur í góðærinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.