Fréttablaðið - 03.10.2009, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 03.10.2009, Blaðsíða 44
„Það hefur voðalega fátt breyst á þessum fimmtíu árum. Þá endaði ég lag um stjórnmálamenn á að syngja um Bjarna Ben, og það geri ég enn í dag,“ segir Ómar Ragn- arsson og hlær sínum landsþekkta hlátri. Ómar heldur upp á hálfrar aldar skemmtanaafmæli úti á landi í Tjarnarborg í Ólafsfirði í kvöld klukkan 20.30. Áður hafði Ómar rifjað upp fyrstu skemmtun sína í Reykjavík á sama stað. Ómar skemmti í fyrsta sinn í Reykjavík um áramótin 1959, en utan höfuðborgarsvæðisins skemmti hann fyrst í Ólafsfirði. Hann segir áhorfendur eiga von á góðu. „Þetta verður tveggja tíma skemmtidagskrá, alvöru pró- gramm. Ég byrja á að rifja upp fyrstu skemmtunina mína á staðn- um og feta mig svo eftir áratug- unum fram til dagsins í dag. Það verður glens og grín og líka fjölda- söngur, sem er einstakur vegna þess að ég og enginn annar hefur hann á prógramminu hjá sér. Og svo mun ég flytja skemmtidagskrá sem Haraldur Á. Sigurðsson, guð- faðir minn og höfuðpaur revíanna, flutti í Ólafsfirði á sama héraðs- móti og ég steig mín fyrstu spor í bransanum,“ segir Ómar. Haukur Heiðar Ólafsson, undir- leikari Ómars til margra ára, verð- ur með Ómari í för í Ólafsfirði. Einnig er von á ýmsum fleiri gest- um. Ekki er loku fyrir það skotið að Hafliði Jónsson, sem spilaði undir hjá Ómari fyrir hálfri öld og er nú á tíræðisaldri, taki upp þráðinn og rifji upp gamla takta. Þá er hugs- anlegt að Ragnhildur Helgadóttir láti sjá sig, en sem nýkjörinn þing- maður hélt hún aðalræðuna á hér- aðsmótinu fyrir fimmtíu árum. Húsið opnar klukkan 20.30 og verð aðgöngumiða er 2.500 krón- ur. Vakin er athygli á því að aðeins þessi eina skemmtun er í boði. kjartan@frettabladid.is Fátt breyst í fimmtíu ár Ómar Ragnarsson heldur upp á hálfrar aldar skemmtanaafmæli úti á landi í Tjarnarborg í Ólafsfirði í kvöld. Áður hafði hann rifjað upp fyrstu skemmtun sína í Reykjavík. Ómar lofar alvöru prógrammi. Ómar Ragnarsson, sem skemmtir í Tjarnarborg í Ólafsfirði í kvöld, festi kaup á eðal vestur-þýskum NSU Prinz, svörtum að lit, fyrir réttum fimmtíu árum. Ómar segir hann hafa verið sparneytnasta og umhverfisvænasta bíl á Íslandi á sínum tíma. Gula bílinn keyrði hann meðal annars í Gay Pride-göngunni í ágúst. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FYRIRLESTRAR um merkar athuganir stjörnufræðingsins Rasmus Lievog í Lambhúsum á ofanverðri 18. öld verða haldnir í Bessastaða- kirkju í dag. Dagskráin hefst klukkan 14 en upplýsingar um hana er að finna á vefsíðunni www.alftanes.is. Yfir 750 hreinræktaðir hundar af yfir áttatíu hundakynjum mæta í dóm á hundasýningu Hunda- ræktarfélags Íslands um helgina. Hundasýningin er haldin í Reið- höllinni í Víðidal í dag og á morg- un. Megintilgangur hundasýninga er að meta hundana út frá rækt- unarmarkmiði hvers kyns og leið- beina ræktendum þannig í starfi sínu. Dómar hefjast klukkan 9 árdeg- is báða daga og standa fram eftir degi. Fimm dómarar frá þrem- ur löndum, Belgíu, Danmörku og Írlandi, dæma í fimm sýningar- hringjum samtímis. Úrslit á morg- un hefjast upp úr klukkan 14 og kemur þá í ljós hvaða hundar bera af að mati dómara. Í dag verða heiðraðir stigahæsti hundur og öldungur ársins ásamt afreks- og þjónustuhundi ársins 2009. Í anddyri Reiðhallarinnar verða kynningarbásar um ólík hunda- kyn. Þar gefst gestum kostur á að kynnast hundum og ræða við hundaeigendur, auk þess sem á staðnum verður fjöldinn allur af sölu- og kynningarbásum þar sem ýmis tilboð verða. Hundasýning í Reið- höllinni um helgina Schäferhundurinn Caty von Oxalis ásamt eiganda sínum, Örnu Rúnarsdóttur. Caty var valinn besti hundur afmælissýningar HRFÍ 23. ágúst síðastliðinn. Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein, stendur fyrir sól- argöngu í miðbæ Reykjavíkur í dag. Gangan er farin í tilefni af tíu ára afmæli Krafts. Hún hefst klukkan 14 og gengið verður frá Hallgrímskirkju niður að Ingólfs- torgi þar sem tekið verður á móti göngumönnum með hátíðar- dagskrá. Í lokin verður 1.300 blöðrum sleppt, en það er sá fjöldi sem greinist árlega með krabbamein. Sólarganga Krafts GENGIÐ VERÐUR FRÁ HALLGRÍMS- KIRKJU OG NIÐUR Á INGÓLFSTORG Í DAG TIL AÐ MINNAST ÞEIRRA SEM GREINST HAFA MEÐ KRABBAMEIN. Lagt verður af stað frá Hallgríms- kirkju klukkan 14. Flóamarkaður í Kaffi Hljómalind MYNDLISTARNEMAR SAFNA FYRIR FERÐ TIL PRAG. Fornámsdeild Myndlistarskólans í Reykjavík heldur flóamarkað í dag í Kaffi Hljómalind á Laugavegi 23. Markaðurinn stendur yfir frá 11-17.30. Markmið flóamarkaðarins er að safna fyrir ferð fornáms- deildarinnar til Prag. Verk- efnið gengur út á samvinnu íslenskra og tékkneskra nema í formi fræðsluefnis frá Tékkunum og heimasíðu- gerðar og listrænnar upp- setningar af hálfu íslensku nemendanna. Tékknesku nemendurnir eru 20 talsins en þeir íslensku eru 32. BYLGJAN ÞAKKAR HLUSTENDUM SAMFYLGDINA Á HVERJUM DEGI Hlustendur Bylgjunnar eru í eftirsóttasta markhópnum og stærsta neysluhópnum. Bylgjan ber af og tryggir að skilaboð auglýsenda komist áleiðis til mikilvægasta markhópsins. Samkvæmt mælingum Capacent á hlustun í mínútum í aldurshópnum 18 – 49 ára, vika 33, 2009.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.