Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 4

Stúdentablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 4
4 1. des. blað VITUÐ ÞÉR ENN... \ Hvar ert þú liknandi vor með umhyggju þina og þitt sólbjarta sumar er syngur i blámann þrótt sinn og von? Þungbúið dregur ský fyrir heiðbjartan jökul, frá syðstu nesjum flögrar vegalaus fugl og hverfur i grámann. Nú drjúpa landsins vættir höfði i þögulli hryggð horfin eru börn þau er léku á hörpu við söngiist þina svo áhyggjulaus, i gær. ' Hvi, ó liknandi vor er héla á blómum þinum? Hvi er haustsins þytur i söng þinum sólbjarta sumar? Ólina Þorvarðard. TIL ÆSKUNNAR Við lifum á miklum menningartimum. Æska vor á kost á framúrskarandi hernaðarlegri menntun. Hún fær tækifæri til að leika sér með frábært tæknilegt dót. Hún fær tæki- færi til að drepa þá sem eru af öðrum litarhætti eða með annan hugsana- gang i þeim mæli að öfundsvert má teljast. Frá þvi 1939 hafa virtir og umhyggjusamir ráðamenn staðið fyrir aðgerð- um sem hafa kostað um það bil hundrað milljónir — 100.000.000 — manna lifið. Við höfum veitt æskunni allt. Hreint út sagt allt. Engin fyrri kynslóð hefur borið gæfu til að stunda mannaveiðar og mann- dráp i sama mæli og okkar. Allt þetta er gott. Það er heilbrigt, rétt og eðli- legt. Aftur á pnóti: Væntum við þess af æsku okkar að hún, meðan hún nýtur slátrunarinnar, virði kynferðissiðgæði okkar. Hún á að vera siðprúð og hún á ekki að skrifa dónaleg orð. Til öryggis höfum við gert gjörvallt Suður-Vietnam að virðulegu og vax- andi vændishúsi fyrir skýrlifa syni okkar. Hermenn okkar (19-24) ára) fengu einnig leyfi til að fara á vændishús i heimsstyrjöldinni siðari. ( Þetta er nú einu sinni ein af nauðsynjum striðs og maður verður að taka með i reikninginn að synir okkar eiga ávallt samskifti við hórur sem eru upp- runnar frá öðrum löndum, ekki frá Grönköping eða Lillehammer eða Middle West, og vel að merkja hinir sem annars naumast hefðu mat að borða eða húsaskjól, og vegna þess að feður þeirra eru dauðir, eiga sér enga fyrirvinnu eða hjálparhellu, og eiga eiginlega að vera þakklát fyrir þá að- stöðu til vændis sem við látum þeim eftir.) Þegar við höfum afmáð Dresden með fosfatsprengjum, útrýmt ibúum Amsterdam með venjulegu sprengjuefni, steikt 5.000.000 gyðinga i gasofn- um frá fyrirtækjum sem enn eru starfandi með fasi frá fyrirtækjum sem enn eru starfandi, útrýmt hálfri milljón japana með aðstoð eðlisfræðinga sem enn eru starfandi ( og sem allir eru góðir fjölskyldufeður), sviðið menn dýr skóg og uppskeru i Vietnam efna og járn og stál samsteypa sem von- andi halda velli að eilifu, eigum við þá von að þakklát æskan (sem hefur fengið leyfi til að taka þátt i þessu) sýni okkur þá virðingu og tillitsemi á móti að hún A) leggi ekki fyrir sig samfarir utan hjónabands, eða i versta fallián æskilegrar ástar. B) i það minnsta tali ekki opinberlega um það sem á sér stað hjá fólki i rúminu. Það er skömm. Það er ósviðvendni. Það er SYND.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.