Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 13

Stúdentablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 13
1. des. blað 13 Geir Gunnlaugsson: FRIÐ ÁN VOPNA Kemur herfræðin okkur við? Sú þekking sem við höfum i dag um áhrif kjarnorkusprengja sýn- ir, að jafnvel það versta i fyrstu lýsingum Japana var satt Það er undir ýmsu komið hversu mikið manntjón og skemmdir hljótast af kjarnorku- árás. Má þar til nefna sprengju- stærð, i hvaða hæð sprengjan spryngi, vindátt og hversu marg- ir væru i vari fyrir sprengjuáhrif- um. Ahrifum kjarnorkusprengju má skipta i' högg, hita og geislun. Við hitann koma skaðvænlegir brunar fram á fólki og eldar kvikna. Höggiö veldurslysum við að byggingar falla til grunna og glerbrot fljúga um umhverfið. Geislun veldur síðan geislaveiki. Geislaveiki getur verið mis- munandi alvarleg og er háð geislaskammti og timanum sem áhrifanna gætir. Kanur hún fljótt fram og getur dregið fólk til dauða innan nokkurra klukku- stunda til vikna. Byrjunarein- kennin eru ógleði, uppköst, niður- gangur, lystarleysi, slappleiki, hitiog þorsti. A næstu 2-3 vikum myndu margvisleg liffæri byrja að blæða, t.d. húð og meltingar- færi. Sár myndu dreifa sér eftir öllum meltingarveginum. Að lok- um myndi fækkun hvitra blóð- korna og áverki á öðrum hlutum ónæmiskerfisins leiða til sýkinga sem drægi fljótt til dauða. Allar frumur lifrikisins verða fyriráhrifum af geislun og reynd- ar getur allt lifandi efni drepist fyrir áhrif hennar. Geislunin sundrar erfðaefni likamans og er talið að áhrifa þess geti gætt i margar kynslóðir. Hafa rann- sóknir á eftirlifendum sprengj- anna i' Hiroshima og Nagasaki sýnt fram á verulega aukna tiðni krabbameina, t.d. hvitblæði, ský- myndunar á auga og vaxtahöml- unar bama og unglinga. Sköddun varð á fóstrum i móðurkviði og tiðni vanskapana og andvana fæðinga jókst. Kjarnorkuvopn i striði. Frá þvi' að kjarnorkusprengj- unum var varpað á Japan 6. og 9. ágúst 1945 hefur þekking okkar á þeim aukist. Hafa tæplega 1300 kjarnorkusprengjutilraunir verið framkvæmdar af 6 þjóðum á þeim 36 árum sem liðin eru. Hafa hugmyndirum notkun kjarnorku- vopna i' striði verið órjúfanlegur þáttur i þankagangi herstjórnar- listarmanna siðan þessa örlaga- riku daga. Til þess að koma vandamálun- um samfara kjarnorkustyrjöld i skipulegt kerfi eru oft notuð 3 fremur gróf hugtök. Skammdræg kjarnorkuvopnakerfieru til notk- unar á bardagavellinum svipað og vopn i fyrri styrjpldum. Lang- dræg kjarnorkuvopnakerfi eru hugsuð fyrir fjarlægari verkefni, t.d. árásir á hernaðarmannvirki, efnahagslega mikilvæg skotmörk o.þ.h. i heimalandi óvinarins. Inn á milli þessara tveggja vopna- kerfa koma siðan hin meðal- drægu kjarnorkuvopnakerfi. Þau ná hugsanlega inn á svæði óvinar- ins, en meginhugsunin er sú að nota þau á sjálfum vigvellinum. Þau draga að jafnaði um 1000 - 5000 km. Takmörkuð kjarnorku- styrjöld. Hugmyndir um takmarkaða kjarnorkustyrjöld hafa verið uppi hjá Nato allt frá 1960. Þær hafa ekki átt miklu fylgi að fagna þar sem erfitt hefur verið talið að skapa skörp skil á milli allsherjar og takmarkaðrar kjarnorku- styrjaldar. Það var ekki fyrr en 1973 að hugmyndin um takmark- aða kjarnorkustyrjöld átti upp á pallborðið hjá bandariskum stjórnvöldum. Hafa mörg tækni- leg vandamál siðan verið leyst sem áður höfðu hindrað þjóðar- leBtoga iað nota kjarnorkuvopn i valdataflinu, bæöi því hemaðar- lega og stjórnmálalega. Þær lágmarkskröfur sem her- fræðin setur um takmarkaða kjarnorkustyrjöld eru i fyrsta lagi vopn sem eru áreiðanleg, nákvæm og komast á leiðarenda. t öðru lagi þarf stjórnun að vera áhrifarik, stýrikerfið nákvæmt og fjarskiptatengslin á marga vegu. 1 þriðja lagi þurfa að vera til stað- ar vopn sem gera vopnaða kjarn- orkukafbáta óvirka. 1 fjórða lagi þurfa varnirnar að vera i góðu lagi. Vernd borga og borgara er talin æskileg, en ef það er gengið út frá þvi að það sé óvininum jafnmikið i hag að halda bardög- um utan þéttbýlissvæða þá þarf þessi vernd ekki að vera viðtæk, t.d. skýli fyrir geislun. Það er þvi ljóst að það þar.f tvo til að heyja takmarkaða kjarnorkustyrjöld. Herfræðiálit Sovét- manna 1 grein i Scientific American i mai 1978 kemur fram að Sovét- menn hafihvorki möguleika néá- huga á þvi að heyja takmarkaða kjarnorkustyrjöld. Nákvæmni vopna þeirra er enn talin minni en Bandarikjamanna og herfræði- kenningar þeirra virðast ekki gera greinarmun á hinum mis- munandi tegundum kjarnorku- styrjalda. Virðist skina út i skrif- um Sovétmanna um hernaðar- mál, að takmörkuð kjarnorku- styrjöld myndi leiða strax til alls- herjarstyrjaldar. Virðist sem þá skipti engu hvaðan árás sé hafin og á hvaða hluta kjarnorku- vopnakerfisins sé ráðist. Þvi virðist ljóst að hér eigast við tvö ólik hernaðarkerfi þar sem hið vestræna virðist hafa stefnt i vax- andi mæli aö möguleikanum að takmarkaðri kjarnorkustyrjöld. Það er þvilærdómsrikt að lita ör- litið nánar á tvær afurðir i þessu sambandi, nifteindasprengjuna og nýjar meðaldrægar eldflaug- ar. Nifteindasprengjan Venjulegar langdrægar kjarn- orkusprengjur eru s.k. sundrun- samruna sprengjur, sem eru sett- ar i gang við ákveðið efnahvarf. Utan um sprengjurnar er urani- um kápa sem eykur höggáhrif sprengjunnar og dregur til sin eða hægir verulega á hraðskreiðum nifteindum sem losnavið kjarna- samrunann og myndar þannig hæggengari hitanifteindir. Sprengju sem ætlað er að hafa sem minnst högg og hitaáhrif, en sem mest geislaáhrif er því án úr- aniumkápunnar. Þar með erum við komin með sprengju sem los- ar geysilegt magn hraðskreiðra nifteinda, s.k. nifteindasprengju. Erhugmyndin að svona sprengja mundi drepa óvininn úr geisla- veiki i skriðdrekum sinum og þá fleiri óvini per kilótonn sprengi- efnis en venjuleg kjarnorku- sprengja gerir. Um leið ylli hún minni skemmdum þar sem högg- og hitaáhrif eru minni. Hugsunin er einföld en framkvæmdin dýr. Siðfræðina látum viö liggja milli hluta, en alþýða manna hefur sýnt sprengju þessari mikla and- úð. Meðaldrægar eldflaugar 1 desember 1979 ákváðu 14 af 15 rikjum NATO (væntanlega Island undanskilið) að vinna að endur- bótum á birgðum NATO á meðal- drægum eldflaugum staðsettum i Evrópu. Aætlunin felur i sér að árið 1985 verði komnar i gagnið 572 þróaðar kjarnorkueldflaugar, þ.e. 108 s.k. Pershing II eldflaug- ar og 464 s.k. GLCM eldflaugar. Er þessi uppstokkun hugsuð sem mótsvar viö endurnýjun Sovét- manna á sinum meðaldrægu eld- flaugum. Um leið og þetta var á- kveðið lýstu Nato löndin yfir vilja sinum til viðræðna við Varsjár- bandalagið um takmörkun á framleiðslu þessara nýju vopna hjá báðum aðilum. Það sem mesta athygli hefur vakið er að þessi nýju vopn yrðu fyrstu kjamorkuvopnaeldflaug- arnar i eigu Bandarikjamanna staðsettar i Evrópu s.l. tvo ára- tugi sem draga til skotmarka i Sovétrikjunum. SS-20 Bæði Bandarikin og Sovetrfkin hafa um langt árabil framleitt kjarnorkuvopn sem talist geta meðaldræg. Nú hafa Sovétmenn byrjað endurnýjun á sinum s.k. SS-16 meðaldrægu eldflaugum með framleiðslu hinna hreyfan- legu SS-20 eldflauga sem bera hver um sig 3 kjarnorkusprengjur sem hægt er að skjóta á 3 mis- munandi skotmörk. Erhún talin af vestrænum herstjórnarmönn- um nákvæm, fljóthlaðin og mjög hraðskreið en sænska friðarrann- sóknarstofnunin SIPRI telur sögusagnir um væntanlega getu hennar liklega mjög orðum aukn- ar. I lok slðasta árs voru komnar um 180 SS-20 eldflaugar i notkun i Evrópu. Pershing II Pershing II eldflaug Bandarikj- ánna ernýog endurbætt útgáfa af s.k. Pershing Ia eldflauginni. 1 kjarnaoddi nýju eldflaugarinnar verður staðsettur radar sem beinir kjarnorkusprengjunni á réttan stað. Er þessi radar tölvu- stýrður og geymir tölvugerða radarmynd af þvi svæði sem sprengjunni er beint að. Stöðugur sjálfvirkur samanburður á raun- verulegu radarmyndinni og þeirri tölvugeymdu beinir siðan kjarn- orkusprengjunni á réttan stað. Þetta stóreykur nákvæmnina sem verður nánast punktnákvæm og gerir mögulegt um leið að minnka sprengimátt eldflaugar- innar. Er nákvæmnin óháð skot- lengdinni, og flaugin ersvo lftil og hraðskreið að loftvarnir þær sem eru i notkun i dag koma að engu gagni. GLCM GLCM eldflaugin er útbúin með mjög nákvæmum radarhæðar- mæli, sem gerir kleift að skjóta henni eftir hlykkjóttri leið um fjöll og firnindi að skotmarki sinu. Henni er ætlað að fljúga lágt, þ.e. felast I umhverfinu og forðast þannig loftvarnir. Meginmunur Pershing II og GLCM flauga Bandarikjanna og SS-20 flauga Sovétrikjanna felast iþvi að þærbandarisku eru miklu nákvæmari en draga mun skem- ur, þ.e. um 1500 km. á móti 4000 km. sem SS-20 dregur. Allar eru flaugarnar á hreyfanlegum skot- pöllum og verða þvi á sveimi um þorp og sveitir þar sem þær eru staðsettar. Verður þvierfiðara að miða þær út. Þróun vigbúnaðarmál- anna Sænska friðarrannsóknarstofn- unin SIPRI hefur i Arbók sinni 1981 reynt að spá i þróun vigbún- aðarmálanna næsta áratug. Niö- urstaða þeirra er sú að stöðugt ógnarjafnvægi sé óframkvæman- legt og árásarkenningar verði þvi aðlaðandi fyrir stórveldin tvö. Það sem hægt er að sjá fyrir er að nákvæmni langdrægra, meðal- drægra og skammdrægra vopna eykst i' lofti, á láði og I legi. Hvað kjarnorkukafbáta snertir er ætl- un Bandaríkjamanna að nota yfirburði si'na á tölvu og hlustun- arsviðinu til að þróa betri tækni við að finna kafbáta. Talið er að Sovétmenn muni reyna að þróa kafbátahemaðinn óbeint i^gegn- um gervihnattartæknina, og kaf- báta, flugvélar og venjuleg skip með infrarauð, optisk eða segul- næm tæki. Hvað gervihnetti snertir þá er unnið að þvi á báða bóga að þróa varnir gervihnatt- anna. Þetta er erfitt og þvi liklegt að árásartæknin verði lika endur- bætt. Stjórn-, stýri- og fjarskipta- kerfin eru talin ákaflega við- kvæm i hernaðarkerfinu og erfitt að breyta nokkru þar um. Þó er llklegt að miklu fé verði einmitt varið i' þennan lið og að á þessum áratug liti dagsins ljós margar tækninýjungar sem eigi eftir að gleðja margan herforingjann. Ótryggt ógnarjafnvægi Það er þvi' dapurlegt á að lita það sem vigbúnaðarkapphlaup stórveldanna býöur upp á næstu árin. Mikilvægasta spurningin er ekki hvort þetta kapphlaup haldi áfram heldur hvernig það muni enda. Þeir sem um stjómvölinn halda leggja stöðugt meira undir þannig að úr æ hærri sööli verður að detta. Sérhvert skref fram á við i kapphlaupinu verður aö vera stærra, dýrara og áhættusamara en fyrri skref þvi annars yrði staöfestan dregin i efa. Um leið og kostnaðurinn og hættan auk- ast, f jölgar þeim sem byrja að ef- ast um visku þessarar stefnu. Vegna þessa verður hættan að sýnast meiri en nokkru sinni fyrr til að sannfæra almenning um á- gæti stefnunnar, en það gerist ekki án þess að auka óstöðugleika ástandsins. Niðurstaðan verður þvi kerfi sem verður smám sam- an óstöðugra og endar með striði sem afleiðingu litillar ögrunar. Tengsl okkar Islendinga við þetta vigbúnaðarkapphlaup og ógnarjafnvægi eru ljós. Er viö gengum í NATO 1949 án þjóðarat- kvæðis tóku islensk stjórnvöld af- stöðu með öðrum aðilanum. Hafa þau siðan látið herforingja NATO hugsa fyrir okkur um þessi mál. Hafa islensk stjórnvöld sýnt þess- um málum stórhættulegt af- skiptaleysi og virðast þau nánast telja okkur stikk-fri þar sem NATO muni sjá um verndina. Fljótum við þvi sofandi að feigð- arósi vigbúnaðarátakanna. Frið án vopna Það er óefaður sannleikur að enginn vill kjarnorkustyrjöld. Það hefur þó ekki hindrað herinn, stjómmálamenn og visindastofn- anir stórveldanna i að undirbúa slika styrjöld. Við þessu eigum við Islendingar aðeins eitt svar: Höfnum leið herforingjanna og stigum fram fyrir skjöldu. Frek- ar vil ég deyja á uppgjöri lokaá- takanna á plánetunni jörð sem friðarsinni en api. Lýsum tsland kjarnorkuvopna- laust svæði. ísland úr Nató — herinn burt. Geir Gunnlaugsson

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.