Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 11

Stúdentablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 11
1. des. blað 11 Rússum, fjandinn fjarri mér. Þess vegna er ekki sama hvernig Islandi er stjórnað. Mig minnir að það hafi verið Sigurður Nordal sem sagði ein* hvern tima að það væri stórkost- leg tilraun sem Islendingar væru að gera, að halda uppi frjálsu og fullvalda riki, 200 þúsund menn. Þessa tilraun má ekki eyðileggja. bessi tilraun verður að takast. Þessi tiiraun mun takast ef við vöndum okkur. Ekki með þvi að rembast og streða og auglýsa sig eins og Alþýöubandalagið, ekki með þvi ab leggjast hundflatir eins og kratar eða ihaid, heldur með þvi að vanda okkur, gleyma aldrei hvert við erum að fara og átta okkur á hvernig við eigum að kunna fótum okkar forráð. I raun og veru erum við sammála, við viljum allir það sama, að þessi stórkostlega tilraun takist. Eins og menn vonandi hafa tek- ið eftír er erlendur her i Keflavik. Ég tel persónulega sem bóndi fyrir noröan að þessi her ætti að fara, það sé meiri hætta að hafa hann heldur en að láta hann fara. Þó hef ég rikt i huga að Rússar taka eftir okkur ekki siður en Svi- um. Þaö eru hinsvegar ekki stjórnmálalegar forsendur eins og stendur til þess aö láta herinn fara. Meirihluti er ekki fyrir þvi á Alþingi. Þess vegna verðum við að búa við þessa óværu enn um sinn. Þá er mikilvægt að ein- angra herlifiö frá þjóðlifinu svo velsem viðgetum. Þaö hefur ver- ið gert mikið veöur út af flug- stöðvarbyggingu i Keflavik. Al- þýðubandalagsmenn hafa snúizt mjög öndverðir gegn öllum hug- myndum um nýja flugstöð. Stundum liggur leið min til út- landa. Alltaf hryllir mig upp þeg- ar ég fer þarna fram hjá skúrn- um, þó er ennþá verra að lenda. Ég er ekki einn þeirra manna sem aðhyllist Aronskuna og vilja láta Bandarikjamenn borga fyrir aðstöðu hér og satt að segja veit ég fátt fy rirlitlegra en að selja sig svoleiðis, en ég er þó á þvi aö Bandarikjamenn eigi að byggja flugstöð i Keflavik. Rökin eru þessi: Bandarikjaher er hér, reyndar mér til ama, ekki eru pólitisk skilyröi til að visa honum heim til USA að svo komnu. Við verðum að aðskilja algjörlega herlif og þjóðlif að meðan við verðum að umbera þetta lið. Her- inn er hér fyrir USA en ekki fyrir okkur. Herinn er ekki ofgóður að Framhald á 14. siðu Pétur 'rsson „SLIÐRA ÞÚ SVERÐIД Nitjánöldum áöuren sá ónefndi maður sagði: „Vopnin verja friö- inn,” sagöi annar ráðamabur: Allir, sem sverði bregöa, munu fyrirsveröi falla.” (Matth. 26.52). Tvær heimsstyrjaldir á 20. öld- inni og rauöi þráður vopnanna gegnum aldirnar staðfesta þessi ummæli Jesú frá Nazaret. Þaö er blekking, er menn ætla, að bezt sé aö verja og tryggja frið með vopnum og valdi. Ef menn ætla að öðlast varanlegan frið i heiminum, verður annað og meira að koma til. Mér kemur i hug textinn, sem þýzkikirkjuleið- toginn tók, er hann ávarpaði al- heimsþing lútersku kirkjunnar i Hannover 1952: „Ekki með valdi né krafti, heldur fyrir anda minn,” segir Drottinn allsherjar. (Sak. 4.6). Þetta var i skugga seinni heimsstyrjaldar. Evrópa var enn i sárum og kirkjunnar mönnum frá Austur Evrópu var meinað aö sækja alheimsþing kirkju sinnar. Vitrustu og beztu mönnum hef- ur ætið verið ljós kenning Meist- arans frá Nazaret. Og þetta finn- um viöí öðrum trúarbrögðum. I sjónvarpsviötali sagöi Anvar Sadat, 1975, um ágreiningsmálin miklu fyrir botni Miðjarðarhafs- ins: „Strið eða vald getur aldrei leyst deilur Araba og Israels- manna.” Sama sjónarmiö kemur fram i orðum kardinálans Tóm- asar Fiaich, er hann hvatti bresk stjómvöld tii að láta af þrjósku sinni f hinni aldagömlu réttinda- baráttu á Irlandi, og fordæmdi aögeröir IRA-manna, morð og of- beldi. Skýringin á þvi, hvers vegna vopnavald er svo viðsjárvert kemur glöggt fram i ummælum móður Teresu er hún viðhafði um mitt þetta ár: „Allar aðgerðir, sem eyöa lifi, eru rangar.” Frið verjum við þvi aöeins, aö lif okkar grundvallist á lifshátt- um og lögmálum friðar og bræðralags. Þó að kristnir menn hafi beitt sveröi er það eigi krist- indóminum að kenna, heldur hinu, að við höfum ekki reynst menn til þess að lifa eftir kenn- ingu Meistaransfrá Nazaret. En i kenningu Krists sé ég einu sönnu friöarvon mannkynsins. Sam- skipti postulanna og frumsafnað- arins i Jerusalem bera ljósan vott um náungans kærlák og góðvild i garð náungans, sem er forsenda friðar svo á heimili sem i öllum heimi. Jáyrði viö hinni ævafornu spurningu: A ég að gæta bróður mins? - er svar kristindómsins við spurningunni um frið og hvemig hægt er að eiga friö milli manna og þjóöa. Þaö er eðlilegt að f jöldahreyf- ingar spretti upp, þegar horfst er i augu við aukið vigbúnaðarkapp- hlaup. Og þab er skpðun min að friðarhreyfingar hijóti aö koma frá almenningi en ekki valdhöf- um, rétt eins og aldan myndast ekki við fjöruborð, heldur f djúpi hafsins. Mannkyn þráir frið, og það setur ölduna, vakninguna af stað, þó aö vitrustu menn, sem fara fyrir öörum þjóðum, séu á- vallt til. Envið skulum þó athuga vel, að einhliða afvopnun getur aldrei leitt til heimsfriðar. Það er áber- andi hve stórveldin vigbúast. Bandarikjamenn skipuleggja að- gerðir si'nar i þessu kapphlaupi fyrir opnum tjöldum, en Rússar á bak viö tjöldin. Ég tel tsland hafa sérstöku hlutverki að gegna á baráttu fyrir friði, þar sem Island hefur engan her. Ég tel iögreglu og landhelg- isgæzlu ekki flokkast undir her, ekki frekaren aðihópi lærisveina Krists voru lærisveinar - einn eða fleiri, sem báru sverð. Kristur varaði þó jafnvel viö notkun þessa sverðs, er hann sagði: „Sliðra þú sverðiö.” Friöur verður fyrst og siðast söttur og varinn meö hugarfari réttlætis, kærleika og sáttfýsi. Postulinn talaöi um „sverö and- ans.” Og það er þetta „sverö”, sem ver friðinn mest og bezt. Þessiorð vilég undirstrika meö þvi að vitna i ummæli Páls post- ula.þar sem hann talar um varð- veizhi friðar: „Standið þvi girtir sannleika um lendar yðar og klæddir brynju réttlætisins og skóaöir á fótunum með fúsleik til aö flytja fagnaðarboðskap friðar- ins. Takið umfram allt skjöld trú- arinnar, sem þér getiö slökkt með öll hin eldlegu skeyti hins vonda. Takið við hjálmi hjálpræbisins og sverði andans, sem er Guðs orö.” (Ef. 6. 14.-17.). Pétur Sigurgeirsson,biskup Sighvatur Björgvinsson NEI! ENSAMT... Við tslendingar höfum reynslu af þvi, að vopnleysið hefur ekki varið friðinn. Hlutleysið ekki heldur. Við erumekkieinirum þá reynslu. Skyldu vopnin þá fá þvf áorkað, sem hvorki vopnleysiö ná hlut- leysið hafa getað tryggt? Aö þvi spyr 1. desember-nefnd stúdenta. Sumir munu sjálfsafjt svara þeirri spurningu játandi. Þeir vitna þá til þess, ab um aldir hef- ur Evrópa veriö vigvöllur sög- unnar. Þar hófust heimsstyrjald- imar báðar. Þar lauk þeim. Að þeimloknum héldu striðsátök þar áfram.Frá einu landililannars, sem hvert af ööru féll fyrir ofbeldi undir einræöi, sem átti rætur sin- ar meðal erlends valds. Uns þau riki, sem eftir lifðu bundust varn- arsamtökum undir kjörorðinu, aö árás á eitt skyldi skoöast sem á- rás á öll. Siðan em liðfn 30 ár. A þeim 30 árum hafa veriö háöar meira en 150 styrjaldir i heimin- um. Alls staðar annars staöar en á landssvæði þeirra rikja, sem samtökum bundust um að verja friö sinn. I þau þrjátiu ár hefur grasið fengið aö grda á vígvöllum Vestur-Evrópu. En ekki i Ung- verjalandi. Og ekki i Tékkósló- vakiu. Og ekki handan múrsins i Austur-Berlln. Og ekki i Póllandi. Allt eru þetta staðreyndir. Menn geta lokað augunum fyrir þeim. Menn geta horft i aðra átt. Menn geta snúið talinu að öbru. En menn geta ekki hafnað þeim. Með skfrskotun til þeirra munu ýmsir svara spurpingu 1. des.-nefndar stúdenta játandi. Vopnin verja friðinn. Þau hafa variðokkar friö. Mér eru staðreyndimar ljósar, ég sný ekki talinu að öðm, en ég er ekki sammála. Vopnin tryggja dcki frið. Þau ógna honum. Lik- legusteru friðslit ef hernaðarlég- iryfirburðir eins rikis veröa ótvi- ræöir. Þá er liklegast^ aö menn vilji fylgja málstaö sínum eftir með vopnavaidi. Til þess sækjast menn eftir hernaöarlegum yfir- buröum. Að sjá vigbúnað risa- veldis iheimiágreinings og átaka vaxa til hernaðarlegra yfirburða er aö horfa á friðinn slitna. Fyrir friöi er engin trygging til. Hvorki vopn né vopnleysi. Hvorki hlutleysi né afstaða. Engin undir- skrift. Engin loforö. Engar menn- ingarvökur. Engar göngur. Eng- ar ræður. Engin tónlist. Engin kvikmynd. Engin pennateikning. Bara ef málið væri svo einfalt. Svo einfalt er það ekki. Vanda- málið er ekki hvernig eigi að ganga fyrir friði, hvemig eigi að syngja um friö eða funda um friö. Slikt er auðleyst i okkar hluta heims. Þvi er ekki alls staöar svo variö. Menn ganga ekki friðar- göngur i Moskvu. V iöfangsefni okkar er aö finna þann farveg, sem viö getum látið sameiginleg- an friðarvilja alls mannkyns falla eftir þannig að varðveizla friðar- ins veröi raunverulegt og daglegt viðfangsefni i stjórnmálum og samskiptum þjóða. A meðan þjóöir, sem deila, sadcjast eftir hernaöarlegum yf ir- burðum til þess aöfylgja málstaö sinum eftir er friði ógnað. Það vigbúnaöarkapphlaup stöðvast ekki nema um sé samið. Slikur samningur verður ekki til nema báðir aðilar telji, aö hernaöarlegt jafnvægi riki á milli þeirra og hvorugur þurfi að óttast yfirburöi hins. Hvorugur aöilinn getur á- kveðið einhliða, hvert þetta jafn- vægi eigi að vera né hvenær þvi hafi verið náð. JUm það verða menn aö semja. Það er fyrsta skrefið i átt til tryggari friöar. Fyrsta raunverulega viöfangs- efniö, sem leysa verður. Hiðnæsta er, aö báðir aöilar nái samkomulagi um að draga úr vopnabúnaði sfnum skref fyrir skref og beina fjármunum sinum og þekkingu i hagnýtari viöfangs- efni en hvernig eigi að eyða lifi. Einnig þetta er raunverulegt viö- fangsefni sem veröur aö leysa meö samningum. Þeirsamningar verða ekki nema báðir aöilar séu sannfærðir um, aö jafnvægi riki áfram á milli þeirra. Þeirri sann- færingu verður upp á hvorugan þröngvað. Eiga friðarhreyfingar ein- hverju raunhæfu hlutverki hér að gegna? Já, miklu. Að berjast fyrir þvi' að til slikra xviöræðna veröi gengið. Aö kef jast þess að raunhæf viðfangsefni i friðar- gæziu veröi leyst. Aö berjast gegn þvi að annað risaveldið reyni ab ná hernaðarlegum yfirburðum yfir hitt. Að gera stórveldunum ljóst, að friðarvilja fólks á Vest- urlöndum, sem hefur frelsi til þessaöláta þann vilja Iljós,megi ekki túlka sem þróttleysi og upp- gjöf og til marks um að tækifæri sé nú komið fyrir hinn aðilann aö geta náð þeim yfirburðum i vopnabúnaði sem vigbúnaðar- kapphlaupið hefur snúist um. Festi slikur grundvallar-mis- skilningur um eðli og tilgang frið- arhreyfinga á Vesturlöndum ræt- Framhald á 14. siðu

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.