Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 17

Stúdentablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 17
1. des. blað 17 „VIÐ EPLIN“ Afsakið að ég hefst uppúr eins- mannshljtíði af þvi rökræður is- lendinga um Norðurlönd iblööum hafa minntmig á danska orðið til- snigelse.sem er ljótt orð. Þar er til máls aö taka að nú eru tölf ár siðan ég læddi þessu orði inn í danska ræðuog haldin var í sam- norrænum anda þegar Norræna húsið í Reykjavik var vigt i ágúst 1968. Ég var þá að halda því fram að við islendingar værum að bera okkur að vera sjálfstæð norræn þjóð i sérstöku landi, án þess að vera eitt af „hinum Noröurlönd- unum” einsog sumir voru þá farnir að komast að orði. íslend- ingar voru jafnvel um þessar mundir farnir að reisa til Dan- merkur og Sviþjóöar þeirra er- inda að segja sig til sveitar. Skil- greining okkar sjálfra á náttUr- legri staðfestu okkar i heiminum, Islandi, ætti helst ekki aö vera auglýsingaf jas. En um miðja nótt hri'ngdi blaöakonan i sima, sU sem látin var eiga við próförk þessarar dönsku ræöu minnar fyrir Morgunblaðið, og sagöi að eitt orð i greininni vefðist fyrir sér: tiisnigelse. Af þviég er ekki að skrifa i dag- blað nUna, heldur i mennta- mannarit, iángar mig að láta prenta hérmálsgreinina meðorö- inu þar sem dönskukunnátta frú- arinnar brást: „Dette land (Is- land) hörer ikke engang til det man paa forældet dansk plejede at kalda „disse Nörrelande”, heller ikke til det som voru hjem- lige bladskrivere af idag, med et anströg af tilsnigelse, vil bilde os ind, naar de om Skandinavien plus Island bruger udtryk som „alle Norrelandene” og om Skandinavien alene siger „de andre Norrelande” („öll Noröur- löndin”, „hin Norðurlöndin”) saa det drejer sig her om geografiske betegnelser som ihvertfald ikke findes i skolebögerne.” (Yfir- skygðir Staðir, Rvik. 1971, bls. 169). Fram skal tekið að „tilsnig- else” er dönsk þýöing á subreptio og hugtakið upprunalega latn- eskt. Orðið hefur á islensku verið þýtt og umskrifað meö orðtækj- unum „svikjasig inná einhvern”, en Konráð þýðir „svi'kja eitthvað út”.Hin vandaða orðabók Jónas- ar Jónassonar gefur merkinguna „svikaklófesting” fyrir tilsnig- else. Við eplin, sögðu hrossataðs- kögglarnir. Vissulega eru til is- lendingar sem ósmeykir taka sér i munn orötök einsog „Norður- löndin öll” og eiga þá við löndin „vestan Salts”, að viðbættu Is- landi og Færeyjum, eða þeir segja „hin Norðurlöndin”, sem mér skilt að eigi aö merkja öll skandinavisku löndin nema Is- land. Já það er nú svo sem svo. Fáir munu hafa heyrt aö við á ts- landi ættum nema eitt Norður- land og það er landsplássið þar sem Akureyri er höfuöborg. Við sem ættaöir erum Ur Flóanum og þeim plássum eigum fjárakom- inu ekkert norðurland, þvi siöur Norðurlönd. Þegar islendingur segir „hin Norðurlöndin” er þaö hugsunarvilla, ef ekki málvilla: þaö eru ekki til tvenn Norðurlönd, tvær Skandinaviur eða fleiri, og ísland er ekki „Norðurland” og ekki Skandi'navia heldur. „Hin Noröurlöndin” eöa „öll Norður- löndin” má heita ólæsra manna málfar. En það er einmitt i mál- notkun af þessu tagi sem falin er svikaklófesting af islendinga hálfu, tilsnigelse. 1 fornri dönsku var sagt um norræn lönd „disse Norrelande”, og þaö orðtak not- aði Martin Larsen um Skandi- naviu þegar hann var aö þýða Gerplu (þó Skandinavia sé fornt orð). Island veröur aldrei „Norð- urland” á okkar túngu, þannig aö við getum sagt „hin norðurlönd- in” um Skandinaviuskagann plús Danmörku, — i hæsta lagi að fólk áNorðurlandi á tslandi gæti talað um „hin norðurlöndin”, en þaö væri svikaklófesting samt. Blinda og heymarleysi i mál- fari of margra islenskra blað- skrifara núna riður ekki við ein- teymt. Eru i'slendingar að verða sálarlausir? ööruvisi mér áður brá. Aðan var nefnt dæmi af þeim litilleika sálarinnar sem er upp- málaður i sælurikum oröskvið hrossataðskögglanna: „við epl- in”. Stundum upphefjast landar okkar i' orði um „hin norðurlönd- in” og viröast slik lönd vera eitt- hvaö annaö en Noröurlönd sem við venjulega nefnum greinis- laust og án ábendingárorðs. Hvar eru þau lönd sem ekki eru Norð- urlönd, heldur Hin Noröurlöndin? Em það kannskilönd einsog Nov- aja Semlja eða Kólaskaginn? Halldór Laxness HALLDÓR LAXNES SKRIFAR 1 1. DES. BLAÐ STÚDENTA UR GERPLU Halldórs Laxness bls. 486: Og hvar sem þér sjáið búandmann við hyski sinu á akri eða engi, á þjóðgötu eða eikjukarfa, þá gangið þar milli bols og höfuðs á: og ef þér sjáið kú, þá leggið hana: og sérhvert hús, berið eld að og hlöðu, látið upp ganga: og kvernhús, veltið þvi um koll: brú, brjótið hana: brunn migið i hann: þvi að þér eruð frjálsunarmenn Noregs og land- varnarlið,.... tlrGerpluH.L. bls.486

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.