Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 9

Stúdentablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 9
1. des. blað 9 þ.e. á Stokksnesi, viö Grindavik, á Stafnesi og á Gufuskálum á Snæfellsnesi. Stokknesstööin telur á annaö hundraö starfsmenn. Vitaö er aö út frá íslandsströndum liggja SOSUS-kaplar og eru sterkar likur fyrir þvi aö þeir liggi út frá Stokksnesi, ásamt e.t.v. Stafnesi. SOSUS-kerfiö er útbreidd net af hljóönæmum strengjum á hafs- botni. Þessir strengir nema öll hljóö neöansjávar og senda þau til strandstööva, en þar greina tölvubankar merkin i sundur og ákvaröa hvort eöa hver þeirra berist frá sovéskum kafbátum. Eftir lista frá Alþjóöafjar- skiptasambandinu aö dæma, þá er Stokksnesstööin i jafnmiklu fjarskiptasambandi viö umheim- inn og Keflavikurstööin. Saman- boriö viö upplýsingar frá Noregi gæti Stokknesstööin einnig veriö mikilvæg jaröstöö fyrir gervi- //Sovéskur kafbátur af DELTA-gerð, en hann þarf ekki að fara suður fyrir Giuk-hliðið til að kjarnorkueldf laugar hans dragi til Bandaríkjanna". Sigmar V. Þormar Stefán Jóhann Stefánsson KJARNORKUVÍGBÚN- AÐUR Á ÍSLANDI tung, en þau notar bandariski herinn fyrir fjarskipti viö B-52 sprengjuflugvélar og viö kafbáta. Þvi hefur veriö haldiö fram aö á Stokksnesi sé ratsjárstöö. Ýmsir hafa þó bent á aö staöhættir þar séu þannig, há fjöll umlykja nesiö á aöra hönd, aö ekki séu þeir heppilegir fyrir slikan útbúnaö. Kjarnorkuvigbúnaður á islandi Viö Grindavik er fjarskiptastöö sem herinn rekur. I Stafnesi rétt vestur af Vellinum. er einnig talin vera fjarskiptastöö auk ratsjár- stöövar. Þá er ekki óliklegt aö frá nesinu liggi SOSUS-kaplar, en öruggt er taliö aö þeir liggi ein- hvers staöar frá landinu i vestur, þannig aö þeir geti auöveldlega fylgst meö feröum milli Græn- lands og tslands. Um 1960 var byggö Lóranstöö aö Gufuskálum á Snæfellsnesi með aöstoö Bandarikjamanna. Stöövar af sömu tegund er viöa aö finna á Norður-Atlantshafi, þ.e. á suöurodda Grænlands (Angissoq), iFæreyjum (Ejde), i N-Noregi (Bö), á Jan Mayen og i Danmörku (Sild). Stöövar þessar eru mikiö notaöar af almennum sjófarendum, en þær eru einnig notaðar af kjarnorkukafbátum Bandarikjamanna til staðar- ákvöröunar. Kafbátarnir geta ákvaröaö stööu sina meö þvi að bera saman lágtiönisendingar frá teimur eöa fleiri af ofannefndum lóranstöövum. Þaö sem mikil- vægast er fyrir kafbátana, er aö meö sérstökum móttökuútbúnaði geta þeir fengiö út mjög nákvæma staöarákvöröun án þess aö koma upp á yfirboröiö, en þá yröu þeir berskjaldaöir fyrir eldflaugaárás Rússa. Allir hljóta aö skilja aö nákvæm staðar- ákvöröun ásamt nákvæmri vit- neskju um staðsetningu skot- marka eru forsendur þess aö eld- flaugar kafbátanna hitti i mark. Þaö er einkennandi aö i Noregi og i Danmörku vissu yfirvöld og almenningur ekkert um hernaöar legt hlutverk lóranstöövanna, fyrr en mörgum árum eftir aö þær voru byggöar. t Noregi blekktu nokkrir embættismenn i varnar- og utanrikisráðuneytinu bæði rikisstjórnina og stórþingiö. Þaö þarf þvi ekki aö koma á óvart aö hinu hernaöarlegu hlutverki lóranstöövarinnar aö Gufuskál- um á Snæfellsnesi hafi til skamms tima verið haldiö leyndu fyrir almenningi á tslandi. Þótt islensk yfirvöld teiji sig hafa tryggingu fyrir þvi aö hér á landi hafi aldrei veriö kjarnorku- vopn, þá eru hér flugvélar sem geta boriö kjarnorkusprengju, þær eru m.a. beinlinis til þess smiðaðar. Og þaö sem er ekki hvaö sist mikilvægast fyrir okkur tslendinga. Þau hernaöarmann- virki sem eru hér á landi eru mjög mikilvæg fyrir kjarnorku- vigbúnaöaruppbyggingu Banda- rikjanna og Nato. Komi til vopn- aðra átaka gegnir útbúnaöurinn á tslandi lykilhlutverki og þaö er þvi mikilvægt fyrir „óvininn” aö gera þennan útbúnaö óvirkan strax i upphafi átaka. Burt með ósómann I hafinu umhverfis tsland eru aö jafnaöi margir kjárnorkuknúnir kafbátar sem auk þess eru búnir eldflaugum meö kjarnorku- sprengjum. Hér er um aö ræöa kafbáta bæöi frá Nato og Varsjár- bandalaginu. Sú hætta sem Islendingum er búin af öllum þessum vigvélum er tvenns konar. Annars vegar vofir yfir hættan á útrýmingu stórs hluta þjóöarinnar, komi til átaka (hafa skal i huga aö Rússneskar SS-20 flaugarnar draga til Is- lands), en þá má telja fullvist aö hernaðarmannvirki á landinu, s.s. herstööin á Miönesheiöi og Gufuskáiar, veröi skotmark kjarnorkueldflauga. Hins vegar geta bilanir eða slys valdiö þvi aö geislavirk efni kom- ist i sjóinn i grennd viö gjöful fiskimiö. Slikir atburöir geta haft alvarleg áhrif á aðalútflutning ls- lendinga. Strand sovéska kaf- bátsins viö Sviþjóö er enn i fersku minni og sömuleiöis árekstur bandarisk kjarnorkuknúins kaf- báts og japansks flutningaskips, meö þeim afleiöingum aö flutningaskipiö sökk og margir af áhöfninni fórust. Færri muna kannski eftir þvi þegar sprengju- flugvélar Nato fórust á Grænlandi og á Spáni. 1 báöum tilvikum voru þær búnar kjarnorkusprengjum þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar her- stjórrH- Nato um aö svo væri ekki. t báöum tilvikum varö stórt landssvæöi i kringum slysstaöinn geislavirkt. Kjarnorkuvopnalaus svæði. Þessi tvenns konar hætta ætti að vera nægur rökstuöningur fyrir þvi aö Island veröi hluti af lögbundnu kjarnorkuvopnalausu svæöi, hvort sem um væri aö ræöa kjarnorkuvopnalausa Evrópu, Norðurlönd eöa friölýsingu Noröur-Atlantshafs. 1 þessu eiga tslendingar samleiö meö öörum Evrópubúum, sem óttast afleiö- ingar kjarnorkuvigbúnaðar og vilja reka þennan vágest af hönd- um sér. A þaö hefur skort aö yfirvöld hafi upplýst almenning um hernaðarmannvirki, útbúnaö þeirra og tilgang, enda hefur mikilvægum upplýsingum oft veriö haldiö leyndum fyrir yfir- völdum sjálfum. A þetta viö um Island jafnt sem önnur Evrópu- lönd, svo ekki sé talaö um A-Evrópu. Einn megintilgangur hinna ýmsu friðarhópa, sem starfandi hafa verið i Evrópu, er aö koma á framfæri til almennings upplýs- ingum um þessi mál. Her þarf að veröa breyting á. Almenningur á heimtingu á aö fá fullnaöar vitneskju um búnaö og tilgang vigvéla á Islandi og hann á jafnframt heimtingu á aö fá aö segja álit sitt i svo veigamiklu máli, sem getur skipt sköpum um tilvist islensku þjóðarinnar. A grundvelli viötækrar upp- lýsingamiölunar ætti islenska þjóöin aö vera fær um aö taka af- stööu til þess meö þjóöar- atkvæöagreiöslu, hvort tsland veröi peö i komandi hildarleik stórveldanna. Sigmar V. Þormar, Stefán Jóhann Stefánsson.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.