Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 18

Stúdentablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 18
18 1. des. blað Einn sérstæöasti skóli landsins er Lýöháskólinn i Skálholti. Þá er átt viö skipulag skólans, valfrelsi milli námsgreina sem boöiö er upp á og þann anda sem þar er rikjandi en hann einkennist af námfysi, vinnugleði og hlýlegum heimilisanda. Nú á dögunum var rektor Lýöháskólans séra Heimir Steinsson sóttur heim og varö hann viö þeirri bón okkar aö hafa stutt viðtal viö okkur i sambandi viö friöarhreyfinguna. Skilyröi fyrir viðtalinu var kaffi og meö- læti, sem þegiö var meö þökkum. Rétt er aö kynnast Heimi betur áður en viö hefjum viðtalið. Séra Heimir Steinsson er kvæntur Dóru Þórhallsdóttur og eigaþau tvö börn, tvitugan son og tiu ára dóttur. Eftir stúdentspróf stundaði Heimir fornleifafræöi I eitt ár, islensk fræði f tvö ár og siöan guöfræöi og lauk prófi 1966. Eftiraö námilauk við Háskóla Is- lands tók viö eins árs framhalds- nám i kirkjusögu iEdinborg. Séra Heimir starfaöi í tvö ár sem prestur á Seyöisfirði. Eftir þaö fórhann til Danmerkur og geröist Lýðháskólakennari i þrjú ár og tók þátt i ýmsum námskeiðum varöandi lýðháskóla. Hann kenndi i Noregi i eitt misseri á þessum ti'ma. 1972 kom Heimir Steinsson Lýöháskólanum i Skál- holti af stað og hefur veriö rektor skólans alla tíö siðan. Hefur þú kynnst friðar- hreyfingunni? Ég get ekki sagt aö ég hafi kynnst friðarhreyfingunni en ég hef haftspurnir af henni eins og aörir menn. í fyrsta lagi þarf að skilgreina hvaö átt er viö meö orðinu friöarhreyfing. Ég tek þaö svo aö þú eigir viö þessa hreyf- ingu sem gaigiö hefur yfir Evr- ópu allra siðustu misserin. Friö- arhreyfingar eru gamlar, en ég tala þá um friðarhreyfinguna i þessari merkingu. Ég hef ekki sött fundi hennar né tekið þátt i hópgöngum erlendis.Ef um kynni eraðræða, þá eruþau helstbund- in við ráöstefnu sem haldin var i lok september i haust hér i Skál- holtsskóla á vegum Kirkjurits. Þar komu saman nokkrir stjóm- málamenn og guðfræðingar og ræddu um vigbúnaö og horfur i þeim efnum. Þessi hópur kom saman til aö ræöa um friöar- hreyfinguna en ekki sem aðili máls. Meiningin mun vera að gefa út jólahefti Kirkjurits undir yfirskriftinni ,,friður á jöröu”. Ertu fylgjandi friðar- hreyfingunni? Ég held aö enginn velviljaður eða sannsýnn maður geti veriö annaö en fylgjandi hreyfingu sem viö núverandi aöstæöur reynir að vekja athygli á þeirri ógn sem fólgin er í kjarnorkuvígbúnaði stórveldanna. Ég veit ekki hverj- ir fylla þessa stóru flokka sem farnir eru aö þyrpast saman i Evrópu. En ég fylgist með þessu með velvild og bestu vonum. Þarna er á feröinni athafnasemi sem verður til góðs ef hún veröur til einhvers. Hún getur ekki veriö tilillsog viöhorfiö til friöarhreyf- ingarinnar hlýtur almennt aö vera jákvætt. Var ágreiningur á þessu þingi um friðarhreyfing- una sem haldin var i Skálholti? Ég vil ekki tjá mig um það en visa á Kirkjuritið sem kemur út fyrir jól. Þaö er augljóst mál að þegar saman koma fulltrúar stjómmálaflokka og ræöa um hervarnir á Vesturlöndum, þá er málið ekki ágreiningslaust. Hvaða áhrif hafa prestar almennt? Ég held aö prestar hafi mikil áhrif. Þeir hafa mikil áhrif á einkali'f m anna og viðhorf manna til einkamála ýmiss konar. Þeir koma inn i einkalif manna á við- kvæmum stundum, bæöi i gleði og sorg. Þar meö skila sér siðferðis- leg áhrif en margir prestar kæra sig ekki um aö hafa stjórnmála- leg áhrif. Það er ekki i þeirra verkahring að sumra mati. Gætu prestar minnkað þessa tortryggni i garð friðarhreyfingarinnar? Viö ættum aö ræöa um tor- tryggni almennt, ekki af sjónar- hóli prestsheldursem vandamál i samtiöinni, þegar þessi mál ber á góma. Tortryggnin er aðalvanda- málið i umræðunnium friðarmál. Menn gruna hver annan um græsku í sifellu þvi við búum aö arfleifðinni frá kalda striöinu og hún gerir það að verkum aö menn tortryggja hver annan. Pólitfskar skoöanir þinar skipta ekki máli ef yfir okkur öllum vofir tortiming. Leiötogar þjóöanna hafa ekki leyst þetta mál með hefðbundn- um aöferðum hingaö til. Þess vegna þarf aö taka þetta mál út frá þeirri forsendu aö viö erum öll á sama báti. Okkur veröur vænt- anlega öllum tortimtef til ófriðar kemur, þess vegna er þaö sam- eiginlegur hagur okkar allra að vinna aö friöi og eyöa tortryggni i garö hvers annars. Ef starfsemi friöarhreyfingarinnar og þátt- taka kirkjunnar gætu oröiö til þess aö hætt yröi aö stilla okkur upp sem t.d. kommúnistum eða kapitalistum og I stað þess yröi litiö á okkur sem manneskjur sem búa viö geigvænlega ógnun og fáokkurtilaö skilja aö viö eig- um viö sameiginlegan vanda að striöa, þá yröi mflriö fengið. Hefur farið fram um- ræða um afstöðu þjóð- kirkjunnar til eflingar friði á jörðu? Þaö fer eftir þvi hvaö átt er við með þjóökirkju. Ef þiö eruö skfrð og fermd þá eruð þið hluti af söfn- uöinum og getiö tekið afstööu til eflingar friöi aö einhverju leyti i nafni þjóðkirkjunnar. Hins vegar að hin „opinbera kirkja”, presta- stefna eða slikur aðili fari að taka beina afgtöðu þá held ég aö um- ræða hér heima sé ekki komin á það stig aö hægt sé aö spá nokkru um þaö. Þaö veröur fróðlegt að sjá hvaða áhrif t.d. Kirkjuritið hefur, hvort það framkallar ein- hverja þörf hjá prestum, aö þeir finni sig tilneydda að taka ein- hverja afstööu. Máliö mun hefjast 'ef þaö þá hefst, þegar Kirkjuritið kemur út. Teliu- þú að Kirkjurit- ið muni eyða tortry ggni i umræðum um friðar- málin? Fundurinn hér i Skálholti i haust hefur vonandi lagt sitt litla lóð á þá vogarskái aö eyða tor- tryggni. Þaö er mikilvægt aö menn af ólíku sauöahúsi setjist niðurogtalisaman um þessi mál. Maöur sem tilheyrir ailt öðrum stjórnmálaflricki en þú, hann sit- ur ekki endilega á svikráðum við mannkyniö. Þaö getur veriö aö hann leiti að lausnum á þessum vandamálum rétteins og þú. Um- ræða um þessi mál eyöir tor- tryggni og þeim mun fleira sem sagt er í fámennum hópi þar sem ólik viöhorf eru kynnt þeim mun betra. Asama hátt þvi fleira sem sagt er i fjölmenni getur farið alla vega þvi opinberar umræöur hafa tilhneigingu til að veröa að eins konar kappleik. Hvaða viðhorf hefur þú til þeirra erlendu þjóna kirkjunnar sem hafa tekið þátt í friðar- aðgerðum? Ég þekki ekki friöarhreyfing- una i smáatriðum. En ef þi átt viö aö kristnir menn, prestar eöa aörir, taki þátt i' hópfundum til að andæfa framleiöslu gereyöingar- vopna, þá verð ég enn að segja, að þaö getur tæpast oröiö til annars en góðs. Þar af leiðandi lit ég vin- samlega á þaö. Avinning af öllu þessu starfi er ekki hægt að spá um. Við getum einungis vonað að þaö verði til þess að vekja athygli þjóðarleiötoga á vandanum og herði á þeim að taka upp raun- hæfar viðræður um afvopnunar- mál. Þeir hafa ekki leyst heims- friðarmálin nema aö takmörkuöu leyti. Ef fjöldahreyfing ýtir við þeim aö halda áfram samninga- viðræðum um afvopnun, þá er það ávinningur og gott eitt getur af þvi sprottið. Annars er ástæða til að taka upp spurningu sem þið hafið ekki minnst á. Hún er sú hvort um sé að ræöa misnotkun á velvild grunnhygginna manna? Mér finnst það ekki óeölilegt i sjálfu sér aö efast um heilindi margra. Við höfum heyrt um leiöindamál sem kom upp i Danmörku á sið- ustu dögum og sýnir, aö þaö eru ýmsir maðkar i þessari annars ætilegu mysu sem friðarhreyfing- in er. Þarna kemur upp gamla tortryggnin og mál danans sýnir okkur ab gamla tortryggnin á við rök að styðjast, hún er ekki sprottin afengu enþaöverður allt aö einuað eyöa henni. Markmiðiö með þessu hlýtur aö vera aö eyða henni. Mér finnst nú stundum út i hött þegar verið er aö gefa i skyn að kirkjan sé að gerasthandbendi einhverra pólitiskra afla i þessu máli. Þaö vill gleymast aö kirkj- anerorðinreynd og sjóuð. Hún er orðin 19 alda gömul og hefur staö- ið af sér allar stjórnmálastefnur þessara 19 alda og mun væntan- lega standa af sér þær stjóm- málastefnur sem nú eru á dögum. Kristnir menn hljóta þvi að geta tekið einhverja afstöðu til friðar- mála ánþessað fá á sig pólitiskan stimpil. Ef viö tökum þátt i' friö- arhreyfingu þá gemm viö þaö i nafni trúar okkar og siðferðis. Það er undir hælinn lagt með hverjum við lendum i fylkingu hverju sinni. En við visum þvi á bug að við látum nóta okkur i ein- hverjum annarlegum tilgangi. Mér f in nst svolitið ljót t ef þa ð m á oröa þaö þannig, á mjög barna- legan hátt, — ef menn finna sig kallaða til þess I sinni kristnu trú, i nafni hans sem sagöi að menn ættu aö elska óvini sina, — ef aö menn finna sig kallaða til þess að berjast fyrir friöi i hans nafni, að þaö þurfi aö fara að stimpla þá einhverjum allt öörum stimpli. Það er ekki sanngjarnt. Þaö má heldurekki gleyma þvi að kirkjan er i eðli sinu bjartsýn stofnun og trúir þvi aö allir hlutir séu i Giflis hendiogþvimuni þessu öllu tykta vel um siðir. Hún miöar sina grundvallarafstööu við þann yfir- skilvitlega veruleika. Og ef kristnir menn telja sig kallaða til aö taka til málsum friö á jöröu þá gera þeir það i hans nafni en ekki stjómmálaflokka, þaðan af siður i nafni rfkja, hvort heldur austan tjalds eða vestan. Gætir þú hugsað þér að ganga i friðargöngu? Ég er nú orðinn svo slæmur i fótunum! En burtséð frá þvi þá færi það mikið eftir þvi hvert til- efnið væri og hvernig mér þætti að málum staðið. Ég gæti vel hugsað mér að ganga i friðar- göngu en það væri þá undir þessu formerki sem ég er búinn aö setja fram hér á undan, slfkt gæti að- eins orðið til góðs. Ég heiti engu um það en ég hafna þvi ekki held- ur. Hvernig getur smæl- inginn á litla íslandi eflt friðinn i hinum stóra heimi? Það gæti hann fyrst og fremst með fordæmi sínu. Ef að islend- ingar bæm gæfu til þess að koma fram sem friðarmenn i milli- rikjaviðskiptum á þann háttsem eftir yrði tekið, þá gæti það ef- laust haft áhrif. Við megum ekki h’ta alltof smáum augum á okkur. Við verðum að hugsa sem svo að margt smáttgerir eitt stórt. Rödd frá Islandi er ekki lakari en aðrar raddir þó hún sé lágværari. Eitth vað að lokum? Þá vil ég bara árétta það sem ég sagði i byrjun. Að mér finnst það ósköp einfalt og afdráttar- laust að við nútimamenn stöndum i svipinn og höfum reyndar gert i nokkra áratugi, frammi fyrir þeim geigvænlega vanda að geta tortimt heimsmenningunni og kannski öllu li'fi á jörðunni. Og meðvitundin um það virðist vera þessa stundina betur lifandi en endranær, hversu lengi sem það nú verður. Þess vegna held ég að við hljótum að geta fallist á að við verðum að taka þetta vandamál fóstum tökum. Og þess vegna hlýtur öll umræða sem vekur at- hygli á þessu og hvetur til leitar að einhverjum leiðum til úrbóta að vera tilgóðs. Þess vegna ætla ég að óska ykkur allrar blessunar og vona að ykkur gangi sem best ef að þið eruð á þessari braut.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.