Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 7

Stúdentablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 7
1. des. blað 7 Hef andúð á öllum vopn Viðtal við Ólaf Jóhannesson, utanrikisráðherra Hæstvirtur utanrfkisráðherra, Ólafur Jóhannesson hefur um langt skeiö verið einn þeirra islenskra stjórnmálamanna sem hvað mestrar virðingar hefur notið. Vegna áhrifarikrar stöðu hans i alþjóðastjómmálum, gátu blaðamenn 1. des. blaðs stúdenta ekki setið á sér að taka við hann viðtal það, sem hér fer á eftir. Viltu hafa frið í heiminum? — Já. Ertu sammála þeim oröum margra ráðamanna að eina ráðið til að tryggja frið i heimin- um sé að vigbúast? — Besta trygging fyrir friði er jafnvægi i vopnabdnaði, sem minnst á hvora hlið. Verja vopn friðinn? Er ógnar- jafnvægið, hvað svo sem það nú er, ekki svolítið undarleg vörn? — Almennt er ég á móti vopnum, en jafnvægið milli stórveldanna byggist á þvi, að það sé jafnvægi i vigbúnaðiogæskilegterað þaðsé sem minnst á hvora hlið. Kjarna- vopn eru hættulegustu vopnin. Friður er ekki tryggður ef annar aðili eingöngu hefur vopnin. Ekki er ég svo kristilegur að bjóða fram hægri kinnina ef ég er lam- inn á þá vinstri. Ég geri líka ráö fyrir þvi, að friöarhreyfingin i Evrópu æski gagnkvæmrar af- vopnunar. Hvaða tryggingu höfum við fyrir þvl að vopnunum verði ekki beitt sbr. yfirlýsingu Reagans og Haigs um takmarkað kjarnorku- strið I Evrópu og að Nató yrði fyrra til að senda kjarnorku- sprengju á Sovétríkin? —Ja, ég vil nú helst ekki tjá mig um þetta. Auðvitað höfum við enga tryggingu fyrir þvi. Leiðist þér ekki kúrekaleikur risaveidanna? -riSg sé ekki ástæðu til að svara þessari spurningu i þviformisem hún er. Finnst þér þetta ekki vera hálf- gerður kiirekaleikur? Þetta er kúrekaleikur um völd. Getum viö verið þekkt fyrir að taka þátt i þessum leik? —Ég held að það sé full ástæða til að ætla að þau taki hlutina alvar- lega. Arið 1979 var tekin ákvörðun um fra mleiðsi u Pershing II og Cruise Missiles eldflauga. Þá var þáverandi utanrikisráðherra ekki á móti framleiðslu þeirra. Hefðir þú hins vegar verið á móti henni? —Nei, ekki eins og málið lá fyrir. Hvemig lá málið fyrir? —Samþykktin var tviþætt. Annars vegar skyldi eldflaugun- um vera komið upp árið 1983. Hins vegar skyldi Sovétrikjunum boðið upp á samninga, eldflaug- arnar yrðu ekki settar upp ef Sovétmenn drægju burt SS-20 flaugar sinar. Siðan 1979 hafa Sovétmenn sett upp 150 slikar aldflaugartil viðbótar við þær 100 sem fyrir voru. Þjóðir V-Evrópu, sem eru skot- mörk SS-20 eldflauga óskuöu eftir Pershing II og Cruise Missiles. Bandarikin voru ekkert að þrengja þessu upp á Evrópu. Ertu hlynntur þvi aö Pershing II og Cruise Missiles verði staösett- ar i Evrópu? —Helst kysi ég að þar yrðu hvorki SS-20 né Pershing II og Cruise Missiles. Nú verður tekin ákvörðun um staðsetningu þessara eldflauga á fundi utanrikisráðherra Nató- landa i Brussel i des. n.k. Hver verður afstaða islensku þjóöar- innar? —Akvörðunin var tekin ides. 1979 og kemur þvi ekki til kasta Nató- fundar i vetur. Hvað verður þá rætt á þessum fundi? —Þaðverður fundur iBrussel 9-10 des. n.k. Ég veit ekki hvaö verður rætt, ég hef ekki fengiö dag- skrána ennþá. Ég geri þó ráð fyrir að fylgi verði lýst við nýleg- ar tillögur Reagans. Það kemur ekki til mála að rætt verði um nákvæma staðsetningu Pershing II og Cruise Missile. Nú verður Nató-fundur á tslandi I mars n.k. Hvað verður rætt þar? — Það stendur ekki til að hafa neinn Nató-fund á Islandi næsta ár, hvorki i mars né á öðrum tima. Það verða fundir utanrikisráð- herra aðildarrikja Nato á næsta ári, hvar og hvenær verða þeir haldnir? — Fundir utanrikisrá ðherra aöildarrikja Atlantshafsbanda- lagsinseru haldnirtvisvar á ári. I desember ár hvert er fundur i aöalstöðvum Nato i Brussel, en I mai' eða júni er hann i einhverju aðildarrikjanna. Það er ekki enn búið að taka ákvöröun um hvar fundurinn i vor verður haldinn. Hefur utanrikisráðherra tslands neitunarvald á þessum fundum? — Já, hvert riki hefur neitunar- vald. öll aðildarriki verða að samþykkja ákvarðanir eða sætta sig við þær. Nú er t.d. Suður-Amerika kjarn- orku vopnalaust svæði. Ertu hlynntur kjamorkuvopnalausunt svæðum? — Já. Ertu hlynntur kj arnorkuvopna- lausum Norðurlöndunt? Ef svo er, hvernig geturþú þá sem utan- rikisráðherra tslands beitt þér i þvi máli? — Norðurlönd eru kjarnavopna- laus og hafa ætið verið, nema þegar kafbáta rekur þar á land. Ég er hlynntur kjarnavopnalaus- um Norðurlöndum ef það er i samhengi við afvopnun i Evrópu. Kjarnavopn eru lang hættulegust vopna, að visu, en þaö eru alls konar vopn til. Við munum fylgj- ast náið með framvindu þessara mála og hafa sérstakt samráð viö Norðmenn og Dani. Hefur hugmyndin um kjarnorku- vopnalaus Norðurlönd verið rædd i rikisstjörn? — Nei. tslendingum hefur veriö meinað- ur umgangur um eigið land, næg- ir að nefna Stokksnesstöðina. Er ekki nauðsynlegt að öryggis- málanefnd Alþingis fái fulla heimild til að kanna hernaðar- mannvirki Nató á tslandi og fái jafnframt að koma upplýsingum um þessi mál til almennings? —Að sjálfsögðu getur aðgangur ekki verið frjáls aö hernaðar- svæðum. Ekkert það er til, sem heitir öryggismálanefnd Alþing- is, en sennilega er átt við utan- rikismálanefnd. Hún getur og hefur farið skoðunarferðir um varnarsvæöiö. Það er til svokölluð öryggismála- nefnd, þótt hún sé kannski ekki kennd við Alþingi, ekki satt? Þurfa islendingar ekki á upplýs- ingum að halda til að geta metið stöðu mála út frá eigin forsend- um? — Ég hefði talið æskilegt að fá stöðu sérfræðings við utanrikis- ráðuneytið, en sú hugmynd fékk ekki hljómgrunn. En hvað með eftirlitsstöö i hönd- um islendinga, sbr. það sem Guð- mundur G. Þórarinsson hefur lagt til? —Sliltter mikiö umsvifameira og erfiðara. Annars vil ég ekkert tjá mig um það á þessu stigi. Á ekki almenningur heimtingu á að fá vitneskju um vi'gbúnað á tslandi? Nú er t.d. von á skýrslu frá öryggismálanefnd? — Það er æskilegt að almenning- ur sé sem best upplýstur. Það er lengi vitaö að von væri á skýrslu frá öryggismálanefnd. Sú nefnd gæti hugsanlega veriö vfsir að upplýsingaþjónustu um þessi mál, likt og t.d. i Noregi. Ertu hrifinn af sjónvarpsþættin- um Dallas og i framhaldi af þvi eru hrifinn af bandariskri menn- ingu? — Hef ekki séð hann og get þvi ekkert um hann sagt. Ég er hrif- inn af mörgu i bandariskri m enn- ingu,en sitthvað er þar, sem ekki er fýrir minn smekk. Bandariskir ráðam enn segja, að i Keflavik séu engin kjarnorku- vopn. Hafa islendingar einhverja tryggingu fyrir þvi aö svo sé ekki? — tslensk yfirvöld telja sig hafa fullnægjandi vissu fyrir því að engin kjarnavopn séu geymd á tslandi. Væri ekki eölilegt, að öll þjóðin fengi að ráða þvi i þjóðarat- kvæðagreiðslu hvort herinn væri kyrr eða færi? — Það gæti hugsanlega komiö til greina, en þaö er Alþingis að ákveða slikt. Þú hefur viðhaft þau ummæli i fjölmiðlum (fundur með náms- mönnum i Osló) að umhverfis landiö sveimuðu kafbátar sem ekki væri vitað hvað hefðu innan- borðs. Er ekki nokkuð vist að þeir hafi kjarnorkuvopn innanborös ogaðsumum þeirra kunni jafnvel að verða beitt gegn hernaðar- mannvirkjum á Islandi, þegar til tiðinda dregur? — Þáályktun má draga af reynslu Svia, að allir sovéskir kafbátar hafi kjarnavopn innanborðs. Við vonum aö varnir tslands séu nægilega tryggar til að koma i veg fyrir að nokkurn tima verði hótað að nota þau. Kjarnorkuvopn þykja okkur jafn- slæm, hvort sem þau eru um borð i sovéskum eða bandariskum kaf- báti. Hússneskir kafbátar hafa veriö á sveimi I kringum landið, en hvað með þá bandarisku? Stafar islendingum ekki hætta af hvoru um sig, svo ekki sé minnst t.d. á slysahættu? — Ég vil sem minnst um þetta segja, en slysahætta getur aö sjálfsögðu stafaö af kafbátum hverrar þjóðar sem þeir eru. Þú segir I svari við spurningu áöan, að þú vonir að varnir tslands sú nægilega tryggar til aö koma I veg fyrir að nokkurn tima verði HÓTAÐ að nota þessi vopna. Heldur þú að það sé alveg öruggt að einhver hótun komi á undan? Erekki liklegra að vopnin verði bara hreinlega NOTUÐ? — Ég vil ekkert segja um það. En ég held að það sé ekki lengur I tisku að segja mótaðila kurteisis- lega strið á hendur. En ég vil ekki vera meö getsakir i garð neinnar þjóðar. Hver er afstaða þin til nifteinda- sprengjunnar? — Ég hef andúð á henni eins og öllum öörum sprengjum. Hefur Nató einhverja varnar- stefnu með tilliti til islands? Ef svo er hver er hún þá? — Ég hef ekkert slíkt I höndum. Vörnin felst m.a. i þvi að árás á eitt riki skoöist sem árás á þau öll. Hvaö með Þorskastríðið? Ekki var það nú skoðað sem árás? — Nei, hitt er annað mál, hvort við hefðum unnið þaö strið, ef við heföum ekki verið i Nató. Vil annars ekkert segja um þetta, fæst orð hafa minnsta ábyrgð, Að lokum, hvers viröi er lifið? — Fyrirspyrjendur geta svarað þvirétt einsog ég, þvi að þar held égað hver og einn verði að svara fyrir sig. Lifið hefur verið og er mér mikils virði. „Norðurlönd hafa verið kjarnorkuvopnalaus og hafa ætið verið, nema þegar kafbáta rekur þar á land. Eg er hlynntur kjarnavopnalausum Norðurlöndum ef það er i samhengi við afvopnun i Evrópu. Kjarnavopn eru langhættulegust vopna, að visu, en það eru alls konar vopn til. Við munum fylgjast með framvindu þessara mála og hafa sérstakt samráð við Norðmenn og DanV’

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.