Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 16

Stúdentablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 16
16 v i 1. des. blað TORFI OLAFSSON formaður kaþólska safnaðarins Er hægt að koma á varanlegum friði? Jtíhannes XXIII. pái var heims- frægur maöur fyrir kærleika sinn til allra manna og ást á friöi. Arið 1963 sendi hann frá sér páfabrefið PACEM IN TERRIS (Friður á jöröu), og þaö hefst á þessum oröum : „FRIÐUR A JORÐU — á öllum öldum hafa menn þráö hann heitast af öllu, en þaö er sýnilega engin leið til aö koma honum á, engin leið til aö tryggja hann, nema meö því aö varðveita samviskusamlega þaö skipulag sem Guð gaf heiminum.” Guö skapaöi heiminn í upphafi og fékk mönnunum i hendur umráð yfir honum, meö öllum þeim gæöum og möguleikiim, sem honum fylgja. Og Guö ætlaöi heiminum ákveöið skipulag, þar sem menn liföu saman I friöi og styddu hver annan. En maöurinn fékk einnig i vöggugjöf frjálsan vilja og þann vilja tókst honum ekki alltaf aö nota til góðs. Hann ágimtist meira en hann þurfti og hann þráöi völd yfir öörum mönn- um. En ágirnd og valdastreita leiða til þess að gengið er á réttindi annarra. Jöröin og allt sem á henni er, tilheyrir öllum mönnum sem á hana fæöast sam- eiginlega, og taki ég í mi'nar hendur meira en ég þarfnast, hlýt ég aö taka það af einhverjum öörum, ef ég bý i nábýli viö aðra menn, og þaö er ekki samrýman- legt vilja Guös. Þá er ég aö spilla skipulaginu i sköpunarverki hans. Þaö ereins meö skipulag Guösí heiminum og margbrotna vél. Bili eitthvert hjól eöa skríifa I henni, vinnur hún ekki eins og henni er ætlaö. Eins spillir hver sá maöur sköpunarverki Guös sem brýtur gegn þvi skipulagi sem hann hefur ætlað þvi. Viö þurfum ekki aö viröa heim- inn lengi fyrir okkur til þess aö sjá aö i honum eru æöi mörg hjól biluð, ef til vill flest, og þvi er skipulag hans allt i molum, þetta skipulag sem átti aö vera gott og færa öllum mönnum hamingju. 1 austri og vestri standa stórveldi hvort gagnvart ööru, grá fyrir járnum, og hafa i hótunum. 1 suðri svelta menn heilu hungri, en i rikustu iðnaöarlöndunum sóa menn peningum fyrir hégóma og verja stjarnfræöilegum upp- hæöum f framleiöslu drápstækja. Þaö er ekki um aö villast, skipu- lagiö er i molum. En eygjum viö þá enga von? Jú, vlst er til von, en hún er svo litil og fjarlæg aö ýmsir telja hana ekki umtalsveröa. Þessi von er sú aö menn taki sinnaskiptum, aö menn opni augun og sjái aö meö valdagræðginni og ágirndinni uppskerum viö ekki annaö en ranglæti og stríö, en meö kær- leika og sáttfýsi getum viö unniö allt, aö sé vopnumhlaöiö i sihækk- andi stafla, kemur loks aö þvi aö hann hrynur, yfir menn og lönd, og heimsstyrjöld á okkar tlmum mundi sennilega merkja allsherj- ar tortimingu. Þaö þýöiraö sagan um heimsendi, sem við hentum gaman aö í æsku, er oröin aö ógn- vænlegum möguleika. Og þaö raunalega er aö flestir þessir menn sem vopnin skaka á okkar dögum, eru inn viö beinið bestu menn og viljaekkiillt, heldur eru flækir i pólitískar og efnahags- legar aðgeröir, sem eru raun- verulega farnar aö stjórna þeim. Styrjaldarótti er vlöa oröinn áberandi, menn efna til mótmælaaðgerða og gera kröfur um afvopnun, kjarnorkulaus svæöi og þar f ram eftir götunum. IbúarEvrópu skelfast viðtilhugs- unina um að börn þeirra og barnabörn veröi aö upplifa sömu hörmungarnar og þeir uröu aö þola á styrjaldarárunum, eða kannske enn verri. En hlustar einhver á þetta fólk og það sem mara er, beinast mótmæli þeirra og kröfur að þvl ö uppræta sjálft meiniö? Er þaö ekki aö berjast viö sjúkdómseinkenni, frekar en sjúkdóminn sjálfan? Mér sýnist sannleikurinn vera sá aö almenningur I Evrópu muni engu geta um þaö ráöið, hvort til vopnaviðskipta kemur eöa ekki. Vandinn, hvaö Evrópu snertir, eru stórveldin tvö, i austri og vestri. Sagan sýnir aö þau hafa aldrei spurt smáþjóðir um vilja þeirra, ef þeim hefúr fundist tlmi til kominn að taka til hendinni. Smáþjóð er aldrei spurö hvaö hún vilji, hinnsterkineyöir hana tilað láta undan og lætur kné fylgja kviöi, ef hún ber sig á móti. Um þaö höfum viö dæmi allt fram á þennan dag. Þaö er ennþá veriö aö brytja niður saklaust fólk a! þvl einu aö þaö vill ekki lúta vilja stóra bróöur. Smáþjóöir eru hnepptar I fjötra, þaö eru tekin af þeim hin sjálfsögöu mannréttindi, af þvi einu að þau eiga aö hlýöa hinum sterka nágranna, af þvi þaö er hans hag- ur, efnahagslegur eöa pólitiskur, aö geta staöið meö fótinn i hálsi þeirra. Það eru stórveldin sem valda mestum vanda i hinum sundurþykka heimiog þaö veröa þau sem kveikja neistann aö al- heimsbálinu, efsvo iila feraðþað -blossar upp. Menn hafa borið fram kröfur um kjarnorkulausa Evrópu og kjarnorkulaus Norðurlönd, vafa- laust af góöum vilja og I barnslegri einfeldni, en ég hef ekki trú á aö kjarnorkulaus Evrópa eöa kjarnorkulaus Norðurlönd stuöli neitt frekar aö heimsfriöinunrt en vinveitinga- banniö á miövikudagskvöldum stuölar aö minni drykkjuskap i landinu. Hlutleysi landa og vopn- leysi er ekki annaö en hégómi I augum stórvelda, allt slíkt viröa þau minna en sokkana slna, ef til alvörunnarkemur. Þaö eina, sem gæti haft einhver áhrif á stórveldin, væru öflug fjöldasam- tök I þeirra eigin löndum,samtök manna sem neitiíiu aö láta teyma sig út I manndráp og voöaverk. En halda menn að stórveldin mundu yfirleitt llöa slikum sam- tökum aö láta til sin taka, aö gagnrýna valdagræögi þeirra og hroka? Ég á ekki von á því. En eigum viö þá aö leggja árar i bát? Nei, þaö eigum viö ekki að gera ogþað megum viö ekki gera. Við eigum látlaust aö vinna aö auknum kærleika, við eigum aö afneita græðginni, munaöarsýk- inni, valdaþorstanum og hégóm- anum. Viö eigum aö hætta aö elt- ast viö pólitisk „frelsunar- prógrömm”, þvi «annleg ráö og kerfi hafa ávallt riðlast I fram- kvæmdinni og frekar oröiö til bölvunar en gagns, hversu vel sem þeir menn hafa viljað sem frumdrættina geröu aö þeim. Viö eigum völ á einu bjargráöi, sem ekki er frá mönnum komið, heldur frá skapara okkar og frelsara, og það er aö iöka kær- leika og fyrirgefningu, þvi aö „þóttég talaöi tungum manna og engla, en heföi ekki kærleika, væri ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla....” Ef hver ein- asti maður reyndi af heilum huga aö fara eftir oröum Krists, I staö þess aö vera meö orö hans á vörunum, en breyta samkvæmt vilja andskotans, þá væri hægt aö bjarga þessum hrellda heimi, þá væri hægt aö styðja hungraða til sjálfsbjargar og þá mundu menn hætta að veifa kjarnorkuvopnum hver framan I annan. Og ef stór- veldin gætu komið sér saman um að draga úr vopnabúnaði og leggja hann loks meö öllu niður, munduönnur rlki vonandifara að dæmi þeirra. En til þess þarf traust og til þess veröa þau að sýna vilja sinn i verki en heimta ekki allt af mótaðilanum. Það kann aö vera aö vonin okk- ar sé veik, en meöan við lifum geymum við hana i hjartanu. Og vel mættum viö minnast þess, að það viröist engin leiö vera fær til aö koma friöinum á eöa tryggja hann önnur en sú, ,,að varðveita samviskusamlega þaö skipulag sem Guö gaf heiminum.” Torfi Ólafsson. GUNNAR THORODDSEN IJr þingræðu i sept. ’46 ,,Málaleitunin um herstöðvar af hálfu Bandarikj- anna var gersamlega ósamræmanleg sjálfstæði Is- lands. Og min skoðun er sú, að til litils hafi þá verið skilnaðurinn við Dani og stofnun lýðveldisins, ef skömmu siðar hefði átt að gera slika skerðingu á sjálfstæði okkar.”

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.