Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 14

Stúdentablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 14
L 14 1. des. blað STUÐNINGS YFIRLÝ SINGAR Að undanf ömu hafa menn viða um heim gert sér æ ljósari grein fyrir þvi hvert stefnir i vigbúnaðarkapphlaupi stór- veldanna, fyrir þeirri hættu sem mannkyninu stafar af framleiðslu kjamorkuvopna og fyrir þvi að tækniframfarir á þessu sviði hafa sist dregið úr hættunni. Framleiðsla nifteindasprengju og staðsetning nýrra eld- flauga i Evrópu hafa vakið upp andstöðu fjölda fólks. Andstöðu sem orðin er að öflugri fjöldahreyfingu gegn vig- búnaði i austri og vestri. Á Norðurlöndum hafa risið upp samtök sem ber jast fyrir lögbindingu kjamorkuvopnalauss svæðis þar. íslendingar hljóta að taka undir grundvallarsjónarmið þessara hreyfinga, kröfuna um kjarnorkuafvopnun. öryggi íslands og islensku þjóðarinnar teljum við best borgið án herstöðva, þar sem þær eru i raun segull á árás, komi til átaka. Barátta fyrir brottför hersins á Miðnesheiði og niður- lagning hemaðarmannvirkja á landinu er þvi liður i heildar- baráttunni fyrir afvopnun kjarnorkuvelda. Verkalýðsfélagið Baldur, ísafirði Iðja, félag verksmiðjufólks, Akureyri Trésmíðafélag Reykjavíkur Starfsmannafélagið Sókn Verkamannafélagið Dagsbrún Verkalýðsfélag Norðfirðinga Verkalýðsfélag Húsavikur Verkalýðsfélagið Vaka, Siglufirði Verkalýðsfélag Patreksfjarðar Ólafur Ragnar Grimsson Framhald af bls. 10. sprengjan er til brúks. Hún er komin i sama flokk og öll hin nema áhrifamátturinn er auðvit- að meiri. Það tæki Pershing II eldflaug- arnar aðeins fimm minútur að flytja helsprengjurnar frá skot- stað til áfangastaðar og búa um leið 200 milljónum manna á samri stundu gröf dauðans. Kjarnorku- sprengjur i einum kafbát duga til að drepa ibúa 300 borga. Reikn- ingsdæmin i striðsáætlun kjarn- orkuhernaðarins gera á hvers- dagslegan hátt ráð fyrir tortim- inguhundruða milljóna saklausra borgara á fyrstu klukkustundum striðsátaka~Tiotkun vopnanna er frumforsenda i vigbúnaðaráætl- unum risaveldanna. Þess vegna tryggja þessi vopn tortiminguna. Aðeins útrýming þeirra getur varið friðinn. Það er meginstefna friðarsinna. Það er krafa þeirra milljóna sem veita friðarhreyfingunni stuðning. Afvopnum risaveldin! Myndum kjarnorkuvopnalaus svæði! Bönnum öll ný kjarnorkuvopn! Þetta eru meginkröfur hinnar evrópsku friðarhreyfingar. ólafur Ragnar Grimsson. Páll Pétursson Framhald af bls. 11. halda sjálfum sér i sóttkvi, þess- vegna á herinn að byggja „getto” utan um sjálfan sig. Þessvegna á herinn að kosta byggingu flug- stöðvar til þess að íslendingar geti farið ferða sinna án þess að þurfa að berja augum þessa fár- ánlegu meinsemd. Her USA er hér ekki fyrir okkur, heldur fyrir sitt eigið land. Þess vegna er það mikill misskilningur að það styrki stöðu Bandarikjahers á Islandi ef hann kostar byggingu flugstöðvar i Keflavik. Það er einungis til þess að lúsin skriði siður af hern- um á okkur. Svo voruð þið að spyrja um málstað friðarins. Þið eigiðekki málstað friðarins ungir Alþýðubandalagsmenn i Háskóla lslands, ekki Marx-Len- inistar — Ekki KML eða KFUM eða hvað þetta heitir allt saman. Stundum hrindið þið fólki frá góð- um málstað með asnalátum, ó- vart hugsa ég. Friðurinn tilheyrir ekki Alþýðubandalaginu. Friður- inn skapast ekki með þvi að öskra á strætum og gatnamótum heldur með skynsamlegu og hófsömu starfi. Markvissu einbeittu starfi hógværra geðprúðra manna. 1 Guðsbænum komið ekki góðir drengir óorði á friðinn með kjánaskap, kunnið ykkur hóf, en reynið að sjá til þess að hálfverk ykkar verði „handarvik i þágu lifs og friðar”. Páll Pétursson Olafur G. Einarsson Framhald af bls. 10. Með endurnýjun vopnabirgða sinna. A sjöunda áratugnum, timabili slökunarstefnu, juku Sovétmenn vigbúnað sinn stór- kostlega, meðan Evrópuþjóðir & Bandaríkin drógu úr. Þetta hefur valdið misvægi. Yfirburðir eins rikis i hernaðarlegu tilliti, og það misvægi, sem þannig verður, hafa I för með sér vantraust, ör- yggisleysi og óstöðugleika i al- þjóðasamskiptum. í kjölfarið fylgir svo gagnkvæmur ótti. Jafn- vægi verður þvi að nást, með minnsta mögulegum búnaði, og með samkomulagi um takmörk- un vopna. Fyrir stjórn Evrópu- landa er lamandi á friðartimum og hættulegt á hættustund að taka ákvarðanir i þeirri stöðu, sem nú er, þegar yfirgnæfandi afl sovét- hersins ógnar þeim öllum. Mis- vægið stofnarþvifriðinum i hættu nú i Evrópu, eins og það hefur allsstaðar gert á öllum timum. Evrópuþjóðir hafa þvi brugðist við, eins og að framan segir, m.ö.o. til þess að tryggja frið, eða koma i veg fyrir strið, ef menn vilja orða það svo, hafa Evrópu- þjóðir neyðst til að endurnýja vopn sin. Sagan kennir okkur, að þar sem jafnvægi rikir, helst frið- ur. Svar mitt er þvi jákvætt, að þvi er tekur til okkar heimshluta, að vopnin verji friðinn. Þetta kennir sagan okkur. Og sá, sem ekki vill læra af sögunni, er dæmdur til að reyna það sama og forfeðumir. ÓlafurG. Einarsson Sighvatur Björgvinsson Framhald af bls. 11. ur meðal þeirra ráðamanna Sovétrikjanna, sem enn haida að sigur geti unnizt i vigbúnaðar- kapphlaupi — en i Sovétrikjunum eru til bæði haukar og dúfur eins og i Bandankjunum — þá hafa friðarhreyfingarnar sem tjáning raunhæfs friöarvilja vestrænna þjóða snúist i andhverfu si'na. Slikt má ekki verða. Baráttan er barátta fyrir friði, krafa um af- vopnun en ekki tilkynning um uppgjöf. Friður er eftirsóknarverðastur allra li'fsgæða. Kannski er það þess vegna, sem svo erfitt hefur reynst að afla hans og svo mikið þarf fyrir að hafa aö gæta hans. En þeir erfiðleikar mega ekki draga úr okkur kjarkinn. Við megum ekki gefast upp og snúa frá þótt leiöin framundan virðist vera torsótt og löng og viðfangs- efnin hversdagsleg, leiðinleg og ströng —þvi það erengin auðveld !leið til út. Þær liggja allar fram á bjargbrúnina. Sighvatur B jörgvinsson

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.