Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 10

Stúdentablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 10
10 1. des. blað //Vopnin verja friðinn,, var haft eftir ráðamanni einum um miðja öldina. Síðan þessi orð féllu hafa ráðamenn hrundiðaf stað styrjöldum er kostað hafa milljónir manna lífiö. Krafan um aukin og endurbættan vigbúnað er aftur á lofti þrátt fyrir að vopn heimsins geta kæft allt líf á jörðinni sjö sinnum. I þetta sinn virðist almenningur hafa fengið sig fullsaddan af auknum vígbúnaði og krafan um frið i heiminum verður æ háværari. Fjöldahreyfingar spretta upp, milljónir manna sýna stuðning sinn i verki við málstað friðarins. I framhaldi spyrjum við: J/T7TP T A VOPNJN mJBLm mJLrn w mJBLm mJLm w FRIÐINN? Dr. Gunnar r£lioroddsen ÓFRIÐUR ER EKK Í VOPNUM AÐ KENNA ófriöur er ekki vopnum aö kenna, heldur hugarfari þeirra, sem vopnum beita. Yfirlýsingar um hlutleysi eöa einhliða ákvaröanir þjóöa um að vigbúast ekki, hafa ekki reynst örugg vörn gegn ófriöi. Friöur veröur aöeins tryggöur til frambúöar meö trausti þjóöa i milii. Eins og sakir standa, er reynt aö tryggja friö i okkar heimshluta meö varnarsamtök- um. Þjóöir heims veröa aö leitast viö aö auka traust sin i milli og skilning á viðhorfum annarra. Gunnar Thoroddsen Ólafur G. Einarsson JA OG NEI! Þessari spurningu má svara bæöi játandi og neitandi. Rök- stuðningur veröur aö fylgja. t spurningunni felst hins vegar nokkur einföldun á þvi vanda- máli, sem fylgir vigbúnaði. Spyrja hefði mátt um leið, hvaö menp vilja greiöa fyrir friöinn. Vilja menn fórna frelsinu, frels- inu til aö tjá sig, frelsinu til aö feröast, frelsinu til að velja sér stjórnendur, þvi frelsi, sem felst i þingræðis- og lyöræðisskipulagi þvi, sem viö bíium viö á Vestur- löndum? Svar mitt viö spurningunni grundvallast á þvi, aö þessu frelsi viljum viö halda, viö viljum vernda sjálfstæöi okkar ogsjálfs- ákvöröunarrétt. Þær þjóðir, sem einhvers meta sjálfstæði sitt, veröa aö leggja eitthvað af mörkum til aö viö- halda þeim þáttum, sem verja það. Þeir þættir eru af ýmsum toga. En eitt er það, sem viö get- um ekki leyft okkur i þessu varn- arverki. Þaö er aö treysta þvf að viö höldum frelsi okkar og verö- mætum lýöræöisins meö þvi einu að ákalla og treysta á góðvild þeirra, sem vilja þessi verömæti feig. Það er uppgjöf. Vegna þessa hafa hinar vestrænu þjóöir bund- ist samtökum um að verja þessi verömæti sin. Þaö hafa þær m.a. gert meö þvi aö vfgbúast. Til þess hafa þær verið knúöar. En vopn þessaraþjóöa hafa ekki verið not- uði striðisl. 36ár. En viö höfum á sama timabili oröið vitni að 150 striðsátökum. Vopn þau, sem þar hafa veriö notuð hafa þvi ekki varið friöinn, þau hafa rofið hann. Astæðan er sú, að þau hafa veriö i' höndum manna, sem ekki hafa viljaö friö, og hafa verið i höndum manna, sem hafa viljaö skeröa frelsi þeirra þjóða, sem þeir hafa farið meðófriöigegn. Hvað ætli dæmin séu mörg? Viet Nam, Kamput- sea, Angóla, Ethiopia, Afganist- an, allt eru þetta ný dæmi. Og frá fyrri tiö, en þó frá umræddu tíma- bili, Eystrasaltslöndin, Ung- verjaland, Pólland. Þessi lönd hafa öll glatað sjálfstæði sinu vegna þess, aö þau réðu ekki yfir þeim ráðum, sem ein duga til aö stöðva þann sterka, sem fara vill meö ófriöi á hendur þeim, sem minna má sín. t þessum tilvikum hafa vopnin ekki variö friöinn. Þau hafa verið notuö i striöi, til freisiskseröingar og til mann- drápa svo aö tilgangi árásaraöil- ans veröi náö. Til þess aö friöur haldist verður að undirbúa frið, var sagt nokkru fyrir 1930. Þaö tókst ekki þá. Nú, á tfmum kjarn- orkuvopna, er þessi undirbúning- ur mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Hvernig fer hann fram? A Vesturlöndum hafa menn smlist viö brjálæöislegum vig- búnaði Sovétrlkjanna með þeim eina hætti, sem mögulegur er: Framhald á 14. siðu Ólafur Ragnar Grimsson NEI! AFVOPNUM RISAVELDIN Sagan sýnir að fyrr eöa siðar rjúfa vopnin friðinn. 011 vopn eru framleidd til notkunar. I Hiroshima dóu yfir 100.000 sak- lausra borgara á fáeinum kiukku- stundum. Kjarnorkusprengjan rauf friðsæld morgunsins. 1 Vietnam lögðu napalmvopnin þorpin i rúst og tugþúsundir kvenna og barna dóu eöa bera enn menjar eiturhernaöarins. Nýj- ustu hergögn risaveldisins rufu friðsæld hrisgrjónaakra hinna fátæku bænda. 1 Afghanistan ryðjast háþróaðir skriðdrekar niður fjalladalina og rjúfa friö hiröingjanna. Frá lokum siðara heimsstriðs hafa rúmlega tuttugu milljónir manna látið lifið vegna styrjalda og stjórnkerfisbyltinga. Vopnin tryggöu þeim dauöánn — ekki' friöinn. Vopnin verja ekki friðinn. Onnur ályktun væri réttari: Vopnin verja völdin. 1 Tyrkiandi og Chile tóku her- foringjar vöidin frá lýðkjörnum fulltrúum — i krafti vopnanna. 1 SuÖur-Afriku er blökkumönnum neitað um jafnrétti — i krafti vopnanna. 1 ElSalvador beitir fá- menn auðstétt mögnuöu arðráni — i krafti vopnanna. I Austri og Vestri, Suðri og Noröri drottna fáir yfir fjöldanum — i krafti vopnanna. Og risaveldin tvö ógna lifi allrar heimsbyggðar og krefj- ast hlýöni — i krafti kjarnorku- vopnanna. A siöustu misserum hefur blekkingahjúpnum verið svipt af „jafnvægiskenningunni” sem verið hefur aðalskjól vigbúnaðar- sinna. Þeir sögðu að kjarnorku- vopnabúr vestræns og austræns risaveldis væru efid i nafni friðar. Báðir gætu drepiö hinn og þess vegna væri allt i góðu lagi með vigbúnaðinn. Fyrst var þessi kenning notuð til að koma upp vopnabúri sem gjöreytt gat öllu mannkyni einu sinni. Siðan var tortimingargetan tvöfölduð og þannig áfram koll af kolli. Nú er svo komið aö á rúmum tuttugu árum hafa risaveldin, Bandarikin og Sovétrikin, búiö sig svo vel af margvislegum tegundum kjarn- orkuvopna að þau geta sjö sinn- um gereytt öllu mannkyni, sjálf- um sér og okkur hinum og vilja samt meira. Kenningin um að hin hrikaiega vlgbúnaðaraukning, sem orðið hefur á skemmri tima en stuttu æviskeiöi þeirra sem nú eru við nám I háskóla, sé tii aö verja frið- inn hefur i reynd orðið vig- búnaðarsinnum skálkaskjól og risaveldunum kærkomið tiiefni tii að auka vald sitt. En nú eru nýjar kenningar komnar fram i dagsijósið. Kenn- ingar um nauösyn þess að nota kjarnorkuvopnin. 1 forsetaúr- skuröi nr. 59 var ákveðið aö Bandarikin verði reiðubúin til að heyja kjarnorkustrið á takmörk- uðu svæði, t.d. i Evrópu, án þess aö skapa hættu á gereyöingu heimalandsins. Framleiösla nift- eindasprengjunnar er liöur i framkvæmd þessarar stefnu. Utanrikisráðherrann hefur svo tilkynnt að i áætlunum NATO sé reiknað með að „bandalagið okk- ar” geti orðið fyrra til aö hefja kjarnorkuárás i viðvörunar- skyni! Dæmin eru fleiri. Þau sýna að riddarar vigbúnaðarkapphlaups- ins lita kjarnorkuvopnin sömu augum og önnur vopn. Hei- Framhald á 14. siöu Páll Pétursson ENGim GRÆTUR ÍSLENDING, EINN OGSER OG DAUÐAN Nei ekki hef ég trú á því. Frið- urinn fylgir ekki þeim mönnum sem einkum trúa stáli. Við Is- lendingar þurfum að hugsa okkur vel um. „Lega lands okkar” er eins og allrahandaherfræöingar hafa árum saman smjattaö á, með þeim hætti að þegar stóru skúrkarnir ota fram peðunum sinum þá hlýtur þeirra kikisauga að staðnæmast við hólmann okk- ar. Auðvitað erum við ekki einir i heiminum og nafli heimsins er ekki hér fremur en fyrir hundrað og fjörutiuárum, þegar Jónas var aö kveða: „Enginn grætur íslending einan sér og dáinn” Jafnvel þótt enginn gráti ætlum viö ekki aö deyja. Viö ætlum aö iifa. — Við verðum að lifa —. Mig langar til að vitna i Sturlungu. Hvamm Sturla átti stjúpson sem Einar hét, kallaður Ingi- bjargarson eftir móöur sinni. Ingibjörg var af ætt Guðmundar rika á Mööruvöiium. Hvamm Sturlu þótti ekki mjög vænt um stjúpson sinn Einar, og þegár Ingibjörg var dauð var Einar kominn vitund yfir tvitugt. Hann var röskur strákur, kjarkmikill og ókvalráður. Þetta kunni Hvamm Sturla að meta og narr- aöi Einar Ingibjargarson tii þess að gera fyrrir sig ýmis vafasöm viðvik. Eitt var það þegar Einar fór út i eina af Breiðafjarðareyj- um og skar roliur Einars á Stað- arhóli, óvinar Sturlu og dró i eina kös. Þá komu göfugir móður- frændur Einars Ingibjargarsonar vestur i Dali og höföu hann meö sér norður i Eyjafjörö af þvi eins og segir i Sturlungu „þeir vildu ekki láta hafa hann að tilhætting- arfifli vestur þar”. Og þá er ég kominn að kjarna málsins. Eig- um viö aö iáta „hafa okkur að til- hættingarfifli”. Ég er á móti þvi aö við séum „tilhættingarfifl vesturþar” þess vegna held ég aö vopnin verji ekki fribinn, þess vegna heid ég að herinn i Keflavik sé ekki til að verja okkur, heidur þvert á móti. Auðvitað er þessi her þarna til þess að verja Bandarikjamenn en ekki okkur. Verja er auðvitað stórt orð „aö- vara” væri nær lagi um þennan hóp. Ég er mikill vinur Bandarikja- manna og met þá mikils. Ég vil heldur vera i slagtogi með þeim en Rússum en ég vii samt ekki vera „tilhættingarfifl” þeirra og með herstööinni i Keflavik tökum við ægilega áhættu. Vib tökum þá áhættu að verða skotskifa þeirra manna austan að sem trúa stáli. Ég sagði áðan að ég vildi heldur vera i slagtogi með Bandarikja- mönnum en Rússum. Þó er mér ekki sama um það hver ásýnd Bandarikjanna er. Skoöanir Reagans taka ekki heima i minu brjósti. Skoðanir Reagans hvort heldur er á innanrikismálum eða utanrikismálum eru mér fram- andi og ógeðfelldar. Mér sýnist þessi maður sé kominn einni skúffu of ofarlega. Hann heföi betur látið sér nægja,að vera aö- alkallinn i bió. Ég geri mér sjálf- sagt ekki fulla grein fyrir hvað er nifteindasprengja, ég geri mér sjálfsagt ekki fulla grein fyrir hvað er stabbundið striö i Evrópu, en þegar ég hugleiöi þetta verður mér á að spyrja. Er ástæða til aö vera i þessu partýi? Ekki svo að skilia að ég vilji i partý meó

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.