Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 12

Stúdentablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 12
12 1. des. blað GUÐBERGUR BERGSSON Osamræmið eða orðin Timaritsgrein birt i Dagfara, málgagni Herstöðvaandstæðinga 3. tbl. — 63. árg — Des. 1980 Skömmu eftir hinn fyrsta sögu- lega 30. mars brugöu nokkrir starfsmenn Hraöfrystihúss Þör- kötlustaöa í Grindavik sér suöur i Njarövikur. En þær eru land- fræöilega séö i noröurátt frá Grindavik,eöa norö vestur. Ofter algert ósamræmi milli hinna ýmsu fyrirbrigöa i náttúrunni og oröa sem lýsa þeim, hvaö þá milli hugsunar og orða eöa athafnar. Þegar feröin var farin var hvorki frystihdsiö né starfsmenn þess orönir frægir vegna þeirrar umhyggju sem inn- og Utsiður Þjóöviljansbera núfyrirþeim, og væntanlega i framtiöinni lika. Tilgangurinn meö feröinni var sá, aö horfa á kvikmyndina 30. mars. Hún var sýnd i frægasta sam- komuhúsi sem þá var á Islandi, Krossinum svo nefnda. En frem- ur fátt var i Krossinum þetta kvöld, vart fleiri en við sem kom- um i boddiinu. I hinum fræga og alræmda Krossi.sem heföi átt aö varöveita og gera aö minjasafni um her- námið,horfðu starfsmenn hins nú alræmda frystihúss á kvikmynd- ina. Og sáu þeir þá i fyrsta sinn kvikmynd leikna aftur á bak, þvi sýningarstjórinn sagöi i sifellu: Viö leikum atriöiö aftur á bak og glöggvum okkar á atburöun- um. t raun glöggvaöi sig enginn á atburðunum. Hinar kynlegu hreyfingarog máttur myndarinn- ar voru áhrifarikari en atburðim- ir, hvaö þá hugsunin aö baki þeim. Ahorfendur sáu menn hlaupa jafn hratt aftur á bak og áfram, svo i boddiinu á heimleið- inni reifst enginn um aödraganda 30. mars. En einhver spurði: Hvernig geta gerst aftur á bak atburðir sem flestir telja aö framtið þjóðarinnar hljóti aö byggjast á? Svona heimspekilegir i hugsun voru frystihússtarfsmenn þá, likt og grunur læddist aö þeim, aö leiö framtiöarinnar liggi oft aftur á bak, en ævinlega i gegnum fortið- ina? Það var ekki af fastmótuöum skilningi á stjórnmálum, heldur af öruggri siðferðiskennd og rétt- lætisþörf aö skömmu siðar höfum viö, tveir starfsmenn frystihúss- ins aö safna nöfnum á lista. Þar var krafist sýknunar fyrir þá menn sem dæmdir höföu veriö fyrir þátttöku i hinum fáránlega illa skipulögðu óeiröum. Þær viröast hafa veriö fremur skipu- lagöar af masochistum en marx- istum. En algengt er hérlendis aö stjórnmálamenn og fólk almennt rugli saman sjálfspiningarþörf hins nýfrjálsa og sósiaíismá eða Téttlætiskennd. Meö bænaskjaliö gekk ég um Grindavik. Og meö minum unga sannfæringarkrafti fékk ég fjölda fólks til aö undirrita, jafnvel ftílk sem ýmsir mundu kalla argasta Ihald og Grindvikinga 1 þokkabót. En á þessu sést, aö ekki sigrar ævilega hinn pólitiski sannfær- ingarkraftur, heldur sá hæfileiki aö geta nálgast umhverfi sitt og menn á réttan hátt, þannig að réttlætiskennd vakni. En hún viröist vera aö einhverju leyti meöfædd. Nokkrum mánuöum siöar flutt- ist i hverfiö okkar „austur frá” einn þeirra manna sem dæmdir höfðu veriö fyrir þátttöku I hinu klúöurslega uppþoti. (Guöi sé lof aö Marx sá ekki og hæddi þá handabakavinnu!) Hlakkaöi ég nú mikiö til aö fræöast um, hvaöa ólgandi hugsjón og andi heföi rek- iö hinn nafntogaða mann til aö grýta og lemja hvitliöa, meöal annars hina frægu og spretthöröu tugþrautarmenn Clausenbræö- urna hina miklu meistara á Mela- vellinum á hverjum 17. júni. En uppreisnarfræöin vöföust fyrir vinstrisinnanum. Svo virtist helst að hann heföi dregið á Austurvöli andúö á þremur und- irhökum, sem þá voru á vissum þingmanni. Seinna fannst mér anddöin vera dæmigerö fyrir þá sem Islendingar álita vera full- gilda stjórnmálaskoðun og jafn- vel marxisma. En þessi þrihöku- þingmaöur haföi fengið á tröpp- um Alþingis löörung frá ungri stúlku, og kvaö hinn dæmdi (en frelsaði fyrir tilstilli listans) aö hún hlyti af frækleik gjafarinnar eilifan oröstir, ef ekki um allan heim, þá á meöan islenskur andi væri viö lýöi. Hlýturandinn þvi aö vera dauöur, þvi fyrir skömmu haföi ekki einu sinni kona I kvennadeild Rauösokkuhreyfing- arinnar hugmynd um hver hin gjafmilda væri. Oft hef ég hugleitt hina loft- kenndu eldmóöu (fremur en eld- móö) þessa hugsjónamanns og fleiri menntamanna, sem gjósa vafasamri andagift af eld- eöa kjaftatungu gegn auðvaldinu fram aö þritugu. Hefur mér helst hinn spúandi eldur enginn anda- gift vera, heldur ótraust skoöun, aö fallvölt pólitisk þekking eöa andartaks útrás hverfuls hávaöa sem andartaksmönnum hættir til aö halda aö sé hugsjón eða sann- færing. Seinna, þegar ég kom til Reykjavikur, var ég einn af þeim fáu hræöum sem stofnuöu Samtök hernámsandstæöinga i Stjörnu- biói og hlustuðu á Gunnar M. Magnússon. Og siöan fleiri for- sprakka sem notaö hafa sér and- úöina á hernaöi, sem streymir eins og fljót ýmist ofan jaröar eöa neöan, tU þess að þeir komist á Alþingi. Og þá ropa þeirréttfyrir siöasakir þargegn hernum á Miö- nesheiöi. Þeir breyta um lit eftir árstiöum, eins og rjúpan, þótt þeirra árstiðir séu embættin. Faraþeir þá úrsinum fjaðraham. En sá er munur á rjúpunni og þeim, aö hvorki eru þeir fleygir meö hvftar né dröfnóttar fjaörir. Einhverju sinni leiddi andúö á herstöövum mig á heimili i Kefla- vik I fylgd herstöðvaandstæöinga. Nokkrir skoöanabræöur á staön- um biðu okkar þar i sófa, meðan unglingar sveimuöu milli her- bergja meö poppkorn, kók og brugg og hörmuöu þaö eitt að eiga ekkert hass. Funheitt var i stof- unni, þrátt fyrir oliuhækkanir á hinum fræga Rotterdamsmark- aði, sem vinstri stjórnir nota sem sams konar blóraböggul og smá- kaupmenn notuðu áöur kaffi- markaöinn i Brasiliu. Þó er not- kunin hrikalegri hjá vinstri- stjórnunum. Og hefur þess vegna hrotið af vörum jafnvel vinstri- manna: Sæl var sú tiö þegar Sjálfstæð- isflokkurinn sat viö völd. Næst neyöist ég til aö kjósa Ihaldið til aö koma gagnslausum skoöana- bræörum minum frá völdum. En vikjum aftur aö stofunni i Keflavik. Um þetta oliukynnta gróöurhús bárust hinir lágu og ljúfu tónar kanaútvarpsins. Þeir eru þaö mildir aö orðaskil söngs- ins heyröust ekki. Svo ekki trufl- uöust einu sinni samræöur her- námsandstæöinga gegn Utvarp- inu og heraura. Hinn lági, sifelldi ómur virtist hafa siast inn i sálina og numið öll rök á brott. Eftir var aðeins ósamræmi og orö. Nú hófu herstöövaandstæöing- arnir i sófanum hatramma árás á helvitis kananna. Var kjarkur i hverju oröi. Og heimilisfaðirinn ábyrgöist aö hver heilbrigður maður gætisnúiö kanann úr háls- liðnum: hann þekkti spillinguna og ræfilsháttinn, þvi sjálfur ynni hann á Vellinum. Auösætt varaö of mikiö rúsinu- brugg haföi gert manninn róttæk- an. En hinir ungu samferðamenn minir virtust taka þetta röfl há- tiðlega. Og endaöi þetta með vin- slitum. Ég þóttist vita af reynslu, að bandariski herinn heföi komiö hingaö i seinna striöinu sem afl sem leysti þorra i'slenskrar al- þýöu undan oki innlends aftur- halds. Kaninn breytti jafnvel uppeldisháttum og umgekkst börn af alúö. En reyndar er það algild regla aö ókunnugur unir sér best innan um börn. Enginn nema sá sem hefur verið barn i útkjálkabyggö veit hvaö kaninn færöi mikla mannúö i fásinnið. Krakkar héldu jafnvel aö hann væri einhver sérstökmanntegund sem fæddist aðeins i Bandarikj- unum. Kaninn var svo ólikur is- lenskum karlmönnum, sem klipu börn I eyrun og pindu þau i myrkrinu á kvöldin, hræddu með draugum, lyktuöu af slori þegar gaf á sjó, en af brennivini i land- legum.klæmdust þá myrkrana á milli, en i ógæftum grenjuðu þeir látlaust, ölóöir, og hótuðu i of- stopa á lokadaginn aö brjóta kjaftana úr kerlingunum en sofn- uöu siöan ósjálfbjarga i hland- pollinum úrsér. Þá komu konurn- ar út af kömrum og útihúsum, þar sem þær földust og verkuðu sinn karlfisk og komu honum í rúmiö. En kaninn færöi einnig körlun- um mannsæmandi kaup, möglun- arlaust, það kaup sem hiö inn- lenda afturhald haföi meinað verkafólki alla tið. t staö hinnar sigildu sultukrukku innst i bolia- skápnum, þar sem peningar heimilisins voru geymdir og allir gátu fylgst með efnahagnum, komu nú barnabækur sem voru læstar i kistli. Einhvem veginn settu alþýðubörn þetta i skynræn tengsl ýið komu kanans. Þaö er þjóðariþrótt islendinga aö berja hausnum við steininn. En aldrei veröur baráttan virk gegn hernámi nema forustumenn baráttunnar þori að horfast i augu við veruleikann, reyni aö skilja fortiöina með sæmilega skynsamlegum rökum, en ekki meö ákafa vindhanans eöa „við- sýni” skýjaglópsins. Hið innlenda lið valdastéttanna er almenningi miklu hættulegra en herliö kanans, þvi hér eru um allt land herstöövar og herbúöir bæöi hins hægra og vinstra aftur- halds, sem almenningi finnst vinna saman aö þvi að svipta hann þeim ávinningi sem vannst á „dýrðardögum kanans”. Og mig grunar að hugboð almenn- ings sé rétt. Undirmeövitund og oft öll meðvitund hins islenska hægra og vinstra afturhalds stefnir aö þvi að „gera allt aftur einsog það áöur var”. óljóst skil- ur almenningur þetta, án þess honum takist aö snúast til skipu- lagörar varnar. En varnar- og dáðleysi hans stafar af því, aö hreyturnar úr hægri öflunum, sem hrökklast hafa oft sökum ónytjungsháttar úr sínu rétta hreiðri, hafa náö völdum innan aiþýöusamtakanna. Af þeim ástæöum er hin óflokksbundni al- menningur hræddari viö innlenda embættismenn en einhverja yfir- menn á Vellinum. Almenningur veit aö embættismannavaldiö islenska er hálfu verra en hið út- lenda. Og Háskólinn er Völlur valdsinsog herstöðþess. Hann er sú herstöð sem elur n)p hina ráö- riku, rostafullu, ómannlegu, drykkfelldu og fyrirlitlegu valda- stétt hinna islensku ónytjunga. Samtök herstöövaandstæðinga ættu þvi fremur að berjast gegn honum en herstööinni á Kefla- vikurflugvelli. Um leiö og sigur er unninn á' hinu tvfeina islenska afturhaldi, þvi hægra og vinstra, semviröast jafnan vigjast saman á völlum Háskóians, þá fer herinn á brott til sinna Bandarikja. P.S. Erindi þetta hugðist ég flytja á Samkomu Herstöðvaandstæöinga i Félagsstofnun stúdenta. En hið striöa rokk rak mig frá. Þrátt fyrir yfirlýsta „samstööu meö verkafólki iGuatemala” og bann á sölu CocaCola, þömbuöu flestir á samkomunni þann drykk, og virtust bragölaukarnirekki vera I neinum tengslum viö baráttuhug- sjónireöa oröog yfirlýsingEir. Svo virðist sem brátt verði höfuöið i engum tengslum við búk þorra islendinga. Þá geta þeir haft sama háttinn á og draugurinn: tekið af sér hausinn og haldið á honum undir handleggnum. Þaö ku hafa verið þjóölegur siöur þangað til sjálfstæöisbaráttan hófst. Megi ný hefjast og haus starfa á búk! GuðbergurBergsson „Almenningur veit aö embættismannavaldiö íslenska er hálfu verra en hiö út- lenda. Og Háskólinn er Völiur valdsinsog herstöð þess. Hann er sú herstöð sem elur upp hina ráðríku/ rostafuilu/ ómannlegu/ drykkfelldu og fyrirlitlegu valdastétt hinna íslensku ónytjunga." //Hverng geta gerst aft- ur á bak atburðir sem flestir telja að framtíð þjóðarinnar hljóti að byggja á?" z/En algengt er hér- lendis að stjórnmála- menn og fólk almennt rugli saman sjálfspíning- arþörf hins nýfrjálsa og sósíalisma eða réttlætis- kennd." ,/Þeir breyta um lit eft- ir árstiðum/ eins og rjúp- an, þótt þeirra árstíðir séu embættin." „Hinn lági/ sifelldi óm- ur virtist hafa síast inn í sálina og numið öll rök á brott. Eftir var aðeins ósamræmi og orð." „Það er þjóðaríþrótt Is- lendinga að berja hausn- um við steininn."

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.