Mjölnir - 01.12.1937, Side 9

Mjölnir - 01.12.1937, Side 9
MJÖLNIR 21 i huga þeirra. Þeir skoða sig sem pólitíska áróð- ursmenn fyrir marxismann. Dæmi eru til þess, að þessir þokkapiltar hafa gengið svo hranalega fram við þetta óþokkastarf sitt, að þeir hafa hundelt börnin um skólastofurnar og barið þau fyrir að bera út blað okkar þjóðernissinna. Annað kemur líka til greina. Það er sjálft fræðslukerfið. Meiri áherzla er lögð á fræðslu um önnur lönd og aðrar þjóðir en um ísland og íslenzku þjóðina. 1 æðri skólum læra menn annarrar gráðu líkingar og að beygja sögnina ,,að elska“ á ýms- um tungum. En það er hart á því, að þeir viti, sumir hverjir, hvernig fiskur er dreginn úr sjó eða hvernig staðið er við slátt. Að vísu mætti segja, að ekki kæmi þetta þeim að gagni í lífinu, sem ganga ætla menntabrautina. Þar við er þó að athuga, að lærðir og menntaðir menn verða ávallt beint og óbeint leiðtogar þjóðarinnar. En góðir leiðtogar geta þeir því aðeins orðið, að þeir þekki og skilji kjör og atvinnuhætti sinnar eigin þjóðar. Við þjóðernissinnar viljum, að uppfræðsla þjóð- arinnar sé miðuð við hana sjálfa. Þjóðinni er skyldara að vita deili á sjálfri sér og atvinnu- háttum sínum, tungu sinni, sögu og landi, held- ur en á öðrum þjóðum og þeirra háttum. Þjóðin verður að þekkja, skilja og um fram allt að virða sjálfa sig. Að þessu á fræðslukerfið að miða. Síðan kemur hitt allt á eftir. Skólarnir og þjóðfélagið í heild leggja hvergi nærri nóga áherzlu á líkamsmenningu æskulýðs- ins í landinu. Æðsta skylda hvers þjóðfélags er að hlúa sem bezt að yngstu kynslóðunum, æskunni, sem erfa á landið, taka við starfi feðranna, auka það og bæta. Heilbrigð og hraust æska er því dýrmætasta eign þjóðarinnar. Hún ein er megnug að halda baráttunni áfram. Hún er framtíðar- vonin. Við þjóðernissinnar álítum aukna líkamshreysti all-verulegan þátt í viðreisnarbaráttu þjóðarinn- ar. Aðeins hraust og harðgerð þjóð hefir afl og áræði til þess að standast og yfirvinna þá örðug- leika, sem fámenn og fátæk þjóð, eins og við ís- lendingar erum, á sífellt yfir höfði sér. Svo er annað, sem hefir sína þýðingu. Aðeins heilbrigð þjóð getur alið með sér heilbrigðar hugsanir, en hugsanir eru afl, sem geta leitt af sér illt og gott eftir eðli þeirra. Þess vegna viljum við þjóðernis- sinnar, að meiri áherzla sé lögð á íþróttaiðkanir æskunnar en gert er. Iþróttaiðkanir eiga ekki ein- göngu að vera kappleikar örfárra afburðamanna. Þær eiga að vera alþjóðareign, iðkaðar af öllum, ungum og öldnum, sem því koma við. Það ber að stefna að því, að íþróttir verði því sem næst liður í daglegu lífi hvers einstaklings. „Mannvonzkan býr í ljótum húsum og illa hirt- um höfðum," hefir einhver sagt. Ekki er þetta algilt frekar en annað, en mikill sannleikur er þó í þessum orðum. Óþrifnaður og kæruleysi um útlit híbýla og annarra verustaða ber vott um litla sjálfsvirðingu. Ekkert gott og fagurt getur þrifizt í vondu og ljótu umhverfi. Hreinar hugsanir geta ekki lifað í óhreinu andrúmslofti. Umhverfið breyt- ir að vísu aldrei eðli mannanna, en það hefir áhrif á dagfar þeirra og framkomu. Rúmgóðir íveru- staðir, bjartir, hreinir og smekklegir, hvort held- ur eru heimili eða vinnustaðir, er ekki aðeins ein- föld heilbrigðisráðstöfun, heldur og menningar- bragur, sem bætir og göfgar þá, sem að þeim vinna og í þeim dvelja. Fagurt umhverfi eykur vinnugleðina og lífsfjör fólksins. Þess þarfnast þjóðin, og að því viljum við þjóðernissinnar vinna. Það er þáttur í menningarbaráttu okkar. Bókmenntir og fagrar listir eru merkir þættir menningarlífsins, svo merkir, að ekki ósjaldan hef- ir menningin verið talin í þeim einum fólgin. Það er að vísu rangt. Hún er f jölþættari en svo. Listir og bókmenntir eru kjarnfóður andans, andleg nautn þeim, sem það kunna að meta. Hin síðustu árin hafa skoðanir manna á eðli og tilgangi listarinn- ar komizt fullkomlega úr jafnvægi. Marxistar hafa tekið það ráðið, að afneita tilverurétti lista og bókmennta, nema sem áróðurstæki í stéttabarátt- unni fyrir einræði og ofríki skrílsins. Ringlaðir listamenn og ráðþrota borgarar hafa smeygt sér undan öllum heilabrotum með því að segja: listin fyrir listina (l’art pour l’art). Þetta er eins mikið út í hött og nokkuð getur verið. Ekkert er jafn persónulegt og hlutrænt og listin. Hún sýnir eðli listamannsins, skoðanir hans og tilfinningar, við- horf hans til lífsins og skilning hans á hlutverki sínu, ef um nokkuð slíkt er að ræða. En þessi haldlausa skoðun hefir leitt til hreinasta stjórn- leysis (anarkisma) á sviði bókmennta og lista. Ýmsar stefnur og „ismar“ hafa komið fram, hver öðrum vitfirringslegri, sem frekar virðast vera ávextir margskonar sálsýki en hugmyndaríks listeðlis. I

x

Mjölnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mjölnir
https://timarit.is/publication/353

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.