Eintak - 01.04.1969, Síða 3
Ritnefnd:
Asrún Kristjánsdóttir
Hallmundur Kristinsson
Ingiberg Magnússon
SigurÖur Örlygsson
Abm.
Björn Th. Björnsson
Forsíða:
Þórður Hall
Myndskr eytingar:
Halldóra Halldórsdóttir
Helgi Gíslason
Örn Þorsteinsson
Asrún Kristjánsdóttir
Blað nemendafólags
Myndlista- og handíðaskóla Islands
I. tbl. I. árg. apríl 1969
ÁVARP
Að íslenzkum sið hefur útgáfa þessa blaðs
dregist allmjög, jafnvel lengur en búizt var við.
Þegar það nú birtist augum lesenda sinna
ber það þess vissulega merki að vera í flýti gjört,
en við biðjumst ekki afsökunar á neinu, heldur
komum til dyranna í þeim klæðum sem við erum
vönust og fara okkur bezt. Þessu blaði er ekki
ætlað að vera málgagn fárra útvaldra né heppi-
legra skoðana, heldur allra þeirra, sem telja
sig eitthvað hafa að segja, sem öðrum kemur
betur að vita.
Upphaflega var áætlað að blaðið yrði 24 síð-
ur, en vegna ritgleði manna urðum við að stækka
það upp í 28 síður.
Tillögu þá að nafni blaðsins, sem fyrir valinu
varð, átti Jón Þ. Kristjánsson.
Við væntum þess, að þessi tilraun til blaða-
útgáfu I Myndlista- og handíðaskóla Islands hljóti
það góðar viðtökur að áframhald geti orðið á slíku
starfi.
Við, þökkum öllum þeim sem hafa veitt blaðinu
stuðning, sér I lagi velgerðarmanni, sem ekki vill
láta nafns síns getið, rausnarlega fjárhagsaðstoð.
Ritnefnd.