Eintak - 01.04.1969, Síða 6
SEX
Það er varla við því að búast að almenningur beri gott skynbragð
á myndlist á meðan fjölmiðlunartækin gera það ekki. Kröfurnar eru
ekki miklar. Hvaða hálfviti sem er getur fengið sér liti og pensla,
sýnt tómstundadunur sitt og veskú - sjónvarpsmenn koma á staðinn
með pomp og pragt. Næsta kvöld birtist svo óskapnaðurinn á sjón-
varpsskermum í flestum stássstofum landsins.
Sjónvarpið afsakar sig með því að enginn sé fær um að dæma hvað
sé slæm myndlist og því sé rétt að sýna allt. Vitanlega getur eng-
inn dæmt með óskeikulli fullvissu um hvað sé hæft til að birtast í
sjónvarpi og hvað ekki, en það afsakar ekki alla platmálarana, sem
öðru hvoru glotta til manns í fréttum sjónvarpsins. Hræddur er
ég um að tónlistarunnendur yrðu brúnaþungir ef allir þeir, sem
gutlað geta Gamla Nóa með einum putta fengju að halda konsert í
sjónvarpssal.
Dagblöðin geta tæplega talist neinir myndlistarunnendur. Tíminn
eyðir forsíðum sínum í viðtöl við gerfimálara. Alþýðublaðið hafði
fyrir skömmu viðtal við tvo unga myndlistarmenn og var það viðtal
áreiðanlega engum til sóma. Þjóðviljinn er eiginilega hættur að
minnast á myndlist, en fyrir nokkrum árum var hann mjög lifandi
blað í garð myndlistar. Vísir og Morgunblaðið eru einu blöðin,
sem halda uppi fastri myndlistargagnrýni - þökk sé þeim fyrir það.
En því miður, Morgunblaðið sýnir myndlist hroðalega óvirðingu með
sýningarglugga sfnum í Aðalstræti. Forráðamenn gluggans eru ótiú-
lega snjallir að þefa uppi mestu pensilfúskara, sem til eru á land-
inu, og sýna verk þeirra. Morgunblaðsglugginn getur gert mynd-
list í landinu meira illt en menn gera sér grein fyrir. Morgun-
blaðið er stærsta dagblað landsins og málgagn stærsta stjórnmála-
flokksins. Það er þvf ekki ólfklegt að hrekklausar sálir, sem leið
eiga um miðborgina, taki alvarlega ófögnuðinn, sem Morgunblaðs-
glugginn hefur upp á að bjóða og getur harxi þannig stórsLaðað lista-
smekk þjóðarinnar.
Sýningarsalir borgarinnar eru því miður að meira leyti reknir af
gróðasjónarmiði en menningarsjónarmiði að undanteknu Unuhúsi
sem oftast er með ágætissýningar. Hliðskjálf er heldur ekki sem
verst, þræðir einhvern milliveg.