Eintak - 01.04.1969, Blaðsíða 15

Eintak - 01.04.1969, Blaðsíða 15
NOKKUR ATRIÐI VIÐVÍKJANDI KENNSLUFYRIRKOMULAGI SKÓLANS: Að skipta námstímanum í mánaðarannir finnst mér gott, en nokkuð skortir á að þær séu innbyrðis tengdar, eða leiði hver af annari. Hvimleitt finnst mér þegar einni önn er skipt í tvennt, þannig að eitt fag er fyrir hádegi alla önnina og annað eftir hádegi. Tvennt væri betra, að skipta önninni í tvær hálfsmánaðar annir, eða, sennilega bezt,þa.ð að hafa fögin sinn hvorn daginn. Béklegu fögin tæta vikuna um of. Af hverju ekki að setja þau á einn dag vikunnar,t. d„ laugardaga eða í hæsta lagi tvo? í framhaldi af þessu langar mig að minnast á að fram hefur komið sú hugmynd, hvort ekki ætti að auka stafsetningar- og mál- fræðikennslu í skólanum. Eg dreg í efa að þessi skóli geti bætt verulega þar um sem hinum ekki tókst á níu eða tíu árum. Islenzkutímunum er betur varið í kynningu á bókmenntum og mætti hlutur nútímabókmennta og leikhúss gjarnan vera meiri. Værit. d. ekki hægt að tengja hópferðir I leikhús íslenzkukennslunni ? Loks I þessu sambandi vil ég ítreka áðurkomna tillögu, hvort ekki eigi að tengja skoðun listaverkasýninga íslenzkukennslunni, þaimig að nemendur væru látnir skrifa um þær og ritgerðirnar síðan yfir- farnar af kennara, Um þýðingu modelteiknimar efast víst enginn. Því finnst mér það öfugþróun að fella niður kvöldmodelteiknun fjóra mánuði úr vetri eins og gert hefur verið I vetur. Það má vera af pen- ingaskorti, en væri þá ekki ráð að nemendur skiptust á að sitja fyrir og hjálpuðu skólanum þannig I auraleysinu. Rætt hefur verið um að skipta framhaldsdeild I tvennt (þriðja og fjórða ár hefur verið saman fram að þessu) og finnst mér það ekkert álitamál. Veit engin dæmi þess að þeir sem lengra eru komnir í námi hafi nokkurn hag af þvf að vera með hinum. Og þriðja árs nemendur hefðu gott af að spjara sig án þeirra, Að sjálfsögðu ætti sú skipting einnig að ná til listasögunnar. Ég vil ljúka þessu með ósk um að þetta blað verði meðal annars vettvangur skrifa um eitt og annað viðvíkjandi skólanum. Það finnst mér skólablað ætti að vera. Jón Þ. Kristjánsson.

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/355

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.