Eintak - 01.04.1969, Page 16
16
Hraði. Hlátrar. Samtöl á götuhornum, um ekkert. Maður sem lyftir
hatti. Kona sem hnykkir til höfðinu með þrautþjálfaðri hreyfingu og
brosir svo sér í endajaxla. Fólk á gangstétt. Sólskin. Skuggar.
Iðandi hreyfing, stjórnlaus og sambandslaus. óviðkomandi hlutir
sem safnast og dreyfast. Hverfa. En þó órjúfanlega samtengdir af
einhverju. Líf. Borg.
Niðri á götunni er for sem eitt sinn hefur verið hvítur snjór, en er
orðinn að vatni og hefur blandast ryki götunnar.
Stúlka talar án afláts og hlær. Hlátur hennar er lettur, ahyggju-
laus, fjörlegur. Piltur gengur þegjandi við hlið hennar. Kannski er
hann að hugsa um mennina sem einhverntíma lögðu þessar gangstétt-
arhellur. Um sigggrónar hendur þeirra sem erfiðuðu, svo þau gætu
gengið í hreinum skóm, pússuðum með innfluttum skóáburði, þrátt
fyrir aurinn á götunni.
- Förum í bíó, segir stúlkan.
- Förum heldur í leikhús, segir pilturinn. Brúðuleikhús.
A leiðinni tekur hann eftir þvx að skuggi styttunnar bendir í
norður, eins og fingur sem vísar leið en enginn annar virðist
veita þvf athygli, að minnsta kosti fer enginn eftir því. Kannski
fara menn á íslandi ekki í norður.