Eintak - 01.04.1969, Page 22

Eintak - 01.04.1969, Page 22
Það var eitt sinn um miðnæturskeið að Jón bóndi Jónsson rumskaði í rúmi sínu, nokkru eftir að hann hafðfíest blund. Hann tók að hugsa um konu sína, sem hvíldi við hlið honum, úfin og ljót. Þau voru orðin nokkur, árin sem hann hafði verið bundinn þessari ófríðu kerlingu, og hversu margar voru þær þá ekki orðnar, hinar árangurslausu tilraunir hans til að gera henni barn. Ekki þar fyrir, hann mátti vera feginn að hafa ekki fyrir ómegð að sjá. En var það ekki drottins ætlan að af hjónaböndum hlytust litlir angar, sem yxu upp og yrðu að mönnum með tfð og tíma. Háværar stunur glumdu um svefnherbergið og frúin velti sér með miklum rassaköstum yfir á hina hliðina. Jóni Jóns- syni flaug í hug hvort hún Búkolla sfn mundi nú ekki komin að því að beiða. Að hugsa sér annars allar þær fögru kven- persónur, sem hann hafði hafnað með því að giftast henni Gunnu. Hvílfkur munur væri nú ekki að hafa við hlið sér í rúminu mátulega grannan og snoppufríðan konubelg að gamna sér við. Eins og til dæmis hana litlu ráðskonuna f vega- vinnuflokknum, sem hann hafði verið í hérna um árið. Það var nú ekki frítt við að hún gæfi honum undir fótinn, þótt verkstjórinn hefði verið fljótari á sér inn undir pilsin hennar. Jón Jónsson hugsaði um að í sporum verkstjórnas hefði hann getað átt margar yndisstundir. Hún Gunna hans var orðin svo feit að honum varð erfitt um vik. Svo var hún líka orðin svo dauf upp á síðkastið, vildi helzt fara að sofa undir eins og hún var skriðin upp í á kvöldin. Stór maðkafluga sveimaði um herbergið. Hún hnitaði nokkra hringi yfir höfðalagi hjónarúmsins og settist loks á útblásið nef frúarinnar. Jón Jónsson horfði eins og í leiðslu á fluguna á nefi konunnar.. Hann var með hugann niðri í svefnpoka ráðskonunnar góðu. Einum óx ásmegin undir sænginni, en kona Jóns Jónssonar varð ekki vakin til óra bónda síns. Maðkaflugan hafði yfirgefið nef hennar og hún svaf nú værar en áður. x x x x x Þegar Jón Jónsson vaknaði var kominn nýr dagur. Frúin svaf enn og lá á grúfu með hausinn undir sér. Það snörlaði í nösum hennar og yfirsængin hófst og hné í takt við svefnhljóðin. Jón Jónsson vippaði sér fram úr rúminu og tók að tína á sig spjarirnar , Hann var ofurlítið ringlaður eftir næt- ursvefninn og virtist dálítinn tíma efins um hvor fótur tilheyrði hvorri buxnaskálm. Að lokum var þó maðurinn full- klæddur og gekk fram á baðherbergið. Þar losaði hann lík- ama sinn við nætursafnið, og tók síðan að tygja sig til mjalta.

x

Eintak

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eintak
https://timarit.is/publication/355

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.