Rauðir pennar - 01.01.1936, Blaðsíða 8
þeim göfuga tilgangi, að temja öfl hennar til þjónustu
við óslitna, friðsamlega menningarþróun?
ÖIl afturhaldssinnuð öfl heimsins vaða nú uppi í blygð-
unarlausri nekt, allri tækni yfirráðastéttanna er beitt
af hinni ægilegustu ósvífni og grimmd, og síðast en ekki
sizt, öll heilbrigð rök mannlegrar skynsemi eru vægðar-
laust fótum troðin af sefasjúkum, trúrænum fullyrðing-
um forhertra blekkingamanna. Það er því ekki aðeins
hróp vort, það er hróp allra stríðandi lýða, það er hróp
menningarinnar, hróp framtíðarinnar, þegar vér skorum
á íslendinga, og þá fyrst og fremst íslenzka menntamenn,
sem hafa yfir tækni þekkingarinnar að ráða, að ganga
nú heils hugar til liðs við málstað vorn, — skorum á
þá, að þurrka út allar smávægilegar mótsetningar, standa
einlægir og víðsýnir saman til varnar þeim verðmæt-
um, sem unnizt hafa, og rísa til nýrrar sólmar á hinum
andlega vettvangi, svo Ijóslifandi sóknar, að öll íslenzk
alþýða hrífist með í sigurvissum eldmóði, svo óstöðv-
andi sóknar, að hið formyrkvaða lið afturhalds og fas-
isma fái þar enga rönd við reist.
Sýnum öllum heimi, að á íslandi takist að vinna með
áhl au p i andan s, það sem í öðrum löndum hefir
kostað áhlaup byssustingjanna, eld, blóð og ósegjanleg-
ar þjáningar! Rísum til órjúfandi samfylkingar um mál-
stað fólksins, málstað mannsins, eins og vér skynjum
hann fegurstan í hugsjón vorri og framtíðarsýn!
8