Rauðir pennar - 01.01.1936, Page 9
HALLDÓR KILJAN LAXNESS
KAFLI UM TVÖ SKÁLD.
Eftir að Ólafur Iíárason var lagztur í rúmið fyrir fullt
Og fast, og farið að borga með honum af sveit, og veturinn
genginn i garð, þá var farið að svipast um eftir liðleskju
til að fara í fjós og bera vatn og snúast kring um féð x
fjörunni. Svo einn dag nær veturnóttum, var fluttur heim
á bæinn gamall maður, einstæðingur, það var Jósep. Hann
var einnig sveitarómagi. Hann var rauðeygður, með þunnt
nef og hvítan skeggkraga og hvíta lokka niður með eyr-
unum, og átti strigaföt, þau voru fögur sem spegill, eink-
um á albogunum og knjánum. Hann átti sömuleiðis dálitlar
«igur í snýtuklút, þær voru flatar. Hann lagði þetta á kné
sér, þegar hann var setztur, og titraði dálitið. Hann var bú-
inn að heilsa, en hann var ekki spurður frétta, eins og
annars er siður. Hann fékk súr í skál og staklc bögglinum
sínum undir lærið, meðan hann slafraði í sig. Hann var
inanna skjálfhendastur. Átti hann engin plögg? Ég er í
tvennum sokkum, sagði hann afsakandi. Átti hann ekkert
ulan yfir sig? O ég þarf sosum ekkert utan yfir, sagði
hann kurteislega, fötin min halda bæði vindi og vatni, ég
liefi gengið í þeim í yfir tíu ár, það er ekki farið að sjá ó
þeim enn.
9