Rauðir pennar - 01.01.1936, Page 10
— Þetta kalla ég nú ekki föt, sagði húsfrú Kamarilla. Og
það hélt ég, að ég ætti annað skilið af hreppstjóranum en
hann sendi mér niðursetningana nakta.
— Það er ekki hans sök, það getur enginn gert að því,
þetta eru min föt, og það er enginn í þeim, nema ég sjálf-
ur. Hann virtist aðhyllast þá skoðun, að samkvæmt ein-
hverri sérstakri óvéfengjanlegri ráðsályktun, þá hefði svo
A7erið ákveðið, að engin föt skyldu vera til handa lionum,
nema þessi seglföt; sá sem stjórnaði heiminum virtist
með öðrum orðum hafa tekið sérstakt tillit til hans að
þessu leyti.
Síðan var honum sagt að fara að sækja vatn, fjósið var
vatnslaust og aðeins leki i eldhústunnunni, betra að hraða
sér heldur en hitt, það var liðið á daginn. Hann stóð upp
með þessum sérkennilegu hreyfingum gigtveikra, hvorki
beinn i baki né hnjáliðum, hann hélt bögglinum sinum
vandræðalega í hnýttum höndunum og skaut einu sinni
auga til sjúklingsins, eins og i spurn.
— Hvað er í klútnum? sagði fóstran.
— O það er sosum eklci neitt, sagði hann.
— Ég skal geyma það fyrir þig, sagði fóstran.
-—• O það er eklci vert, blessunin, sagði hann og stakk
ioksins bögglinum inn i barminn á treyjunni sinni.
Hann var mjög fámálugur og þrifinn, svo að það sást
aldrei á honum arða.
Þegar hann kom inn um kvöldið, settist hann á rúm
sitt andspænis rúmi sjúklingsins og tíndi mosatægjur úr
sokkunum sínum og tutlaði þær í smátt milli skjálfandi
fingranna. Þetta var skar. Honum var fenginn snældu-
stóll til að vinda af, svo hann sæti ekki auðum höndum.
Hann var ekki mjög lipur að vinda af, það þóttu grautar-
legar hjá honum eikurnar. Honum var ekki sagt að fara
úr votu. Hann sagði ekki neitt. Svo leið að háttatíma. Hann
tók böggulinn úr barmi sínum og stakk honum varlega
undir höfðalagið sitt. Hann leit á sjúklinginn og sjúk-
lingurinn leit á hann, en þeir töluðust ekki við. Það var
10