Rauðir pennar - 01.01.1936, Page 11
ekki siður að segja góða nótt á bænum. Bráðum slökkti
í'óstran frammi í hjá sér.
Þeir töluðust fyrst við á sunnudagsmorgni rétt á undan
litla skattinum. Þeir sátu einir á pallinum. Þá sagði gamli
maðurinn út undan sér og án þess að lita á hann:
— O ekki er hún eitthvað glaðleg æskan þín, garmurinn.
— Nei, sagði Ólafur Kárason. Ég er eins og hver annar
drottins krossberari; oftast nær viðþolslaus.
— Það veit ég, sagði gamli maðurinn. Ég var líka heilsu-
laus þegar ég var unglingur.
— Svo þú skilur þá heilsuleysið, sagði pilturinn.
— Venjulega batnar manni solítið um tíma, ef maður
deyr ekki ungur, sagði gamli maðurinn; bezt er að deyja
ungur.
— Ég er tilbúinn að deyja þegar guð kallar, sagði pilt-
urinn.
—- Það er ekkert víst hann kalli þig, sagði Jósep. Ég var
lika tilbúinn að fara á þínum aldri, en það er eins og hann
kæri sig ekki um að taka þá, sem eru tilbúnir að fara. Það
er eins og hinum sé hættara.
Svo þögðu báðir um stund, og gamli maðurinn hallaði
sér ífram í sætinu og tutlaði sundur mosatægjur, sem
hann hafði tínt úr sokkunum sínum.
-—• Það er eins og mér finnist að það hafi eitthvað lcom-
ið fyrir þig einhvern tíma, Jósep, sagði pilturinn.
— Nei, sagði Jósep og virti piltinn fyrir sér tortryggi-
lega, — ekki það ég til veit. Ég veit sosum ekki, hvað það
ætti að vera, sem hefði komið fyrir mig.
— Nei, ég hélt það bara, sagði pilturinn.
Svo var dálitil þögn.
— Kannski vantar þig eitthvað, auminginn, sagði
gamli maðurinn síðan.
— Ha?
— Ég meina, hvort þig kunni að vanta eitthvað til sál-
arinnar, — kannski ekki læs og því um líkt?
— Af hverju hélztu það?
11