Rauðir pennar - 01.01.1936, Síða 12
— O mér datt það sona í hug út af því, hvernig þú
spurðir, þú varst að spyrja hvort það hefði komið nokk-
uð fyrir mig.
— Prestinum þótti ég læs, sagði pilturinn. Og það er
ég viss um, að hefði ég bók, þá mundi mér batna mikið.
— O ekki er það nú víst, sagði gamli maðurinn. Það
er ekki allt fengið með bókinni. Það þarf skilning til að
lesa bók.
— Ég hef soldinn skilning, sagði pilturinn. Og þegar
ég hefi viðþol hugsa ég mikið um kveðskap og soleiðis.
— Já, sagði gamli maðurinn, maður hugsar sitt hvað
í veikindum, og það er af þvi maður veit ekki, hvað mað-
ur é að hugsa. Ertu farinn að skilja kenningar?
— Yarla get ég nú sagt það, sagði pilturinn, nema þær
allra einföldustu, til dæmis eins og hringa brú.
— Já það er lítilfjörleg kenning, sagði Jósep. En hvað
segirðu um Fjalars strauma stelk?
Hið snjáða og veðurbitna andlit hans hýrnaði sem
snöggvast við kenninguna, það var eitthvað sem kom
innan að, og minnti á bros.
— Svona hefi ég aldrei heyrt merkilega kenningu, sagði
drengurinn undrandi.
— En hvað segirðu þá um Hárbarðs mjaðar horna
lút, — ef ég man rétt, þá eru þær báðar frá séra Snorra.
Pilturinn var alveg orðlaus.
— Þá skal ég kenna þér heila vísu eftir séra Snorra,
sagði gamli maðurinn, svo þú hafir eitthvað til að hugsa
um næstu vikuna:
Fjölnis rjóma ég renna læt
um Rögnis síl í Boðnar strokk,
bullan Friggjar byrlar mæt
Berlings smjör fyrir Súptungs rokk.
Þeir slitu talinu, þegar fólkið kom upp á pallinn. En
Ólafur Kárason Ljósvikingur var stoltur af því í hjarta
sinu að hafa borið gæfu til að kynnast manni, sem skildi
12