Rauðir pennar - 01.01.1936, Síða 13
kenningar skáldskaparins. Hann ásetti sér að láta nú
einskis ófreistað til að fræðast, loks er hann átti þess
kost. En þeir voru sjaldan einir og æðri efni illa séð á
bænum, því frá ómunatíð hafði íslenzka þjóðin orðið að
standa í stríði við menn, sem kölluðu sig skáld og vildu
ekki vinna fyrir sér. Auk þess var gamli maðurinn íhalds-
samur á þekkingu sina og fremur sinkur á útskýringar.
Kannski hafði hann borgað þessa litlu þekkingu sína háu
verði. Og kannski hafði hann láka einhverja leynda á-
stæðu til að vera tortrygginn, — ef til vill hafði hann orð-
ið fyrir einhverjum smávegis vonbrigðum í lífinu, jafn-
vel þótt ekkert hefði beinlinis komið fyrir hann. Hann
var líka spéhræddur eins og allt gamalt fólk, og átti erf-
itt að koma auga á ástæðu til þess, að nokkur maður
gæti snúið sér til hans í einlægni. Það tók hann langan
tíma að sannfærast um, að fróðleiksfýsn piltsins væri
ekki einhver leynileg tilraun til að sproksetja hann. Þar
kom þó að lokum, að hann tók böggulinn úr barmi sin-
um og bað piltinn að varðveita hann fyrir sig á daginn.
Á kvöldin tók hann böggulinn til sín og geymdi hann
undir sínu eigin höfðalagi á nóttunni. Ó. Kárason Ljós-
víkingur hafði aldrei fyrr verið trúnaðarmaður neins,
nú var hann allt í einu orðinn nokkurs konar sparisjóð-
ur; það var ekki að furða, þótt hann liti á það sem mik-
ilsvert hlutverk að vera þannig trúað fyrir samanlögð-
um auði sjötugs manns á hverjum degi.
í klútnum hans voru nokkur bókarslitur, það voru upp-
skrifaðar rímur, letrið með einkennilega fallegri sett-
hönd og teilcnuð umgerð utan um hverja blaðsíðu; hann
rétti piltinum eina hók í senn, en lét hann samt ekki
handleika þær lengi.
— Það er með hendi Guðmundar Grímssonar Grunn-
víkings, sagði hann hátíðlega og strauk með handarjaðr-
inum yfir bækurnar, eins og hann væri að slétta úr
ímynduðum hrukkum. Þar fyrir utan var stór Ijóða-
syrpa, sem hann hafði skrifað sjálfur, það voru merkileg
13