Rauðir pennar - 01.01.1936, Qupperneq 14
kvæði og dýrt kveðnar vísur, sem liann hafði verið að
safna alla sína æfi, en nú var bókin útskrifuð fyrir nokkr-
um árum. Hann hafði líka krotað inn í þessa bók fáeinar
stökur og ferskeytlur eftir sjálfan sig, því ef satt skal
segja, þá hafði hann hneigzt til skáldskapar á yngri ár-
um, enda kominn á hreppinn. Að vísu hafði honum aldrei
til hugar komið að telja sig með skáldum, en aftur á móti
hafði hann kynnzt skáldum um sína daga, hvort sem guð
hafði sent honum fátæktina sem refsingu þessvegna, eða
ekki. Hvað um það, hann sá ekkert eftir því að hafa
kynnzt skáldum. Sumir menn urðu rikir og áttu barna-
láni að fagna og settust í helgan stein á elliárum; en þeií
höfðu aldrei kynnzt skáldum. Hvers virði var þeirra líf?
Ég hefi misst sjö börnin mín fyrir augunum á mér, ým-
ist í jörðina eða sjóinn, sum uppkomin, sum dóu voveif-
lega, og ég hefi misst móður þeirra, og alla mína nánustu
ættingja hefi ég misst, og sjálfur flosnaði ég upp og fór á
hreppinn, eftir að hafa búið í fjörutiu ár á sama kotinu,
en hvað gerir það? Minn vinur var Guðmundur Gríms-
son Grunnvíkingur. Hvenær sem var, þá var ég reiðubú-
inn að leiða einu kúna mína út úr fjósinu, frá munninum
á börnunum minum, fyrir hann, ef þurfti. Ef ég ætti
kost á að lifa allt mitt lif upp aftur, og eiga sjö börn á
lífi, en fara á mis við að kynnast Guðmundi Grímssyni
Grunnvikingi, þá mundi ég ekki taka þeim kosti, Guð-
mundur Grímsson Grunnvíkingur er meistari og spek-
ingur. Hann er áreiðanlega mestur meistari og spekingur,
sem nú er uppi á Norðurlöndum. Hann hefir skrifað yf-
ir tvö hundruð bækur, þar á meðal sögur þriggja sýslna,
æfisögur presta og sýslumanna, stóratburðasögu fortím-
ans í sjö bókum, ættartölur tugum saman, rimur, 150
þætti, þjóðsögur, Kínabúasögur, og annan fróðleik, ásamt
fjögur þúsund kvæðum, að ógleymdu þvi stórkostlega
upplýsingarriti um þjóðtungu Gaskóna í fornöld; það er
saman tekið eftir gömlum fúaskræðum, sem hann fann
hjá kerlingu norður í Kvifjáryndisdal, þegar hann var
14