Rauðir pennar - 01.01.1936, Side 15
unglingur, og þa'ð hefir tekið hann alla æfina að læra
þessa tungu til fullnustu. Sýslumaðurinn fékk að sjá hjá
honum ritið og sendi það heimsfrægum lærimeistaraiDan-
mörku, og það er álitið að hann muni einhvem tíma fá
verðlaun fyrir það, kannski gullmedaliu, hann er búinn
að fá fyrir það fimm krónur hjá sýslumanninum strax.
Eftir að Ó. Kárason Ljósvikingur hafði kynnzt bók-
menntum Jóseps og öðlazt lykilinn að þeim, breytti hann
mikið um skáldskaparstefnu. Hann hafði um skeið
hneigzt allmjög til sálmastefnunnar, bæði af þvi að örlög
lians voru í hendi guðs, en einlcum og sér i lagi af þvi,
að það var léttari aðferð fyrir þá, sem voru ekki því stælt-
ari í kenningum. En þótt hann hefði ávallt talið brýna
nauðsyn bera til þess, þegar hann var sem þjáðastur, að
jnkja um gæzku drottins og skyldu hins ógæfusama til
að bera kross sinn með þolinmæði, þá hafði hann þó und-
ir niðri alltaf haft þá sannfæringu, að ekkert væri veru-
legur skáldskapur, utan kenningar. Nú uppgötvaði hann
allt í einu sér til mikillar undrunar, að i rímunum voru
ekki aðeins notaðar kenningar, heldur sigruðust hetjurn-
ar á óvinum sínum, aðeins með þvi að berjast, unz yfir
lauk. Þetta olli honum mikilla heilabrota. Nei; liann
treysti sér ekki til að berjast; hann var bundinn guði
gegn um sjúkdóm sinn og eymd; hann lifði lífi sinu í
skugga annars heims. En engu að síður dáðist hann að
rímunum; með hetjum sínum, konungsdætrum, orust-
um og siglingum, táknuðu þær honum þann heim, sem
honum var meinað að njóta — þennan heim.
Hann dró sængina upp yfir höfuð.
Allt i einu rennur minning Guðrúnar Stefánsdóttur
eins og sól yfir hug hans. Það streymir fram hjá henni
tært vatn snemma á vori. Hún er rjóð af göngu. Honum
finnst þetta gerast árla morguns, eða þó öllu heldur um
nótt í miðjum sólmánuði, þegar ekkert er verulegt, þeg-
ar holt og hæðir leysast upp í blábjartan óveruleik, efnið
15