Rauðir pennar - 01.01.1936, Blaðsíða 18
En svo brá við, þegar á leið haustið, þá var gamli mað-
urinn oft í erfiðu skapi. Hann burstaði moldarbletti
ólundarlega úr fötunum sínum eða jafnvel tætti reiðu-
lega i sundur mosaklær úr sokkunum sinum og muldr-
aði eitthvað i skeggið í hálfum hljóðum, en bræðurnir
sendu honum glósurnar um leið og þeir hámuðu í sig
kvöldskyrið utar á pallinum. En svo var mál með vexti,
að einmitt um þetta leyti var gamli maðurinn hættur
að hlýða fyrirskipunum, og tekinn upp á að fara sinu
fram, og þá einkum og sér i lagi, þegar honum voru
gefnar gagnstæðar fyrirskipanir úr tveim áttum í senn.
Einn dag upp úr réttum var stórviðrisrigning, eins og
titt er á haustin, með dimmum skýjum og mikilli for.
Pilturinn Ólafur Kárason var þá að gá upp í súðina í til-
breytingarleysi lífsins. Kannski var hann lika að hugsa um,
að ó þvílíkum haustdegi með dimmum skýjum, vatns-
austri og forareðju, þá væri enginn vorkunnarverður af
að standa utan við jarðlífið. Þá vissi hann ekki fyrr til en
gamli maðurinn kom upp um stigagatið á miðjum degi,
allur votur, og búinn að týna hattkúfnum sínum. En
livað var það sem einkenndi liann sérstaldega á þeirri
stund, þennan þrifna mann sem alltaf var að snurfusa
við slrigafötin sín, og mátti ekki einu sinni vita af mosa-
ldó i sokkunum sínum? Hann var ataður í leðju á ann-
ari hliðinni, allt upp á kinn. Leðjan sat einnig í hinum
silfurhvítu lokkum, sem voru hans prýði, hans virðing.
Og hann grét.
Sá sem hefir heyrt gamalmenni gráta, mun ekki gleyma
því síðan, og Ó. Kárason Ljósvíkingur, sem fyrir
skemmstu hafði staðið utan við jarðlífið, var allt í einu
staddur mitt i jarðlífinu. Hann lilustaði agndofa á þessa
sundurslitnu, veiku rödd. Hann hafði ímyndað sér, að
gamlir menn gætu ekki grátið, en frá þessari stund vissi
hann hið gagnslæða: að engir gráta jafn sárt; að grátur
gamalla manna er sá eini sanni grátur. Hann reis upp við
dogg í rúmi sínu til að horfa á þetta.
18