Rauðir pennar - 01.01.1936, Page 19
— Hvað er að þér, Jósep? spurði hann að lokum.
Gamli maðurinn svaraði upp úr grátinum, og' var enn
elcki farinn að liafa rænu á að verka af sér forina:
— Ég var barinn, sagði hann. Mér var hrint.
Yngra barn mundi hafa sagt um hina krakkana: Þau
börðu mig, þau hrintu mér, — og nefnt nöfn. Eftir að
hafa verið misheppnað skáld, búið fjörutíu ár á koti og
misst sjö börn i jörðina og sjóinn, sagði hann aðeins: ég
var barinn; mér var hrint. Hann ásakaði ekki neinn.
Það afl sem stjórnaði lífi hans, var ópersónulegt.
Já; liann hafði sem sagt verið barinn niður í svaðið
fyrir framan fjósið, þessi þrifni maður, þetta gamla skáld.
Pilturinn dró brekánsduluna sína upp fyrir höfuð og titr-
aði svolítið. Hann fann strax með sjálfum sér, að hann
réði ekki yfir þvi afli, sem til þurfti að hugga gamlan
mann. Það er liægt að fremja hermdarverk á börnum og
réttlæta það fyrir sjálfum sér og guði og heiminum, lifið
sjálft réttlætir nefnilega allt, sættir æskuna við allt; en
það er ekkert til sem getur bætt fyrir það ranglæti, sem
er framið við gamalt fólk á íslandi. Þegar pilturinn leit
aftur upp undan brekóninu, var gamli maðurinn farinn,
hann hafði komið til að sækja klútinn sinn.
Um kvöldið lieyrði pilturinn talað um brottför lians
frammi á loftinu; hann heyrði bræðurna nefna neðri stað-
inn aftur og aftur i fússi; fóstran Kamarilla sagði að þeir
hefðu eins vel mátt leiða út beztu kúna sína og sökkva
henni úti i liafsauga, eins og að flæma burt þennan eina
mann á heimilinu sem gaf peninga í búið svo um mun-
aði; Magnína var mjög reið og blés frá sér og saug upp
í nefið á víxl, unz hún sagði upphátt, að þeim hefði verið
skammar nær að flæma burt héðan af bænum þá, sem
væru óþarfari gestir í búrinu en þessi gamli maður. Sum-
ir, sagði hún. Orðbragðið komst skjótlega á það stig sem
tízka var til hér á bænum.
Morguninn eftir voru fjöllin hvít ofan í sjó, hrákaldur
stormur með éljagangi. Þennan dag kom hrcppstjórinn
19