Rauðir pennar - 01.01.1936, Page 20
i heimsókn. Hánn flutti Jósep gamla með sér ríðandi uppi
á hrossi, og teymdi undir honum. Gamli maðurinn hafði
nefnilega flúið á náðir hreppstjórans kvöldið áður, og bað
um að fá að verða settur niður í öðrum stað, en hrepp-
stjórinn gat því miður ekki látið sér detta í liug neinn
hetri stað en þann, þar sem hann hafði þegar verið sett-
ur niður. Hann bauð liinum aldna gesti að vera hjá sér
nætursakir og setti liann upp á hross að morgni og
teymdi hann i þann rétta stað. Fóstran Kamarilla átti
lögg af brennivíni. Hreppstjórann vantaði duglega menn
í skiprúm i vetur, Magnína þvoði sér og greiddi til að
standa gestinum fyrir beina. Hressandi gestahljóð neð-
an úr stofu.
Aftur á móti dróst gamli maðurinn upp á pallinn og
lagðist fyrir. Hann hafði komið til hreppstjórans heitur
af flótta daginn áður, en það var lítil lilúð í reklcjuvoðum
yfirvaldsins, hann hafði ofkælzt. Ef einhverjum kynni
að liafa þótt það skrítið, að lireppstjórinn teymdi undir
manninum, þá lá orsökin i því, að liann olli ekki taum-
unum fyrir skjálfta. Það þurfti að kalla á Karítas
til að hjálpa honum úr seglfötunum. Síðan dró hann
hrekiánið yfir sig og sneri sér upp. Það fer mjög lítið fyrir
veikum gamalmennum. Þau deyja hreyfingarlaus. í raun-
inni er enginn eins munaðarlaus á jörðinni eins og gam-
almenni. Það þýðir ekkert að vera að vafstra i kring um
gamalmenni, sem eru veik, eða reyna að hjálpa þeim. I
þessu eiga gamalmennin sammerkt við dýrin, þau deyja
eins umkomulaus og dýrin. Hann, þessi gamli þrifni
maður, sem átti nokkrar bækur i klút og sjö börn í jörð
og sjó, og hafði ætlað að verða slcáld, mikið dó hann
umkomulaus. Það var ekkert gert fyrir hann dagana áður
en hann dó. Og samt var eiginlega skaði í honum, því
enginn gripur í búinu gaf eins milda beina peninga og
hann. Hann gaf af sér meira en hundrað krónur á ári í
beinum peningum.
Nú halda menn, að þetta liafi gengið eins og í sögu,
20
i