Rauðir pennar - 01.01.1936, Page 23
neitt fyrir hann. Sá sem ímyndaði sér, að eitthvað hefði
komið fyrir hann, hlaut að vera veildaður til sálarinnar.
Guðmundur Grimsson Grunnvikingur hafði verið lians
líf. Nú var liann lík. Hvað, — hver var lík?
Pilturinn reis upp í rúmi sínu skelfdur um miðja nótt,
]m honum fannst einhver vera að hvisla: Ólafur Kárason
Ljósvíkingur er lik. Honum fannst með öðrum orðum, að
]jað væri liann sjálfur, sem lægi loks dauður í rúminu
hinumegin, eftir alla þessa tilgangslausu æfi, og enginn
draumur rætzt. Þetta var í vitund lians slíkur veruleiki,
að hann þorði ekki annað en andmæla því upphátt: Guð
minn góður, nei, nei, nei, sagði hann aftur og aftur upp-
hátt um miðja nótt. Það rumskaði einhver utar í baðstof-
unni og liann lijúfraði sig niður í flet sitt aftur með áköf-
um hjartslælti. Hann ákallaði guð mörg hundruð sinnum,
svo óttalegt þótti honum að hafa verið barinn og hrint í
svaðið á gamals aldri, og vera nú loks dáinn, án þess að
hafa orðið skáld. Smám saman varð honum rórra. Nei,
hann var ekki dáinn. Ég á eftir að verða heilbrigður,
hugsaði liann; ég skal; einliverntíma. Rísa upp, hugsaði
hann. Yerða mikið skáld. Hann reyndi að gleyma þessari
haustnótt í voninni um þann dag, þegar hann mundi rísa
upp. Einn vormorgun mundi hann vakna snemma. Þenn-
an morgun mundi hann allt í einu vera heill heilsu. Hann
mundi klæðast eins og allt væri liðið, og ganga áhyggju-
laus út í vorið. Það mundi vera þessi ríka kyrláta heið-
rikja yfir landi og sjó, slikja á haffletinum, flauelsmjúkir
skuggar undan landi, einn samfelldur kliður af fugli, og
þröstur í fjallinu. Blómin mundu vera útsprungin í túninu.
Og það mundi enginn vera kominn á fætur nema hann,
svona ósnortinn var þessi morgunn, enginn hafði stigið
fæti sínum í dögg þessa morguns, enginn, enginn hafði
séð þennan morgun nema hann. Yndisleg víðernin breiddu
faðm sinn móti honum einum. Og hann geklc brosandi af
stað móti fegurð þessa dags. Já, einn vormorgun, þá mundi
liann vakna snemma.
23