Rauðir pennar - 01.01.1936, Síða 25
þrek hans er óbilað og hugurinn logar af fjöri og áhuga á verk-
efnum samtiðarinnar. Hann hefir nýlega látið frá sér fara tvær
bækur, „Det lille Kræ“ og „Under aaben Himmel“, og eru þær
af ritdómurum taldar með því bezta, sem hann hefir skrifað.
Þýð.
Eitt af því, sem þýzka afturlialdið hefir jafnan staglazt
á, Gyðingum lil hnjóðs, er að þeir séu ragir. En með því
á það við, að þeir séu ekki nógu herskáir og skjótir til viga,
að þeir liafi ekki nautn af því að bylta sér á blóðvellinum.
Löngu fyrir heimsstyrjöldina, i stjórnartið Vilhjálms, var
þessi „ákæra“ tízka, sérstaklega í hinum há-prússnesku
klíkum. Prússnesku junkararnir, sem margir liverjir voru
af Gyðingum komnir, álitu viðreisn og uppgang hins þýzka
rikis kominn undir lireinræktuðu germönsku þjóðerni,
undir því, að hreinsa burt úr liinu þýzka blóði ragmennsk-
una, sem Gyðingar blönduðu það gagnstætt vilja þjóðar-
innar. Jafnframt þessu kepptust þeir við að forgylla sitt
gatslitna aðalsveldi með því að útvega sonum sínum kvon--
fang lijiá auðugum Gyðingafjölskyldum.
1 slriðsbyrjun urðu margir Gyðingar til þess að gerast
sjálfboðaliðar í her Þjóðverja. Margir þeirra voru frjáls-
lyndir menntamenn og friðarvinir; en þeir liöfðu sett sér
það markmið, að reka einu sinni fyrir allt lydduorðið af
Gyðingum. 1 þessu sambandi má minna á hinn gáfaða
foringja jafnaðarmanna, dr. Ludwig Frank i Mannheim,
sem féll í öðrum mánuði striðsins sem sjálfboðaliði. En
þýzka afturlialdið hélt áfram kæru sinni um ragmennsk-
una, þrátt fyrir þann fjölda af þýzkum Gyðingum, sem
féll í stríðinu. Þessi ákæra, ásamt fleirum, á Gyðinga, var
vel lil þess fallin að draga athygli þjóðarinnar frá ýmsum
ráðstöfunum afturhaldsins, sem þoldu illa dagsins ljós.
Hugaðri en þessir menntamenn, sem fóru sjálfviljugir
í ófriðinn, þnátt fyrir friðarhug sinn, í þeim tilgangi að
hreinsa kynflokk sinn af óréttmætum áburði, voru þó þeir,
sem lögðu sjálfa sig í hættu vegna friðarins og ekki aðeins
25