Rauðir pennar - 01.01.1936, Page 26
neituðu þátttöku í ófriðnum, heldur gerðu allt, sem í þeirra
valdi stóð, til þess að koma i veg fyrir hann.
Einn þessara sannliugrökku manna var Ericli Miihsam.
Hann hafði hugrekki til þess að tefla fram sannfæringu
sinni gegn valdi því, sem réð yfir hinum volduga her
Þýzkalands. Þegar hann var kallaður í striðið, skeytti
liann þvi engu, þrátt fyrir það þó hann ætli það á liættu
að verða kraminn sundur af þessu ógnarvaldi fyrir ó-
hlýðni sína. Slikt getur maður kallað hugrekki. Ein mann-
vera setur sig upp á móti voldugustu herdrottnum heims-
ins og berst gegn þeim með vopnum anda síns og sann-
færingar. — Hann var liandtekinn, fékk nokkurra daga
fangelsi og síðan var honum fenginn einkennisbúningur
lierþjónustunnar. En hann neitaði að klæðast þeim bún-
ingi. „Þið getið drepið mig, en þið getið ekki neytt mig
til að drepa,“ sagði hann. — Hvað átti að gera við slíkan
mann? Skjóta liann? En hann var brjálaður. Maður, sem
neitaði að hlýða fyrirskipunum um herþjónustu, þegar
ættjörð hans átti í ófriði, í stað þess að fara í stríðið og
vinna sér lárviðarsveig á vígvellinum, hlaut að vera brjál-
aður. Og í þá daga voru brjálaðir menn ekki skotnir. Hann
var settur i nokkurra mánaða fangelsi og siðan sendur
iieim með skjal, sem staðfesti það, að hann væri bilaður á
geðsmunum og því ekki fær um að berjast fyrir föður-
Jandið. Ilið takmarkalausa liugrekki lians var auðvitað
lagt út sem ragmennska — ragmennska Gyðingastofnsins.
Meðan á stríðinu stóð, var ég á hverjum vetri i Miinchen
og kynntist þá Erich Muhsam gegn um skopblaðið „Sim-
plizissimus'4. — Ég liafði hugsað mér liinn herskáa útgef-
anda „Kains“ öðruvísi. Erich Múhsam var lítill og heldur
óásjálegur maður með lágt enni og alskegg. Hann liktist
fremur venjulegum smábæjar skólastjóra en andlegum
stríðsmanni. En þegar hann byrjaði að tala, þokaði hið
iitilfjörlega útlit fyrir skapföstum persónuleika, sem ekki
kunni að liræðast.
Ericli Múhsam hafði alla eiginleika hins frjálslynda,
26