Rauðir pennar - 01.01.1936, Síða 27
menntaða Gyðings; hann var linittinorður, öfgafullur og
fljóthuga. Hann átti erfitt með að tala með daglegu mál-
fari, þvi liann var allur i hókmenntunum; bókleg þekking
lians var meiri en lífsreynslan — og hann var ekki laus
við að liafa tilhneigingu til þess að vera andrikur, jafn-
vel á kostnað málefnisins. Hinsvegar var hann ágætur fé-
lagi og flestum einlægari. Yerkamenn, sem kynntust lion-
um persónulega, elskuðu hann.
Mannlegar tilfinningar hans voru mjög heilbrigðar.
Hann trúði á sigur liinna friðsömu afla með bjartsýni
kynstofns síns, þeirri bjartsýni, sem hefir gert Gyðingum
kleift að þola tvö þúsund ára útlegð. Hann hafði yfirleitt
marga þá eiginleika, sem á reynslutímum eru nauðsyn-
legir mönnum sem örlendast: liæfileikann til að samlagast
staðháttum, hagnýta hið bezta í erfiðum aðstæðum, sam-
fara því að varðveita trúna á framtíðina og gera sínar
kröfur til hennar, og andlega yfirburði, sem taka sárasta
sviðann úr örbirgðinni og fleyta mönnum yfir margan
hættulegan boða.
Erich Muhsam var í mörgu tilliti sjálfur útlagi. Sam-
timamaður lians, Leviné, komst einu sinni þannig að orði:
byltingamenn eru dánir menn í orlofi. Ef til vill væri
eins rétt að nefna þá liina lifandi menn framtíðarinnar
-— landnámsmenn hennar. Forvigismenn nýrra hugsana
lifa alltaf á úrslitatímum lífi útlagans, jafnvel þó þeir
séu ekki gerðir landrækir. Að vera byltingarmaður í auð-
valdsheiminum nú á dögum er hið sama og vera frjáls
eins og fugl.
Ekki aðeins fyrir striðið, heldur einnig meðan á því
stóð, var Gyðingaliatrið í algleymingi í Þýzkalandi. Ericli
Muhsam fékk að kenna á því. Gagnstætt við marga aðra
mennlamenn af Gyðingaættum, dró hann aldrei neina
dul á ætterni sitt og varð það mjög til að einangra hann.
1 Múnchen voru margir Gyðingar, sérstaklega rithöfund-
ar og aðrir lislamenn, sem afneituðu þjóðerni sínu eftir
læztu getu. Það lét undarlega í eyruin Norðurlandabú-
27