Rauðir pennar - 01.01.1936, Side 28
ans, að heyra þessa menn, sem augsýnilega voru komnir
af Gyðingaættum, nota hvert tækifæri til að svivirða Gyð-
inga. Erich Miilisam fyrirleit þetta atliæfi og varð að
gjalda þess.
En ennþá meira var hann þó einangraður fyrir sínar
byltingarsinnuðu skoðanir. Hið „alkunna lýðræði í Miin-
c.hen“ var i raun og veru ekkert annað en vígorð, sem
menn brugðu fyrir sig, í eðli sínu voru íbúarnir þar
íhaldssamir og óvægnir. Tilhneigingar Ericlis Muhsams
til þess að umgangast almúgann og hin alvarlega rækt,
sem hann lagði við frelsishugtakið, útilokaði hann frá
,,góðum“ félagsskap menniamanna. Hann fékk á marg-
an hátt að þreifa á þvi, að hann var á svarta listanum.
En það borgaði sig að fara yfir þessi ósýnilegu landa-
mæri. Efst uppi undir þaki í hæsta húsinu í Georgsstræti,
með útsýni yfir garða og leirugar byggingarlóðir, bjuggu
þau Erich og Zensl Múhsam eins og tveir frjálsir fuglar.
Zensl hélt sig mest i hinu stóra, bjarta eldliúsi sinu og
bakaði og brasaði; sjálf var liún stór og björt og ein hin
fallegasta og hugrakkasta stúlka, sem Bæjaraland hefir
alið. Hún tók þátt í samræðunum inni í stofunni á sinni
ósviknu mállýzku, sem hljómaði eins og epli væru að
velta niður stigatröppur, jafnframt því sem hún sveifl-
aði pottum og pönnum frá einu eldhólfinu til annars.
Innan um rykugar bækur sat Erich Múhsam í hálfrökkri
stofunnar og skaut til hennar athugunum sínum á heims-
viðburðunum, en gestir komu og fóru; flestir þeirra höfðu
eitthvað meðferðis í sameiginlegt mötuneyti.
Dásamleg lijón, svo gerólik að ytra útliti — hún þrung-
in sveitarilm og útilofti, hann gagnsýrður af stórborginni
með listfræði hennar og bókaþef. Og þó áttu þau svo vel
saman og voru hinir beztu félagar. Hún yfirgaf eins ó-
gjarnan eldhús sitt og hann lestrarstofu sína. Réttir henn-
ar voru eins kryddaðir og örvandi og gagnrýni hans og
útlistanir, og hugur hennar jafn byltingarsinnaður og
hans. Athugasemdir hennar þutu eins og neistar úr eld-
28