Rauðir pennar - 01.01.1936, Page 29
húsinu inn í umræðurnar i stofunni. Gestirnir voru bylt-
ingarsinnaðir verkamenn, byltingarsinnaðir listamenn og
uppreisnargjarnir hermenn. Erich Múhsam bar ekkert
skyn á það hvernig ætti að cUi^nleggja framtíðarmálin,
þannig að allir öðluðust tilveru, sem mönnum sómdi,
liann var eins og barn í byltingarsinnaðri pólitík. En óaf-
vitandi hafði hann, ásamt Zensl, skapað hér litla veröld,
þar sem ríkti andrúmsloft nýs tíma.
* *
¥
Erich Múlisam var aldrei annað en anarlcisti; hann átti
ekkii félagslega heildarsýn og það gat verið erfitt að forð-
ast árekstur við hann, þegar liann lét leiðast af einstökum
atriðum til að beita sínu napra háði á kostnað málefna-
heildarinnar.
En það var ómögulegt annað en láta sér þykja vænt
um hann. Hann elskaði allt lifandi, hver einstaklingur
var heilagur i hans augum, í þvi tilliti var hann einnig
anarkisti. Og hann var svo djarfur og hugrakkur, að það
var eins og hann gerði sér leik að þvi að verða pislarvott-
ur; reyndar trúði hann því aldrei, að hann mundi verða
ofsóttur. í þessu hugrekki, hreinleik hjarta hans og
mannúð, kannaðist ég við liina fögru eiginleika anar-
kistísku verkamannanna og smábændanna, sem ég kynnt-
ist í æsku i fjallahéruðum Andalúsiu. Eins og þeir, vildi
hann heldur þola þrautir en gera öðrum nokkurt mein,
frekar þjóna öðrum en láta þjóna sér. Og hann har í sálu
sinni hina sömu liæglátu gleði yfir tilverunni, þrátt fyrir
allt, hina sömu trú á sigur hins góða, án þess að gera sér
grein fyrir, í hverju hið góða var fólgið, eins og einkenndi
þessar frumstæðu framtíðarmanneskjur.
Jafn lítillátur og blíður og liann var í allri framkomu,
hafði hann þó eitthvert aðdráttarafl, sem dró að sér leit-
andi sálir. Og kraftur sannfæringar hans og hin óttalausa
játning, gerði heimili lians að miðstöð hinna fáu bylting-
arsinnuðu sálna, og þyrni í augum auðvaldsins. Um
29