Rauðir pennar - 01.01.1936, Side 30
þessar mundir voru hernaðarsinnar þegar farnir aö bera
til lians óslökkvandi liatur og liann var jafnan undir lög-
reglueftirliti. Stjómmálamaður var liann ekki, það sýndi
bezt lilutdeild hans í ráðstjórnarlýðveldinu. Þegar hann
stóð andspœnis ákveðnum pólitískum verkefnum, voru
þau honum alltaf ofvaxin og tóku af honum ráðin.
Hann var bráðlyndur og skorti þá þolinmæði, sem
nauðsynleg er til að gera sér grein fyrir þróuninni. Hann
var óþolinmóður eins og barn gagnvart öllu, sem tók tíma,
hann vildi að allt skeði strax.
Að þessu leyti var hann þjóðskipulaginu liættulaus;
hann var enginn íliugull undirróðursmaður, sem vann
kerfisbundið að eyðileggingu þess. En hann var óvenju
mikilsverður maður, hámenntaður hæfileikamaður og —
byltingarsinnaður, og á þann liátt hættulegri íhaldinu en
þó hann hefði verið framúrskarandi stjórnmálamaður.
— Hann var ískyggilega hættulegur íhaldinu, þvi hann
var lifandi vottur þess, að hin sanna menning g e t u r
ekki einungis gert uppreisn gegn því, heldur h 1 ý t u r
að gera það. Á þennan hátt urðu árekstrar hans við íhald-
ið og á þennan hált sýndi hann manngildi sitt. Það var
ekki sem fulltrúi ráðstjórnarlýðveldisins, heldur sem
fangi íhaldsins, að hann sýndi hve fágætur maður liann
var.
Ég félck mörg bréf frá honum fná Ansbacli og Nicder-
schönenfeld, þar sem liann afplánaði þátttöku sína í ráð-
stjórnarlýðveldinu Múnchen; einnig féklc ég við og við bréf
frá samföngum hans. Á bréfum lians mátti sjá, live mikill
kraftur bjó í honum; ekkert æðruorð, hara björt trú á
framtíðina og áhyggjur út af öðrum. Og bréf samfanga
hans sýndu, að liann var siálin i hópi þeirra og talaði í
þá kjark og bardagahug.
Meðferðin á pólitískum föngum í Þýzkalandi var í þá
daga önnur en nú. íhaldið liafði þá ekki grafið sig svo
langt til baka í baráttunni við þróun mannkynsins, að
það hefði komizt niður á stig dýrsins. Hinir pólitísku
30