Rauðir pennar - 01.01.1936, Síða 31
fangar voru þá ekki álitnir verri en morðingjar og of-
beldismenn. Nú er þessu breytt; með nazismanum hefir
ihaldið þróazt aftur á bak, gegn um öll hin frumstæðustu
stig mannlegrar menningar, niður til dýrsins — og
lengra; það hefir íklæðzt holdi hins blóðþyrstasta villi-
dýrs.
í stríði, þar sem annars vegar er barizt með andlegum
vopnum eingöngu, en hins vegar með gúmmikylfum,
fangelsispyndingum, fangaherbúðum og morðtólum, í
slríði milli siðaðs manns og manndýrs, hlýlur hinn sið-
aði maður að biða ósigur. Erich Muhsam varð að heyja
þetta stríð og ganga gegn um öll stig þess, sem erjiin
hræðilegasta lcvöl hverjum siðuðum manni. Sakir per-
sónuleika síns var hann fyrirfram ákveðin fórn hins
svartasta afturhalds. Engin furða að villidýrið skyldi
stökkva á liann til að hefna sín, draga liann andsælis
gegn um öll þróunarstig menningarinnar, gegn um saur
og harðýðgi ofan í undirdjúp dýrseðlisins, þaðan sem
mannkynið hefir hafið sig upp smátt og smátt með því
að eiga í árþúsunda langri baráttu við sjálft sig.
Þessar þjáningar Erichs Mulisams bafa þúsundir
manna orðið að þola. Þær byrjuðu á því, að hann var þú-
aður eins og rakki, kallaður júðasvín og barinn. Hann,
sem ekki gat fengið af sér að særa nokkurn mann með
orðum, bann, sem áleit hvern einstakling friðhelgan,
var skammaður verstu ókvæðisorðum og barinn eins og
bundur; eins og þorparar berja hunda — og allt í nafni
laganna. — Jafnvel böðlum finnst það niðurlæging að
berja fanga; í flestum löndum er erfitt að fá böðla til
slíks starfa, það verður að leita þeirra meðal úrhraks-
manna, og meira að segja þeir skammast sín fyrir hand-
verkið. Það er bara í þriðja ríkinu, sem liandverk böðuls-
ins er í hávegum liaft. Liðsforingjar og „synir heldra
fólks“ keppa um embættið. Þar er það nautn og betju-
dáð, að berja varnarlausa fanga með skinnólum og
gúmmíkylfum, frægð að lemja hámenntaða ágætismenn
31