Rauðir pennar - 01.01.1936, Page 32
til óbóta. Því ágætari sem maðurinn er, þvi meiri frægð-
in. Hvilík dýrð að mega traðka sálina úr göfuglyndum
manni, að mega sletta heilanum úr gáfuðum manni.
Slíkt er afrek. Að brjóta krystalsskálar í fylliríi og eyði-
leggja dýrmæt listaverk jafnast ekki á við slika skemmtun.
Þegar Erich Muhsam var tekinn fastur, bað hann,
eins og kennari hans og vinur, Gustav Landauer: Drepið
mig, en svívirðið ekki líkama minn. Ha, lia, þessir fagur-
fræðingar eru hræddir við misþyrmingar og bæklun, þeir
vilja heldur deyja. Þá skulum við einmitt misþyrma
þeim, svivirða þá. Óafvitandi gefa fórnarlömbin villidýr-
inu þannig færi á sér. Einmitt því, sem frá sjón-
armiði fanganna var viðurstyg'gilegast, skyldi beitt við
])á. Liðsforingjarnir tröðkuðu á Gustav Landauer, þang-
að til brjóstkassi hans brotnaði og hjartað lafði út úr
holinu og hélt áfram að slá, unz þeir drápu hann alveg.
Það var 1919, þá voru böðlarnir fákunnandi hjiá þvi sem
15 árum seinna, þegar röðin kom að Erich Miihsam, en
nú voru misþyrmingarnar komnar í slungið, djöfullegt
kerfi, svo trúvillingadómamir eru sakleysislegir hjá því.
Eins hræðilegt og það var fyrir jafn viðkvæman mann
og Erich Miihsam, sem vildi snúa öllu til góðs, að böðlar
herðu hann og spörkuðu í hann, brytu úr honum tenn-
urnar og lemdu hann með byssuslceftum, þá var þetta
allt leikur hjá því sem síðar kom. Villidýrið, sem liafði
klófest hann, lék sér að honum, lét liann lausan og stökk
á hann aftur, þegar liann hélt, að hann væri að sleppa;
hélt honum milli vonar og ótta. Hann þoldi ver sálarlegar
kvalir en likamlegar, þvi var sjálfsagt að beita við liann
sálarlegum misþyrmingum. Það var svo undarlegt með
þessa menn, sem höfðu sál, að það var hægt að kvelja
þá með því að láta þá horfa á aðra kvalda, jafnvel meira
en með því að kvelja þá sjálfa. Til þess að pynta slíkan
mann hraklega, þurfti ekki annað en láta hann vera við-
staddan, meðan aðrir voru píndir, og segja honum, að
það væri hans sök, t. d. af þvi hann væri Gyðingur.
:32
j